Jón Þór: Dagný nefbrotnaði og spilar með grímu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2019 10:30 Jón Þór í viðtalinu við vef KSÍ. vísir/skjáskot Íslenska kvennalandsliðið mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Frakklandi í dag en flautað verður til leiks klukkan 19.00. Ísland er með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni fyrir EM 2021 og liðið mætir svo Lettum ytra á þriðjudaginn. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að hann muni hreyfa vel við liðinu í kvöld svo að liðið verði í góðu standi gegn leiknum mikilvæga á þriðjudag. „Leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur en það sem skiptir meira máli er að leikurinn leggst mjög vel í leikmenn og hópinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór. „Það er mikil tilhlökkun að spila á móti frábæru liði og fyrir okkur að máta okkur gegn svona öflugu liði. Að halda okkar takti og við höfum ekki breytt miklu svo það verður gaman að máta það.“ „Við erum með öflugan hóp hérna og munum gera breytingar á milli leikja. Það hefur sýnt sig á þessu ári að þeir leikmenn sem koma inn eru klárir í slaginn og við munum gera miklar breytingar í leiknum á morgun.“Það er stutt á milli leikja og ferðalag strax eftir leik kvöldsins. Jón Þór býst við að gera jafnt breytingar í leiknum gegn Frökkum sem og fyrir leikinn gegn Lettlandi.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/iFQPFIb0bP — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 „Við förum strax eftir leik til Lettlands svo við þurfum að hlúa vel að leikmönnunum og hafa þá sem ferkasta á þriðjudaginn. Það er þriðji leikurinn í riðlinum og við ætlum að vera með fullt hús eftir þá þrjá leiki. Það er síðasti leikur okkar á árinu og við viljum klára gott landsliðsár á þriðjudaginn.“ „Það er góð staða á hópnum. Dagný nefbrotnaði í leik með Portland um helgina svo hún hefur verið að spila með grímu. Það er eina sem er að angra okkur. Aðrir eru heilir og ferskir. Það hefur gengið mjög vel hérna úti og leikmenn eru klárir,“ sagði Jón Þór.Staðan á hópnum er góð, en Dagný Brynjarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik sínum með Portland Thorns fyrir landsleikina.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/QDW5QMMx4V — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 EM 2021 í Englandi Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Frakklandi í dag en flautað verður til leiks klukkan 19.00. Ísland er með þrjá sigra í fyrstu þremur leikjunum í undankeppninni fyrir EM 2021 og liðið mætir svo Lettum ytra á þriðjudaginn. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, segir í samtali við heimasíðu KSÍ að hann muni hreyfa vel við liðinu í kvöld svo að liðið verði í góðu standi gegn leiknum mikilvæga á þriðjudag. „Leikurinn leggst mjög vel í mig og okkur en það sem skiptir meira máli er að leikurinn leggst mjög vel í leikmenn og hópinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór. „Það er mikil tilhlökkun að spila á móti frábæru liði og fyrir okkur að máta okkur gegn svona öflugu liði. Að halda okkar takti og við höfum ekki breytt miklu svo það verður gaman að máta það.“ „Við erum með öflugan hóp hérna og munum gera breytingar á milli leikja. Það hefur sýnt sig á þessu ári að þeir leikmenn sem koma inn eru klárir í slaginn og við munum gera miklar breytingar í leiknum á morgun.“Það er stutt á milli leikja og ferðalag strax eftir leik kvöldsins. Jón Þór býst við að gera jafnt breytingar í leiknum gegn Frökkum sem og fyrir leikinn gegn Lettlandi.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/iFQPFIb0bP — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019 „Við förum strax eftir leik til Lettlands svo við þurfum að hlúa vel að leikmönnunum og hafa þá sem ferkasta á þriðjudaginn. Það er þriðji leikurinn í riðlinum og við ætlum að vera með fullt hús eftir þá þrjá leiki. Það er síðasti leikur okkar á árinu og við viljum klára gott landsliðsár á þriðjudaginn.“ „Það er góð staða á hópnum. Dagný nefbrotnaði í leik með Portland um helgina svo hún hefur verið að spila með grímu. Það er eina sem er að angra okkur. Aðrir eru heilir og ferskir. Það hefur gengið mjög vel hérna úti og leikmenn eru klárir,“ sagði Jón Þór.Staðan á hópnum er góð, en Dagný Brynjarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik sínum með Portland Thorns fyrir landsleikina.#LeiðinTilEnglands#dottirpic.twitter.com/QDW5QMMx4V — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019
EM 2021 í Englandi Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Sjá meira