Grátbroslegar helgar Björk Eiðsdóttir skrifar 4. október 2019 09:00 Leikstjórinn Nanna Kristín og Sólveig Guðmundsdóttir sem leikur með henni í þáttunum. Fréttablaðið/Ernir Mikil eftirvænting var á meðal gesta í þéttsetnum aðalsal Bíó Paradísar þegar tveir fyrstu þættir Pabbahelga voru forsýndir í samstarfi við kvikmyndahátíðina RIFF. Þættirnir tveir lofa góðu enda ljúfsár og meinfyndin lýsing á annars alvarlegu málefni sem fjölmargir þekkja; framhjáhaldi, skilnaði og öllu sem slíku fylgir. Nanna Kristín Magnúsdóttir er ekki aðeins handritshöfundur þáttanna og einn framleiðenda heldur leikur hún jafnframt aðalhlutverkið og gerir sjálfri sér sem leikkonu ekkert sérlega auðvelt fyrir en senur hennar eru nærgöngular og oft á tíðum örlítið óþægilegar. Sagan á sér stað í íslenskum raunveruleika og ekki er dregin upp nein glansmynd af skilnaði, aðdraganda hans né eftirleik en kómískar hliðar ástandsins eru þó aldrei langt undan. Þegar Nanna fylgdi þáttunum úr hlaði sagðist hún vilja spegla samfélagið á einhvern hátt og velta upp spurningum. Henni tekst það svo sannarlega og sjálfsagt geta ansi margir tengt við söguna hvort sem þeir hafa skilið, eru að fara að skilja eða þekkja einhvern sem hefur skilið. b[email protected]Kolbrún, Rakel Björk og Þórunn Erna skemmtu sér vel.Sveinn Rögnvaldsson, Signý Gunnarsdóttir og Regína Sjöfn sem fer með hlutverk dótturinnar í þáttunum.Kolbrún, Rakel Björk og Þórunn Erna skemmtu sér vel.Guðríður Erna og Daði Már. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Mikil eftirvænting var á meðal gesta í þéttsetnum aðalsal Bíó Paradísar þegar tveir fyrstu þættir Pabbahelga voru forsýndir í samstarfi við kvikmyndahátíðina RIFF. Þættirnir tveir lofa góðu enda ljúfsár og meinfyndin lýsing á annars alvarlegu málefni sem fjölmargir þekkja; framhjáhaldi, skilnaði og öllu sem slíku fylgir. Nanna Kristín Magnúsdóttir er ekki aðeins handritshöfundur þáttanna og einn framleiðenda heldur leikur hún jafnframt aðalhlutverkið og gerir sjálfri sér sem leikkonu ekkert sérlega auðvelt fyrir en senur hennar eru nærgöngular og oft á tíðum örlítið óþægilegar. Sagan á sér stað í íslenskum raunveruleika og ekki er dregin upp nein glansmynd af skilnaði, aðdraganda hans né eftirleik en kómískar hliðar ástandsins eru þó aldrei langt undan. Þegar Nanna fylgdi þáttunum úr hlaði sagðist hún vilja spegla samfélagið á einhvern hátt og velta upp spurningum. Henni tekst það svo sannarlega og sjálfsagt geta ansi margir tengt við söguna hvort sem þeir hafa skilið, eru að fara að skilja eða þekkja einhvern sem hefur skilið. b[email protected]Kolbrún, Rakel Björk og Þórunn Erna skemmtu sér vel.Sveinn Rögnvaldsson, Signý Gunnarsdóttir og Regína Sjöfn sem fer með hlutverk dótturinnar í þáttunum.Kolbrún, Rakel Björk og Þórunn Erna skemmtu sér vel.Guðríður Erna og Daði Már.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira