Hvítir miðaldra karlmenn Sigríður Karlsdóttir skrifar 7. október 2019 11:45 Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég les gjarnan setninguna hvítir miðaldra karlmenn í fjölmiðlum og upp á síðkastið finnst mér hún koma æ oftar fyrir í fjölmiðlum. Fyrir mér, þá held ég að samfélagið skilgreini þetta hugtak, sem hóp manna eða kvenna sem er þröngsýnt og fordómafullt, forðast breytingar og eiga erfitt með að setja sig í spor annarra. Ég var einu sinni hvítur miðaldra karlmaður. Ég var 17 ára. Ég þoldi illa breytingar og fannst mín skoðun vera réttari en skoðanir annarra. Ég beið eftir að hinn aðilinn kláraði svo ég gæti komið mínum skoðunum á framfæri. Ég þoldi ekki fólk sem ég skildi ekki. Ég dæmdi fólk sem var öðruvísi en ég, af því ég var hrædd við það. Ég talaði hátt og mikið og átti erfitt með að setja mig í spor annarra. Ég gat ekki sofnað á kvöldin því ég var að rífast við eitthvað annað fólk í hausnum á mér. Þvílíkt áhugamál. Sem betur fer var kommentakerfi Dv ekki komið og Útvarp Saga ekki heldur. Ég hefði legið þar allan daginn. Eins og ég skil þetta þá virðist sem þessi ákveðni hópur manna og kvenna lendi ítrekað í útistöðum eða árekstrum við hina ýmsu hópa samfélagsins. Ef það eru ekki konur, þá eru það umhverfissinnar, ef það eru ekki þeir þá eru það frjálslyndir eða umburðarlyndir. Þeim finnst líka útlendingar ekkert sérstaklega verðugir og flóttafólk er vesen. Börn og unglingar með skoðanir eru líka vesen. Höfum þetta bara eins og í þetta var áður. Það er miklu þægilegra. Ekki rugga bátnum. Ég ætla ekki að eyða orku minni í að dæma þessa menn og konur. Þau sjá um það sjálf. Það fólk sem dæmir hvað harðast, dæmir sjálfan sig mest. Kannski þarf hvíti miðaldra karlmaðurinn bara risa-knús. Það sem breytti skoðunum mínum þarna um árið var kærleikur og vitneskjan um að heimurinn er bara allt í lagi og það má bara elska og njóta. Kannski þurfum við bara að gefa þessum hvíta miðaldra karlmanni gott faðmlag, ást í kaffibollann sinn, extra breitt bros og jafnvel bara kæfa hann í kærleika. Næst þegar hinn merki hvíti miðaldra karlmaður byrjar að ausa úr skálum reiðinnar, þá skulum við reyna að skilja. Skilja það að honum líður ef til vill ekki vel. Hann er kannski bara hræddur þó hann feli það vel bakvið sperrtan brjóstkassann og háu röddina. Við skulum bara hlusta og gefa honum skilning án þess þó að þurfa vera sammála honum. Elsku hvíti miðaldra karlmaður. Ég skil þig. Sem fyrrverandi hvítur miðaldra karlmaður mætti ég ráðleggja þér eitt. Það er geggjað spennandi að prófa nýjar aðferðir og prófa nýja hluti. Það er alltílagi að skipta um skoðun og það er í lagi að prófa að gera eitthvað nýtt og sjá að það er ekkert hættulegt. Ef maður sér að þetta er hættulegt, þá bara breytir maður aftur. Það má. Ég er þakklát fyrir þig, kæri hvíti miðaldra karlmaður. Án þín væri ég örugglega hlaupandi um með sænskum hippum, berbrjósta, þefandi af rósum eða rækta rófur. Þvílíkt líf sem það væri. En þú mátt vita, ég skil þig elsku hvíti miðaldra karlmaður. Þín Sigga Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar