

Hví breyta verður verðtryggingunni
Í frumvarpinu er bent á að „þær breytingar sem verða á verðtryggðum neytendalánum, ef frumvarpið nær fram að ganga, auki hvata til að taka frekar óverðtryggð íbúðalán og auki vægi þeirra á markaðnum þar með enn frekar. Þetta hefur m.a. þann ábata að áhrif peningastefnu Seðlabankans á vexti húsnæðislána aukast, þar sem fylgni stýrivaxta bankans við vexti og greiðslubyrði er meiri gagnvart óverðtryggðum íbúðalánum en verðtryggðum. Virkni peningastefnunnar mun þannig aukast og geta hagstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssveiflum eflast.“
Það er mjög mikilvægt að allir skilji þetta: verðtrygging á lánum til einstaklinga dregur úr áhrifamætti stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands vegna þess að lántakar verðtryggðra lána, hvort sem um jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum er að ræða, eru að stórum hluta varðir fyrir téðum stýrivaxtabreytingum. Þetta rímar við nýlegar rannsóknir frá t.d. Ástralíu og Svíþjóð sem hafa staðfest að því meir sem greiðslubyrði lána breytist við stýrivaxtabreytingar viðkomandi seðlabanka, því meiri er geta seðlabankans til að hafa tilætluð áhrif á hagkerfið.
Vegna verðtryggingarinnar virka stýrivaxtabreytingar ekki sem skyldi á Íslandi. Það þýðir að stýrivextir verða að breytast mikið til að ná tilætluðum áhrifum. Miklar stýrivaxtabreytingar valda flökti á vaxtastigi sem aftur leiðir til flökts á gengi krónunnar, hás vaxtamunar við útlönd, vaxtamunarviðskipta (jöklabréfin frægu), erfiðleika við áætlanagerð fyrirtækja í inn- og útflutningi, óstöðugleika í innfluttri verðbólgu og minni trúverðugleika peningastefnunnar sjálfrar. Það eru þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar sem verður að losna við. Því minni sem hlutdeild verðtryggðra lána er í hagkerfinu, því minni verða þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif.
Hið fyrirliggjandi frumvarp tekur að nokkru leyti á þessum vanda, við ættum að sjá hlutdeild verðtryggðra lána minnka nái það fram að ganga. En vegna hinna víðtæku og flóknu undanþága sem tilgreindar eru er hættan að hlutdeild verðtryggðra lána minnki ekki mikið. Hin afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar á hagkerfið verða því áfram til staðar að stórum hluta.
Tilgangur undanþáganna er að auðvelda tekjulágum kaup á fasteign. En þær viðhalda óstöðugleikaáhrifum verðtryggingarinnar að sama skapi. Þess vegna, til að losna við óstöðugleikaáhrifin, væri betra og beinna að hjálpa tekjulágum við kaup á fasteign með skattalegum ívilnunum (t.d. tekjuháðum vaxtabótum) frekar en að beina þeim í átt að lánaformi sem hefur neikvæð áhrif á stöðugleika hagkerfisins.
Það er einkar mikilvægt, fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, að hlutdeild verðtryggðra lána til einstaklinga minnki sem mest. Gildir það bæði fyrir verðtryggð jafngreiðslulán sem og verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Fyrirliggjandi frumvarpi er auðvelt að breyta til að ná tilætluðum áhrifum og er það vonandi að ágætu frumvarpi nú þegar verði breytt svo það verði enn betra. Takist að draga úr hlutdeild verðtryggðra lána ættu Íslendingar að búast við lægra og stöðugra vaxtastigi (sem auðveldar fasteignakaup tekjulágra), stöðugra gengi krónunnar, auðveldari áætlanagerð við inn- og útflutning og stöðugri verðbólgu en við það umhverfi verðtryggingar sem hefur verið til staðar.
Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar

Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar barn óttast önnur börn
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína
Einar Steingrímsson skrifar

Ákall um breytingar
Gissur Freyr Gissurarson skrifar

Veit sem sagt Grímur betur?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Laun kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support
Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar