UNESCO spyr líka um Gjábakkaveg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. október 2019 06:15 Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Anton Brink Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrifum segir Einar að það hafi upphaflega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heimsminjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstofunni,“ segir þjóðgarðsvörður. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Mechtild Rössler, aðalframkvæmdastjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO, segir ráðgefandi stofnanir harma að endurnýjun Gjábakkavegar á Þingvelli hafi ekki farið í umhverfismat. Þetta kemur fram í bréfi Rössler til íslenskra stjórnvalda. Segir hún að Alþjóðaráðið um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) og Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) harmi að ekki hafi verið lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið og á heimsminjar. Þá skorti heildaráætlun um umferð. „Að auki þá gæti framkvæmdin við Gjábakkaveg til lengri tíma litið leitt til hættu á mengun vatnsins í Þingvallavatni,“ skrifar Rössler. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir stækkun Gjábakkavegar einmitt leiða til minni hættu á að mengun berist í Þingvallavatn. Umferð í gegn um þjóðgarðinn fari nú öll um Gjábakkaveg því veginum við vatnið hafi verði breytt í botnlanga. Varðandi mat á umhverfisáhrifum segir Einar að það hafi upphaflega verið sett í lögformlegt ferli af Vegagerðinni. „Það voru eiginlega allar stofnanir sem sögðu þetta þannig framkvæmd að hún þyrfti ekki að fara í fullt umhverfismat,“ segir hann. Þetta verði útskýrt fyrir UNESCO. „Það örlar á misskilningi í bréfinu hjá þeim og þarna eru atriði sem þarf að skýra betur.“ Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Heimsminjaskrifstofan nú einnig til skoðunar kvörtun vegna starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru. Einar segist ekki óttast að þau umsvif ógni stöðu Þingvalla á heimsminjaskrá. Hann bendir meðal annars á að aðeins sé leyft að kafa í tveimur gjám á Þingvöllum og með ströngum skilyrðum. Þetta og fleira verði útskýrt í svari til Heimsminjaskrifstofunnar auk þess sem ýmislegt í kvörtunarbréfinu verði leiðrétt. „Tilfinning mín er að það verði hægt að skýra þessa starfsemi ágætlega fyrir Heimsminjaskrifstofunni,“ segir þjóðgarðsvörður.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki á hyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira