Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í Brexit-málum, er sagður allt annað en ánægður með tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, um útgönguna sem hann kynnti loks formlega í gær.
Barnier tekur afar illa í hugmyndir Johnson sem gera ráð fyrir því að Bretland fari úr sambandinu þann 31. október.
Samkvæmt tillögunum yrði Norður-Írland áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021.
Barnier er sagður hafa lýst þessum hugmyndum sem gildru sem Evrópusambandið myndi aldrei falla í. Þá hafa Írar tekið afar illa í hugmyndina þannig að svo virðist sem hún sé andvana fædd.
Johnson kynnti hugmyndir stjórnar hans á flokksþingi Íhaldsflokksins í Manchester í gær. Lagði hann þar sömuleiðis línurnar fyrir nýjar þingkosningar, verði boðað til slíkra.
Barnier tekur illa í hugmyndir Johnson

Tengdar fréttir

Brexit-tillaga Johnson ólíkleg til árangurs
Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni

Johnson birtir tillögur sínar í útgönguviðræðum
Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október.