Litlu sænsku prinsarnir og prinsessurnar ekki lengur á ríkisspenanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2019 15:18 Karl Filipps prins og Soffía eiginkona hans með sonunum Alexander og Gabríel. Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að gera breytingar á lífi afabarna sinna. Markmiðið mun vera að tryggja börnunum eðlilegra líf en jafnframt er um sparnaðaraðgerð að ræða. Breytingin hefur verið til umræðu í lengri tíma en er nú orðin að veruleika. Frá þessu er greint í sænskum miðlum. Um er að ræða tvö börn Karls Filippus prins og þrjú börn Magðdalenu prinsessu. Fredrik Wersäll ríkismarskálkur Svíþjóðar tilkynnti um breytinguna á blaðamannafundi í morgun. Til þessa hafa prinsarnir og prinsessurnar ungu komið fram við hin og þessi tilefni en nú verður hugsað um þau sem almenna borgara með tilheyrandi einkalífi. Líf þeirra verði ekki takmarkað að mörgu leyti eins og sé tilfellið þegar um meðlimi konungsfjölskyldunnar sé að ræða. Á sama tíma greiðir ríkið ekki lengur fyrir uppihald og annan kostnað sem snýr að börnunum. Breytingin nær til Alexanders prins, Gabríels prins, Lenóru prinessu, Nicolas prins og Adríönu prinsessu. Þau eru á aldrinum eins til fimm ára en mikið barnalán hefur verið í sænsku konungsfjölskyldunni. Þau viðhalda titlum sínum og eru áfram hluti af konungsfjölskyldunni. Kostnaður við konungsfjölskylduna nam 1,8 milljarði króna í fyrra og óx um 25 milljónir á milli ára. Ekki er reiknað með því að kostnaðurinn minnki nokkuð þrátt fyrir breytingarnar. Karl Filippus og Soffía eiginkona hans vonast til þess að drengirnir þeirra eigi eftir breytingarnar eðlilegra líf fyrir höndum eins og sjá má á færslu þeirra á Instagram hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að gera breytingar á lífi afabarna sinna. Markmiðið mun vera að tryggja börnunum eðlilegra líf en jafnframt er um sparnaðaraðgerð að ræða. Breytingin hefur verið til umræðu í lengri tíma en er nú orðin að veruleika. Frá þessu er greint í sænskum miðlum. Um er að ræða tvö börn Karls Filippus prins og þrjú börn Magðdalenu prinsessu. Fredrik Wersäll ríkismarskálkur Svíþjóðar tilkynnti um breytinguna á blaðamannafundi í morgun. Til þessa hafa prinsarnir og prinsessurnar ungu komið fram við hin og þessi tilefni en nú verður hugsað um þau sem almenna borgara með tilheyrandi einkalífi. Líf þeirra verði ekki takmarkað að mörgu leyti eins og sé tilfellið þegar um meðlimi konungsfjölskyldunnar sé að ræða. Á sama tíma greiðir ríkið ekki lengur fyrir uppihald og annan kostnað sem snýr að börnunum. Breytingin nær til Alexanders prins, Gabríels prins, Lenóru prinessu, Nicolas prins og Adríönu prinsessu. Þau eru á aldrinum eins til fimm ára en mikið barnalán hefur verið í sænsku konungsfjölskyldunni. Þau viðhalda titlum sínum og eru áfram hluti af konungsfjölskyldunni. Kostnaður við konungsfjölskylduna nam 1,8 milljarði króna í fyrra og óx um 25 milljónir á milli ára. Ekki er reiknað með því að kostnaðurinn minnki nokkuð þrátt fyrir breytingarnar. Karl Filippus og Soffía eiginkona hans vonast til þess að drengirnir þeirra eigi eftir breytingarnar eðlilegra líf fyrir höndum eins og sjá má á færslu þeirra á Instagram hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira