Hví breyta verður verðtryggingunni Ólafur Margeirsson skrifar 3. október 2019 07:00 Fyrir liggur lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar til einstaklinga. Lagt er til að lágmarkstími verðtryggðra neytendalána og fasteignalána til neytenda verði tíu ár og hámarkstími slíkra jafngreiðslulána 25 ár. Áfram má veita verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Þá eru tilgreindar miklar og flóknar undanþágur sem ætlað er að komi tekjulágum og ungu fólki best vilji það nota verðtryggt jafngreiðslulán til kaupa á fasteign. Í frumvarpinu er bent á að „þær breytingar sem verða á verðtryggðum neytendalánum, ef frumvarpið nær fram að ganga, auki hvata til að taka frekar óverðtryggð íbúðalán og auki vægi þeirra á markaðnum þar með enn frekar. Þetta hefur m.a. þann ábata að áhrif peningastefnu Seðlabankans á vexti húsnæðislána aukast, þar sem fylgni stýrivaxta bankans við vexti og greiðslubyrði er meiri gagnvart óverðtryggðum íbúðalánum en verðtryggðum. Virkni peningastefnunnar mun þannig aukast og geta hagstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssveiflum eflast.“ Það er mjög mikilvægt að allir skilji þetta: verðtrygging á lánum til einstaklinga dregur úr áhrifamætti stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands vegna þess að lántakar verðtryggðra lána, hvort sem um jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum er að ræða, eru að stórum hluta varðir fyrir téðum stýrivaxtabreytingum. Þetta rímar við nýlegar rannsóknir frá t.d. Ástralíu og Svíþjóð sem hafa staðfest að því meir sem greiðslubyrði lána breytist við stýrivaxtabreytingar viðkomandi seðlabanka, því meiri er geta seðlabankans til að hafa tilætluð áhrif á hagkerfið. Vegna verðtryggingarinnar virka stýrivaxtabreytingar ekki sem skyldi á Íslandi. Það þýðir að stýrivextir verða að breytast mikið til að ná tilætluðum áhrifum. Miklar stýrivaxtabreytingar valda flökti á vaxtastigi sem aftur leiðir til flökts á gengi krónunnar, hás vaxtamunar við útlönd, vaxtamunarviðskipta (jöklabréfin frægu), erfiðleika við áætlanagerð fyrirtækja í inn- og útflutningi, óstöðugleika í innfluttri verðbólgu og minni trúverðugleika peningastefnunnar sjálfrar. Það eru þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar sem verður að losna við. Því minni sem hlutdeild verðtryggðra lána er í hagkerfinu, því minni verða þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif. Hið fyrirliggjandi frumvarp tekur að nokkru leyti á þessum vanda, við ættum að sjá hlutdeild verðtryggðra lána minnka nái það fram að ganga. En vegna hinna víðtæku og flóknu undanþága sem tilgreindar eru er hættan að hlutdeild verðtryggðra lána minnki ekki mikið. Hin afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar á hagkerfið verða því áfram til staðar að stórum hluta. Tilgangur undanþáganna er að auðvelda tekjulágum kaup á fasteign. En þær viðhalda óstöðugleikaáhrifum verðtryggingarinnar að sama skapi. Þess vegna, til að losna við óstöðugleikaáhrifin, væri betra og beinna að hjálpa tekjulágum við kaup á fasteign með skattalegum ívilnunum (t.d. tekjuháðum vaxtabótum) frekar en að beina þeim í átt að lánaformi sem hefur neikvæð áhrif á stöðugleika hagkerfisins. Það er einkar mikilvægt, fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, að hlutdeild verðtryggðra lána til einstaklinga minnki sem mest. Gildir það bæði fyrir verðtryggð jafngreiðslulán sem og verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Fyrirliggjandi frumvarpi er auðvelt að breyta til að ná tilætluðum áhrifum og er það vonandi að ágætu frumvarpi nú þegar verði breytt svo það verði enn betra. Takist að draga úr hlutdeild verðtryggðra lána ættu Íslendingar að búast við lægra og stöðugra vaxtastigi (sem auðveldar fasteignakaup tekjulágra), stöðugra gengi krónunnar, auðveldari áætlanagerð við inn- og útflutning og stöðugri verðbólgu en við það umhverfi verðtryggingar sem hefur verið til staðar.