Þvertekur fyrir að hafa viljað krókódíla og snáka við landamæravegginn Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. EPA/SHAWN THEW Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir fregnir um að hann hafi vilja síki með krókódílum og snákum við vegginn við landamæri Mexíkó ekki réttar. Hið sama gildi um gadda á toppi veggsins og að leiða rafmagn í hann. „Ég er kannski harður í horn að taka varðandi landamæraöryggi en ekki svo harður,“ skrifar forsetinn á Twitter. „Pressan er orðin galin. Falskar fréttir!“ bætti hann við. Tíst þetta má rekja til frétta sem unnar eru upp úr óútgefinni bók tveggja blaðamanna New York Times. Fyrsta greinin birtist í New York Times og á hún að byggja á viðtölum við á annan tug embættismanna og starfsmenn Hvíta hússins.Þar kemur fram að Trump hafi ítrekað sagt við ráðgjafa sína að hann vildi víggirtan landamæravegg, eins og segir hér að ofan, og eiga ráðgjafar hans að hafa kannað hvað slíkt myndi kosta. Landamæri ríkjanna eru 3,145 kílómetrar að lengd og er bygging veggja á hluta landamæranna hafinn eftir að fé var tekið frá hernum til verksins.Now the press is trying to sell the fact that I wanted a Moat stuffed with alligators and snakes, with an electrified fence and sharp spikes on top, at our Southern Border. I may be tough on Border Security, but not that tough. The press has gone Crazy. Fake News! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 2, 2019 Í nóvember í fyrra sagði Trump að bandarískir hermenn og löggæsluaðilar ættu ef til vill að skjóta flótta- og farandfólk sem kastaði grjóti að þeim. Hann dró þó í land degi seinna og sagði að hver sá sem kastaði grjóti yrði handtekinn.Í bókinni segir að Trump hafi einungis dregið í land eftir að ráðgjafar hans sögðu það ólöglegt að skjóta fólk sem kastar grjóti. Hann á hins vegar að hafa lagt til á fundum í kjölfarið að kannski ætti að skjóta flótta- og farandfólk í fæturna til að hægja á þeim og var honum aftur bent á að það væri ólöglegt. Flestar þessar sögur má rekja til nóvember í fyrra og einnar viku í mars þegar Trump lagði til að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó yrði lokað á einum degi. Þessi vika á að hafa verið forsetanum og starfsmönnum hans erfið og á einum fundi öskraði hann á ráðgjafa sína.„Þið eruð að láta mig líta út eins og fífl,“ á Trump að hafa öskrað. Á þeim fundi sagðist hann vilja loka landamærunum og skammaði hann þá sem sátu fundinn eins og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Kirstjen Nielsen, fyrrverandi yfirmann Heimavarnarráðuneytisins. Kirstjen reyndi að telja honum hughvarf og sagði vel hægt að loka landamærunum. Það myndi hins vegar ekki bæta neitt, því fólk gæti áfram sótt um hæli. Jared Kushner, tengdasonur Trump, reyndi sömuleiðis að tala við hann en án árangurs. „Það eina sem þú hugsar um eru vinir þínir í Mexíkó,“ á Trump að hafa öskrað á Kushner. „Ég er búinn að fá nóg. Ég vil að þetta verði gert fyrir hádegi á morgun.“ Starfsmönnum Trump tókst að fá hann til að seinka ákvörðun sinni um eina viku og í millitíðinni streymdu þingmenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðrir til forsetans og lýstu því hve hræðileg áhrif lokun landamæranna myndi hafa. Á endanum tókst þeim ætlunarverk sitt.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira