Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2019 11:10 Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. Þetta má lesa úr skýrslu sem þau Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir hafa tekið saman. Byggt er á upplýsingum úr teljara, sem Háskóli Íslands í samvinnu við stjórn Heimskautsgerðis, Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga komu upp við Heimskautsgerðið í byrjun sumars 2019 en síðast var talið árið 2016.Nyrstu strandir Íslands á Melrakkasléttu blasa við frá Heimskautsgerðinu en heimskautsbaugurinn liggur þar um þremur kílómetrum undan landi.Vísir/Vilhelm.„Hefur fjölgun ferðamanna aukist gríðarlega á þessum þremur árum. Heimskautsgerðið hefur greinilega mikið aðdráttarafl því ekki hefur veðrið sýnt sínar bestu hliðar þetta sumarið hér á norðausturhorninu en það hefur ekki stoppað ferðamennina,“ segir í frétt á heimasíðu Norðurþings.Séð yfir byggðina á Raufarhöfn. Þar búa nú um 170 manns.Vísir/Vilhelm.Í skýrslunni er sumrinu skipt í þrjá hluta, vor frá 3. júní til 7. júlí, háönn frá 8. júlí til 11. ágúst, og haust frá 12. ágúst til 15. september. Fjöldi bíla var talinn og gert ráð fyrir þremur manns að meðaltali í hverjum bíl. Fram kemur að á háönn í sumar komu um 150 manns að Heimskautsgerðinu á degi hverjum að jafnaði, sem er um 70 prósenta fjölgun frá árinu 2016. Núna í haust komu 90 manns þangað daglega að jafnaði, sem er 88 prósenta aukning á þessum þremur árum. Séð yfir hafnarsvæðið á Raufarhöfn. Fyrrum var þetta eitt helsta síldarpláss landsins enda þykir höfnin góð frá náttúrunnar hendi.Vísir/Vilhelm.Heimamenn á Raufarhöfn hófu að reisa Heimskautsgerðið fyrir fimmtán árum í því skyni að skapa aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hleypa þannig fleiri stoðum undir atvinnulífið. Enn vantar þó mikið upp á að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. Fá samfélög hafa í seinni tíð mátt þola jafn mikla fólksfækkun, en íbúum Raufarhafnar hefur fækkað um tvo þriðju á fjörutíu árum. Þegar mest var, árið 1978, bjuggu þar 515 manns en núna eru íbúar Raufarhafnar um 170 talsins.Horft úr lofti frá Heimskautsgerðinu í átt til byggðarinnar á Raufarhöfn.Vísir/Vilhelm.Hugmyndina að Heimskautsgerðinu átti Erlingur Thoroddsen hótelstjóri og fékk hann Hauk Halldórsson listamann til að teikna gerðið. Steinblokkirnar mynda sólúr við nyrstu strendur Íslands og eru í anda Stonehenge í Englandi. Frétt Stöðvar 2 um Heimskautsgerðið frá árinu 2016, með viðtali við textahöfundinn landskunna Jónas Friðrik, má sjá hér: Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti. Þetta má lesa úr skýrslu sem þau Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir hafa tekið saman. Byggt er á upplýsingum úr teljara, sem Háskóli Íslands í samvinnu við stjórn Heimskautsgerðis, Þekkingarnet Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga komu upp við Heimskautsgerðið í byrjun sumars 2019 en síðast var talið árið 2016.Nyrstu strandir Íslands á Melrakkasléttu blasa við frá Heimskautsgerðinu en heimskautsbaugurinn liggur þar um þremur kílómetrum undan landi.Vísir/Vilhelm.„Hefur fjölgun ferðamanna aukist gríðarlega á þessum þremur árum. Heimskautsgerðið hefur greinilega mikið aðdráttarafl því ekki hefur veðrið sýnt sínar bestu hliðar þetta sumarið hér á norðausturhorninu en það hefur ekki stoppað ferðamennina,“ segir í frétt á heimasíðu Norðurþings.Séð yfir byggðina á Raufarhöfn. Þar búa nú um 170 manns.Vísir/Vilhelm.Í skýrslunni er sumrinu skipt í þrjá hluta, vor frá 3. júní til 7. júlí, háönn frá 8. júlí til 11. ágúst, og haust frá 12. ágúst til 15. september. Fjöldi bíla var talinn og gert ráð fyrir þremur manns að meðaltali í hverjum bíl. Fram kemur að á háönn í sumar komu um 150 manns að Heimskautsgerðinu á degi hverjum að jafnaði, sem er um 70 prósenta fjölgun frá árinu 2016. Núna í haust komu 90 manns þangað daglega að jafnaði, sem er 88 prósenta aukning á þessum þremur árum. Séð yfir hafnarsvæðið á Raufarhöfn. Fyrrum var þetta eitt helsta síldarpláss landsins enda þykir höfnin góð frá náttúrunnar hendi.Vísir/Vilhelm.Heimamenn á Raufarhöfn hófu að reisa Heimskautsgerðið fyrir fimmtán árum í því skyni að skapa aðdráttarafl fyrir ferðamenn og hleypa þannig fleiri stoðum undir atvinnulífið. Enn vantar þó mikið upp á að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. Fá samfélög hafa í seinni tíð mátt þola jafn mikla fólksfækkun, en íbúum Raufarhafnar hefur fækkað um tvo þriðju á fjörutíu árum. Þegar mest var, árið 1978, bjuggu þar 515 manns en núna eru íbúar Raufarhafnar um 170 talsins.Horft úr lofti frá Heimskautsgerðinu í átt til byggðarinnar á Raufarhöfn.Vísir/Vilhelm.Hugmyndina að Heimskautsgerðinu átti Erlingur Thoroddsen hótelstjóri og fékk hann Hauk Halldórsson listamann til að teikna gerðið. Steinblokkirnar mynda sólúr við nyrstu strendur Íslands og eru í anda Stonehenge í Englandi. Frétt Stöðvar 2 um Heimskautsgerðið frá árinu 2016, með viðtali við textahöfundinn landskunna Jónas Friðrik, má sjá hér:
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34
Stærsta útilistaverk landsins rís á Raufarhöfn Heimskautsgerðið, útilistaverkið á Melrakkaási við Raufarhöfn, er farið að taka á sig mynd og tugir ferðamanna koma á hverjum degi til þess að berja verkið augum. 19. júní 2013 08:00
Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30