Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. október 2019 07:25 Þvagleggirnir í grænu umbúðunum eru þeir sem Sigurður Halldór notaði áður. Leggirnir til vinstri eru þeir sem hann verður að nota í dag. Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. „Ég sé að Sjúkratryggingar Íslands hafa vaknað úr dvala og nota gamla lummu sem ég þekki í svarinu,“ segir Sigurður Halldór Jesson um skýringar forstjóra SÍ varðandi innkaup á þvagleggjum. Fram hefur komið að Sigurður er ósáttur við að tiltekin tegund þvagleggja sem henta honum best standi ekki til boða eftir útboð SÍ í fyrra. Í Fréttablaðinu í gær sagði María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, að þessir þvagleggir hefðu ekki verið boðnir í útboðinu og því ekki hægt að semja um kaup á þeim. „Fyrir þessa vöru, eins og önnur hjálpartæki, er til undanþáguleið fyrir þá notendur sem óska eftir að fá aðra vöru eða tegund niðurgreidda af SÍ,“ sagði forstjórinn. Sigurður segir undanþáguleiðina hins vegar vera þyrnum stráða og útheimta mikla skriffinnsku. Hann nefnir dæmi um mænuskaddaðan þvagleggjanotanda sem hafi þrætt sig í langan tíma og hafi reynt að fara undanþáguleiðina. Málið sé enn í ferli. „Það síðasta sem SÍ lagði fyrir hann var að prófa alla aðra þvagleggi sem eru í boði en þá sem hann vill. Þetta þarf hann að gera áður en þeir íhuga að skoða málið. Þetta er ekkert gamanmál því eitt af því sem þvagleggjanotendur eru að stríða við eru þrálátar þvagfærasýkingar sem geta skemmt blöðru og nýru,“ segir Sigurður. Fólk í slíkri stöðu sé ekki að prófa eitthvað nýtt hafi það þegar fundið hið eina rétta. Varðandi útboðsmálið segir Sigurður að hafi SÍ áttað sig á að eitthvert klúður væri í gangi sem bitnaði á fastaviðskiptavinum þeirra bæri þeim skylda til að bjarga málunum og útvega rétta leggi. Senda hefði átti hlutaðeigandi bréf og láta vita af vandanum. „Í kjölfarið hefði svo átt að fylgja spurning um hvort við sættum okkur við aðra leggi. Það hefði verið lágmarks andmælaréttur okkar. Svarið frá mér hefði að sjálfsögðu verið nei: Reddið þessu. Samkvæmt mínum kokkabókum er SÍ þjónustufyrirtæki fyrir okkur, ekki öfugt,“ segir Sigurður. Skilja mátti af orðum Sigurðar í Fréttablaðinu á fimmtudag að það hefðu verið bæklunarhjúkrunarfræðingar og bæklunarlæknar sem veittu SÍ ráðgjöf við innkaupin. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir þetta óheppilegan misskilning. „Það eru sérfræðingar í þvagfæraskurðlækningum og sérhæfðir hjúkrunarfræðingar á því sviði sem skoða þessi tilvik. Slíkt fagfólk var einnig í valhópnum sem valdi þá vöru sem nú er almennt í boði,“ segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þvingaður til að nota óþægilegri þvagleggi Sigurður Halldór Jesson, sem notað hefur þvagleggi í tíu ár, stofnar Facebook-hóp eftir árangurslausa baráttu við Sjúkratryggingar Íslands fyrir því að endurheimta betri gerð af þvagleggjum sem buðust þar til eftir útboð í fyrra. 3. október 2019 07:30