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Margeirsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir liggur lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar til einstaklinga. Lagt er til að lágmarkstími verðtryggðra neytendalána og fasteignalána til neytenda verði tíu ár og hámarkstími slíkra jafngreiðslulána 25 ár. Áfram má veita verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Þá eru tilgreindar miklar og flóknar undanþágur sem ætlað er að komi tekjulágum og ungu fólki best vilji það nota verðtryggt jafngreiðslulán til kaupa á fasteign. Í frumvarpinu er bent á að „þær breytingar sem verða á verðtryggðum neytendalánum, ef frumvarpið nær fram að ganga, auki hvata til að taka frekar óverðtryggð íbúðalán og auki vægi þeirra á markaðnum þar með enn frekar. Þetta hefur m.a. þann ábata að áhrif peningastefnu Seðlabankans á vexti húsnæðislána aukast, þar sem fylgni stýrivaxta bankans við vexti og greiðslubyrði er meiri gagnvart óverðtryggðum íbúðalánum en verðtryggðum. Virkni peningastefnunnar mun þannig aukast og geta hagstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssveiflum eflast.“ Það er mjög mikilvægt að allir skilji þetta: verðtrygging á lánum til einstaklinga dregur úr áhrifamætti stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands vegna þess að lántakar verðtryggðra lána, hvort sem um jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum er að ræða, eru að stórum hluta varðir fyrir téðum stýrivaxtabreytingum. Þetta rímar við nýlegar rannsóknir frá t.d. Ástralíu og Svíþjóð sem hafa staðfest að því meir sem greiðslubyrði lána breytist við stýrivaxtabreytingar viðkomandi seðlabanka, því meiri er geta seðlabankans til að hafa tilætluð áhrif á hagkerfið. Vegna verðtryggingarinnar virka stýrivaxtabreytingar ekki sem skyldi á Íslandi. Það þýðir að stýrivextir verða að breytast mikið til að ná tilætluðum áhrifum. Miklar stýrivaxtabreytingar valda flökti á vaxtastigi sem aftur leiðir til flökts á gengi krónunnar, hás vaxtamunar við útlönd, vaxtamunarviðskipta (jöklabréfin frægu), erfiðleika við áætlanagerð fyrirtækja í inn- og útflutningi, óstöðugleika í innfluttri verðbólgu og minni trúverðugleika peningastefnunnar sjálfrar. Það eru þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar sem verður að losna við. Því minni sem hlutdeild verðtryggðra lána er í hagkerfinu, því minni verða þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif. Hið fyrirliggjandi frumvarp tekur að nokkru leyti á þessum vanda, við ættum að sjá hlutdeild verðtryggðra lána minnka nái það fram að ganga. En vegna hinna víðtæku og flóknu undanþága sem tilgreindar eru er hættan að hlutdeild verðtryggðra lána minnki ekki mikið. Hin afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar á hagkerfið verða því áfram til staðar að stórum hluta. Tilgangur undanþáganna er að auðvelda tekjulágum kaup á fasteign. En þær viðhalda óstöðugleikaáhrifum verðtryggingarinnar að sama skapi. Þess vegna, til að losna við óstöðugleikaáhrifin, væri betra og beinna að hjálpa tekjulágum við kaup á fasteign með skattalegum ívilnunum (t.d. tekjuháðum vaxtabótum) frekar en að beina þeim í átt að lánaformi sem hefur neikvæð áhrif á stöðugleika hagkerfisins. Það er einkar mikilvægt, fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, að hlutdeild verðtryggðra lána til einstaklinga minnki sem mest. Gildir það bæði fyrir verðtryggð jafngreiðslulán sem og verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Fyrirliggjandi frumvarpi er auðvelt að breyta til að ná tilætluðum áhrifum og er það vonandi að ágætu frumvarpi nú þegar verði breytt svo það verði enn betra. Takist að draga úr hlutdeild verðtryggðra lána ættu Íslendingar að búast við lægra og stöðugra vaxtastigi (sem auðveldar fasteignakaup tekjulágra), stöðugra gengi krónunnar, auðveldari áætlanagerð við inn- og útflutning og stöðugri verðbólgu en við það umhverfi verðtryggingar sem hefur verið til staðar.Höfundur er hagfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun