Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að lykilstígar í hjólastígakerfi borgarinnar fá nöfn. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, greinir frá þessu.
„Þannig verður auðveldara að tala um hjólreiðar, og við vitum að orð eru til alls fyrst. Gleði gleði!“ segir Pawel í færslu sinni á Facebook.
Um var að ræða eitt af kosningamálum Viðreisnar fyrir sveitarstjórnakosningarnar í fyrra. Þá sagði hann ljóst að Reykjavíkurborg yrði að betri borg með fallegum skiltum á þúsund metra fresti við hjólastíga, sem á stæði sem dæmi: Suðurlandsstígur og vísar til hjólastígs við Suðurlandsbraut.
Málið fer nú til borgarráðs og borgarstjórnar en í framhaldinu má reikna með að leitað verði eftir tillögum um nöfn á stígana.
Helstu hjólastígarnir fá nöfn
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
