„Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 14:42 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af „stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Þá verði það flókið en „leysanlegt“ verkefni að halda umferð gangandi á höfuðborgarsvæðinu við umfangsmiklar framkvæmdir eins og þegar Miklabraut verður sett í stokk. Samgöngusáttmálinn var kynntur í lok síðasta mánaðar en samkvæmt honum á að setja 120 milljarða í uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Gert er ráð fyrir uppbyggingu Borgarlínu í sáttmálanum, auk þess sem að leggja á 52,2 millarða í uppbyggingu stofnvega, auk annarra markmiða.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í ReykjavíkDagur ræddi samgöngusáttmálann í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hann inntur eftir því hvað það væri sem tryggði að sáttmálinn færi ekki út um þúfur þegar aðrir flokkar taka óhjákvæmilega við stjórnartaumunum fyrr eða síðar. „Það er reynt að binda þannig um hnútana í samkomulaginu að það sé hald í því. Það eru auðvitað ákveðnir stjórnskipulegir fyrirvarar, Alþingi þarf að samþykkja allar fjárveitingar og framvegis en traustið byggir í raun á því að þarna er byggt á bestu upplýsingum,“ sagði Dagur. Þá sagði hann sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nálgast það með býsna opnum huga hverjar bestu lausnirnar væru. Það væri mikilvægt þegar kæmi að samgöngu- og skipulagsmálum. „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru alls ekki einlit pólitískt en þau hafa staðið saman að því að vinna þetta vel og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Núna eru þau tíðindi orðin að við höfum náð saman við ríkisstjórn sem líka endurspeglar mjög breitt pólitískt litróf.“Hluti af þeim framkvæmdum sem ráðist verður í.StjórnarraðiðÍ samgöngusáttmálanum er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum króna, sem verður m.a. tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum. Dagur sagði aðspurður að það kæmi skýrt fram í samkomulaginu að þetta fjármagn, sem innheimtast mun í gegnum t.d. veggjöld, renni í viðeigandi framkvæmdir. „Mér finnst þetta einn af stóru sigrunum í þessu samkomulagi frá sjónarhóli okkar sem stýrum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að óháð þessu samkomulagi þá stefnum við í breytta gjaldtöku á umferð,“ sagði Dagur. „Það að hafa náð samkomulagi að umferðar- og flýtigjöld sem innheimt verða á höfuðborgarsvæðinu renni til fjárfestinga og framkvæmda innan höfuðborgarsvæðisins er mjög stórt mál.“ Eitt af helstu baráttumálum Dags í samgöngum hefur löngum verið að setja Miklubraut, og fleiri umferðaræðar, í svokallaðan stokk, þannig að umferð um Miklubraut fari í raun í jarðgöng og borgarlína gangi fyrir ofan. En hvernig hafa borgaryfirvöld hugsað sér að halda umferð gangandi um til dæmis Miklubrautina þegar svo umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir?„Já, það verður handleggur. Og ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna,“ sagði Dagur.Framkvæmdum myndi til að mynda þurfa að áfangaskipta svo allt gangi upp. „Það verður verkefni sem verður flókið, við vitum það, en ég er alveg sannfærður um að það sé leysanlegt.“Viðtalið við Dag úr Sprengisandi má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Samgöngur Skipulag Sprengisandur Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Óttast markaðsvæðingu samgöngukerfisins Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2019 15:17 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af „stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu.Þá verði það flókið en „leysanlegt“ verkefni að halda umferð gangandi á höfuðborgarsvæðinu við umfangsmiklar framkvæmdir eins og þegar Miklabraut verður sett í stokk. Samgöngusáttmálinn var kynntur í lok síðasta mánaðar en samkvæmt honum á að setja 120 milljarða í uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Gert er ráð fyrir uppbyggingu Borgarlínu í sáttmálanum, auk þess sem að leggja á 52,2 millarða í uppbyggingu stofnvega, auk annarra markmiða.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í ReykjavíkDagur ræddi samgöngusáttmálann í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var hann inntur eftir því hvað það væri sem tryggði að sáttmálinn færi ekki út um þúfur þegar aðrir flokkar taka óhjákvæmilega við stjórnartaumunum fyrr eða síðar. „Það er reynt að binda þannig um hnútana í samkomulaginu að það sé hald í því. Það eru auðvitað ákveðnir stjórnskipulegir fyrirvarar, Alþingi þarf að samþykkja allar fjárveitingar og framvegis en traustið byggir í raun á því að þarna er byggt á bestu upplýsingum,“ sagði Dagur. Þá sagði hann sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nálgast það með býsna opnum huga hverjar bestu lausnirnar væru. Það væri mikilvægt þegar kæmi að samgöngu- og skipulagsmálum. „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru alls ekki einlit pólitískt en þau hafa staðið saman að því að vinna þetta vel og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Núna eru þau tíðindi orðin að við höfum náð saman við ríkisstjórn sem líka endurspeglar mjög breitt pólitískt litróf.“Hluti af þeim framkvæmdum sem ráðist verður í.StjórnarraðiðÍ samgöngusáttmálanum er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun standi straum af 60 milljörðum króna, sem verður m.a. tryggð við endurskoðun gjalda af ökutækjum. Dagur sagði aðspurður að það kæmi skýrt fram í samkomulaginu að þetta fjármagn, sem innheimtast mun í gegnum t.d. veggjöld, renni í viðeigandi framkvæmdir. „Mér finnst þetta einn af stóru sigrunum í þessu samkomulagi frá sjónarhóli okkar sem stýrum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að óháð þessu samkomulagi þá stefnum við í breytta gjaldtöku á umferð,“ sagði Dagur. „Það að hafa náð samkomulagi að umferðar- og flýtigjöld sem innheimt verða á höfuðborgarsvæðinu renni til fjárfestinga og framkvæmda innan höfuðborgarsvæðisins er mjög stórt mál.“ Eitt af helstu baráttumálum Dags í samgöngum hefur löngum verið að setja Miklubraut, og fleiri umferðaræðar, í svokallaðan stokk, þannig að umferð um Miklubraut fari í raun í jarðgöng og borgarlína gangi fyrir ofan. En hvernig hafa borgaryfirvöld hugsað sér að halda umferð gangandi um til dæmis Miklubrautina þegar svo umfangsmiklar framkvæmdir standa yfir?„Já, það verður handleggur. Og ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna,“ sagði Dagur.Framkvæmdum myndi til að mynda þurfa að áfangaskipta svo allt gangi upp. „Það verður verkefni sem verður flókið, við vitum það, en ég er alveg sannfærður um að það sé leysanlegt.“Viðtalið við Dag úr Sprengisandi má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Samgöngur Skipulag Sprengisandur Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Óttast markaðsvæðingu samgöngukerfisins Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2019 15:17 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30
Óttast markaðsvæðingu samgöngukerfisins Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. 2. október 2019 15:17
Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15