Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna "grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2019 08:01 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar, hefur óskað eftir því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar sem fyrst og geri grein fyrir afstöðu sinni „varðandi þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp á alþjóðavettvangi eftir nýjustu ákvörðun Bandaríkjaforseta.“ Þessu greinir Logi frá á Facebook-síðu sinni. Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa fordæmt ákvörðun forsetans. Í færslu Loga segir hann að utanríkisstefna Bandaríkjanna valdi sér miklum áhyggjum. Vísar hann til þess að Bandaríkin hefðu sagt sig frá Parísarsáttmálanum og dregið sig úr samkomulagi við Írani um kjarnorkuvopn. „[…] og hryllilegt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða með því að draga bandaríska hermenn frá Sýrlandi. Sumir segja að þetta gefi tyrkneska hernum grænt ljós á sókn gegn Kúrdum, með tilheyrandi hörmungum.“ Hann hafi því óskað eftir því að utanríkisráðherra komi sem fyrst á fund utanríkismálanefnd. Í beiðninni hafi hann jafnframt lagt áherslu á að rætt verði hvort tilefni sé til viðbragða eða yfirlýsinga af hálfu Íslands. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar, hefur óskað eftir því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar sem fyrst og geri grein fyrir afstöðu sinni „varðandi þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp á alþjóðavettvangi eftir nýjustu ákvörðun Bandaríkjaforseta.“ Þessu greinir Logi frá á Facebook-síðu sinni. Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF). Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa fordæmt ákvörðun forsetans. Í færslu Loga segir hann að utanríkisstefna Bandaríkjanna valdi sér miklum áhyggjum. Vísar hann til þess að Bandaríkin hefðu sagt sig frá Parísarsáttmálanum og dregið sig úr samkomulagi við Írani um kjarnorkuvopn. „[…] og hryllilegt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða með því að draga bandaríska hermenn frá Sýrlandi. Sumir segja að þetta gefi tyrkneska hernum grænt ljós á sókn gegn Kúrdum, með tilheyrandi hörmungum.“ Hann hafi því óskað eftir því að utanríkisráðherra komi sem fyrst á fund utanríkismálanefnd. Í beiðninni hafi hann jafnframt lagt áherslu á að rætt verði hvort tilefni sé til viðbragða eða yfirlýsinga af hálfu Íslands.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48 Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15
Tyrkir áforma innrás í Sýrland Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar. 7. október 2019 07:48
Trump afsalar Bandaríkjunum ábyrgð á Sýrlandsstríðinu Bandaríkjaforseti segir öðrum að finna lausn á Sýrlandsstríðinu. Einn helsti bandamaður hans í Repúblikanaflokknum er harðorður um ákvörðun forsetans. 7. október 2019 12:53