Óbreytt áform um jómfrúarflug í október Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2019 13:00 Ekki eru nema nokkrar vikur þangað til að starfsmenn á Keflavíkurflugvelli munu aftur sinna vélum WOW air, ef marka má talmann félagsins. vísir/vilhelm Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október að sögn lögmanns Michele Ballarin, stjórnformanns félagsins. Tækimenn vinni nú að því að fá veflénið afhent svo hægt sé að opna heimasíðuna. Stefnt sé að því að hægt verði að bóka miða í fyrsta flugið sem allra fyrst. Það er Michelle Ballarin, stjórnarformaður bandaríska félagsins US Aerospace Associates, sem stendur að endurreisn WOW air. Hún var stödd hér á landi í byrjun september og kynnti áform sín með eignir hins fallna WOW en hún hefur fest kaup á flugtengdum eignum úr þrotabúi WOW air. Á blaðamannafundi á Hótel Sögu sagði hún að til stæði að hefja flug milli Íslands og Dulles í Washington í byrjun október. Páll Ágúst Pálsson, lögmaður sem hefur verið tengiliður Ballarin við fjölmiðla, segir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. Undirbúningur gangi þó vel. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á en því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið“Stendur enn til að fyrsta flugið verði í október? „Algjörlega“ Meðal annars hafi það tafist að fá veflén hins fallna félags afhent sem hafi hægt á ferlinu. Þá sé ýmislegt sem þurfi að gera. „Það skiptir miklu máli að vandað sé vel til verka og það er í mörg horn að líta þar. Það þarf að tryggja það að það sé búið að púsla saman öllum þeim púslum sem þarf til þess að geta hafið starfsemina þannig að þjónustuupplifunin sé fyrsta flokks frá fyrsta degi,“ segir Páll Ágúst. Páll segir að tæknimenn vinni nú hörðum höndum að því að fá lénið afhent svo hægt sé að setja upp heimasíðunu svo að hægt sé að hefja miðasölu. Hann segir ekki geta tjáð sig um önnur rekstrartengd atriði að svo stöddu. Hvernær verður þá hægt að bóka sér miða?„Það er svo sannarlega stefnt að því að það verði sem allra fyrst,“ segir Páll Ágúst Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Enn stendur til að fyrsta flugferð endurreists WOW air verði í október að sögn lögmanns Michele Ballarin, stjórnformanns félagsins. Tækimenn vinni nú að því að fá veflénið afhent svo hægt sé að opna heimasíðuna. Stefnt sé að því að hægt verði að bóka miða í fyrsta flugið sem allra fyrst. Það er Michelle Ballarin, stjórnarformaður bandaríska félagsins US Aerospace Associates, sem stendur að endurreisn WOW air. Hún var stödd hér á landi í byrjun september og kynnti áform sín með eignir hins fallna WOW en hún hefur fest kaup á flugtengdum eignum úr þrotabúi WOW air. Á blaðamannafundi á Hótel Sögu sagði hún að til stæði að hefja flug milli Íslands og Dulles í Washington í byrjun október. Páll Ágúst Pálsson, lögmaður sem hefur verið tengiliður Ballarin við fjölmiðla, segir að ferlið við endurreisnina gangi hægar en vonast var til. Undirbúningur gangi þó vel. „Það er allt á réttri leið og við höldum þeirri vegferð sem við byrjuðum á en því miður erum við kannski ekki á nákvæmlega réttum hraða á öllum þeim stöðum sem við viljum vera á en við erum svo sannarlega á réttri leið“Stendur enn til að fyrsta flugið verði í október? „Algjörlega“ Meðal annars hafi það tafist að fá veflén hins fallna félags afhent sem hafi hægt á ferlinu. Þá sé ýmislegt sem þurfi að gera. „Það skiptir miklu máli að vandað sé vel til verka og það er í mörg horn að líta þar. Það þarf að tryggja það að það sé búið að púsla saman öllum þeim púslum sem þarf til þess að geta hafið starfsemina þannig að þjónustuupplifunin sé fyrsta flokks frá fyrsta degi,“ segir Páll Ágúst. Páll segir að tæknimenn vinni nú hörðum höndum að því að fá lénið afhent svo hægt sé að setja upp heimasíðunu svo að hægt sé að hefja miðasölu. Hann segir ekki geta tjáð sig um önnur rekstrartengd atriði að svo stöddu. Hvernær verður þá hægt að bóka sér miða?„Það er svo sannarlega stefnt að því að það verði sem allra fyrst,“ segir Páll Ágúst
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12 Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31 Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. 18. september 2019 08:12
Ballarin greiddi 50 milljónir fyrir WOW eignirnar Stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC hefur staðið við sinn hluta kaupsamningins fyrir eignirnar úr þrotabúinu. 18. september 2019 16:31
Verðhugmyndir Ballarin og Ernis gjörólíkar Michele Ballarin falaðist eftir því að kaupa flugfélagið Erni í aðdraganda blaðamannafundarins sem hún hélt á Hótel Sögu í upphafi mánaðarins. 30. september 2019 16:15