Johnson gæti orðið skammlífasti forsætisráðherra Breta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. september 2019 18:45 Spjótin beinast nú að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Brenda Hale, forseti hæstaréttar, tilkynnti um úsrkurðinn í morgun og sagði þingfrestunina ólögmæta þar sem hún hafi komið í veg fyrir að þingið sinnti sínu hlutverki í samræmi við bresk stjórnlög. „Áhrifin á grundvallarstoðir bresks lýðræðis voru gríðarleg,“ sagði Hale.Krefjast afsagnar Miðað við þá stöðu sem komin er upp, og háværar kröfur stjórnarandstöðunnar um að Johnson segi af sér vegna málsins, er ekki útilokað að hann verði skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Hann hefur í dag setið í 62 daga en sá sem hefur styst verið í embætti var George Canning, forsætisráðherra sumarið 1827, sem sat í 119 daga. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, reið á vaðið í morgun og bauð Johnson að íhuga stöðu sína alvarlega. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók undir og sagði: „Þessi afdráttarlausa og samróma ákvörðun hæstaréttar sýnir svart á hvítu að Boris Johnson er vanhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra.“ Það gerði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, einnig. „Séu reglur lýðræðis raunverulegar tel ég að allir forsætisráðherrar með vott af sómakennd myndu segja af sér í dag.“Vill ekki fresta útgöngu Johnson tjáði sig ekki um mögulega afsögn þegar hann ræddi við fjölmiðla. Sagðist ósammála niðurstöðunni og að málið snerist um að trufla Brexit-ferlið. Ítrekaði hann einnig ákall sitt um nýjar kosningar. „Núgildandi lög kveða á um að við göngum út þann 31. október og ég er vongóður um að við náum nýjum samningi.“ Þing kemur aftur saman á morgun. Þingforseti útilokar ekki að veita þingmönnum dagskrárvald. Þá gætu stjórnarandstæðingar komið í veg fyrir að ríkisstjórnin fresti þingfundum aftur, en þann möguleika útilokaði lögmaður ríkisstjórnarinnar ekki fyrir hæstarétti. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frestun útgöngu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Spjótin beinast nú að Boris Johnson, breska forsætisráðherranum, eftir að hæstiréttur úrskurðaði ákvörðun hans um að fresta þingfundum ólögmæta. Brenda Hale, forseti hæstaréttar, tilkynnti um úsrkurðinn í morgun og sagði þingfrestunina ólögmæta þar sem hún hafi komið í veg fyrir að þingið sinnti sínu hlutverki í samræmi við bresk stjórnlög. „Áhrifin á grundvallarstoðir bresks lýðræðis voru gríðarleg,“ sagði Hale.Krefjast afsagnar Miðað við þá stöðu sem komin er upp, og háværar kröfur stjórnarandstöðunnar um að Johnson segi af sér vegna málsins, er ekki útilokað að hann verði skammlífasti forsætisráðherra í sögu Bretlands. Hann hefur í dag setið í 62 daga en sá sem hefur styst verið í embætti var George Canning, forsætisráðherra sumarið 1827, sem sat í 119 daga. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, reið á vaðið í morgun og bauð Johnson að íhuga stöðu sína alvarlega. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók undir og sagði: „Þessi afdráttarlausa og samróma ákvörðun hæstaréttar sýnir svart á hvítu að Boris Johnson er vanhæfur til að gegna embætti forsætisráðherra.“ Það gerði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, einnig. „Séu reglur lýðræðis raunverulegar tel ég að allir forsætisráðherrar með vott af sómakennd myndu segja af sér í dag.“Vill ekki fresta útgöngu Johnson tjáði sig ekki um mögulega afsögn þegar hann ræddi við fjölmiðla. Sagðist ósammála niðurstöðunni og að málið snerist um að trufla Brexit-ferlið. Ítrekaði hann einnig ákall sitt um nýjar kosningar. „Núgildandi lög kveða á um að við göngum út þann 31. október og ég er vongóður um að við náum nýjum samningi.“ Þing kemur aftur saman á morgun. Þingforseti útilokar ekki að veita þingmönnum dagskrárvald. Þá gætu stjórnarandstæðingar komið í veg fyrir að ríkisstjórnin fresti þingfundum aftur, en þann möguleika útilokaði lögmaður ríkisstjórnarinnar ekki fyrir hæstarétti. Ef þingið samþykkir ekki útgöngusamning í síðasta lagi 19. október, og heimilar ekki samningslausa útgöngu, mun Johnson þurfa að biðja Evrópusambandið um frest. Ljóst er að Johnson vill komast hjá því og hefur hann sagst ekki ætla að biðja um frestun útgöngu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50 Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei. 24. september 2019 06:50
Þingfrestun Boris dæmd ólögleg Hæstiréttur Bretlands segir þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafa verið ólögleg. 24. september 2019 09:38