Urriðagangan er á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 9. október 2019 13:07 Það hafa margir lagt leið sína á Þingvöll á þessum hausti til þess að fylgjast með urriðanum í ástarleikjur í Öxará. Þetta er ansi mögnuð sjón en það er þó ennþá magnaðra að fá smá fræðslu um það sem er í gangi og hegðun urriðans í vatninu. Það er komið að hinni árlegu urriðagöngu og eftirfarandi fréttatilkynning frá Laxfiskum fylgir hér fyrir neðan. Þið sem hafið ekki farið en hafið áhuga á líffræði, veiði og náttúru ættuð ekki að missa af þessu því þetta er í alla staði magnað að sjá urriðann í svona návígi."Urriðagangan 2019 - Hin árlega urriðaganga við Öxará á Þingvöllum verður laugardaginn 12. október og hefst klukkan 14:00 við brúna/bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll. Þaðan er síðan genginn örstuttur spölur eftir mjög góðum göngustíg upp með Þingvallabænum að flúðunum undan Drekkingarhyl, þar sem urriðar eru settir í glerbúr á árbakkanum svo yngsta kynslóðin geti skoðað fiskinn betur. Fjallað verður um ástir og örlög urriðans, ekki síst með vísun í lifandi dæmi frá hrygningunni í Öxará í bakgrunni. Komið verður inn á hvernig urriðarnir nýta mismunandi svæði Þingvallavatns árið um kring og sá sama hátt verður greint frá ferðum bleikja í Þingvallavatni, kuðungableikju, ránbleikju og murtu. Langtímaveðurspá gerir ráð fyrir góðu útivistarveðri á Þingvöllum á meðan göngunni stendur, lofthita upp á um 6-7°C og hægviðri." Stangveiði Mest lesið Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði
Það hafa margir lagt leið sína á Þingvöll á þessum hausti til þess að fylgjast með urriðanum í ástarleikjur í Öxará. Þetta er ansi mögnuð sjón en það er þó ennþá magnaðra að fá smá fræðslu um það sem er í gangi og hegðun urriðans í vatninu. Það er komið að hinni árlegu urriðagöngu og eftirfarandi fréttatilkynning frá Laxfiskum fylgir hér fyrir neðan. Þið sem hafið ekki farið en hafið áhuga á líffræði, veiði og náttúru ættuð ekki að missa af þessu því þetta er í alla staði magnað að sjá urriðann í svona návígi."Urriðagangan 2019 - Hin árlega urriðaganga við Öxará á Þingvöllum verður laugardaginn 12. október og hefst klukkan 14:00 við brúna/bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll. Þaðan er síðan genginn örstuttur spölur eftir mjög góðum göngustíg upp með Þingvallabænum að flúðunum undan Drekkingarhyl, þar sem urriðar eru settir í glerbúr á árbakkanum svo yngsta kynslóðin geti skoðað fiskinn betur. Fjallað verður um ástir og örlög urriðans, ekki síst með vísun í lifandi dæmi frá hrygningunni í Öxará í bakgrunni. Komið verður inn á hvernig urriðarnir nýta mismunandi svæði Þingvallavatns árið um kring og sá sama hátt verður greint frá ferðum bleikja í Þingvallavatni, kuðungableikju, ránbleikju og murtu. Langtímaveðurspá gerir ráð fyrir góðu útivistarveðri á Þingvöllum á meðan göngunni stendur, lofthita upp á um 6-7°C og hægviðri."
Stangveiði Mest lesið Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Hítará fer í útboð Veiði Stórlax á lokasprettinum í Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði