Brexit-tillaga Johnson ólíkleg til árangurs Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 10:52 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Frank Augstein Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni. Helen McEntee, evrópumálaráðherra Írlands, segir að yfirvöld Írlands geti ekki samþykkt tillögu Johnson og dregur í efa að honum sé alvara varðandi það að ná samkomulagi.Guardian hefur eftir írskum stjórnmálamönnum að tillagan brjóti þar að auki gegn breskum lögum varðandi bann við byggingu mannvirkja á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Tillaga Johnson verður lögð formlega fyrir forsvarsmenn Evrópusambandsins í dag og Johnson hefur gefið í skyn að þetta sé síðasti séns til að ná samkomulagi um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tillögunni mun Bretland fara úr sambandinu þann 31. október. Norður-Írland yrði áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021. Írar, sitthvoru megin við landamærin vilja hins vegar ekki sjá slíkar aðgerðir.Sjá einnig: Segir tollaeftirlit á Írlandi óhjákvæmilegt á Írlandi eftir BrexitÞing Bretlands samþykkti í síðasta mánuði lög sem segja til um það að ef enginn samningur náist fyrir 31. október, þurfi Johnson að biðja um frest á Brexit. Johnson hélt í morgun ræðu á landsþingi Íhaldsflokksins þar sem hann gagnrýndi meðal annars þingið harðlega og sagði þingmenn ekki koma neinu í verk. Þeir hafi staðið í vegi Brexit. Þar sagði hann einnig að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október, sama hvað."If parliament were a laptop, then the screen would be showing the pizza wheel of doom."@BorisJohnson criticises parliament for 'refusing to do anything constructive' and 'refusing to deliver #Brexit'. Latest from the Tory conference: https://t.co/pmpEh8j3M3 pic.twitter.com/BpI4RyBa93— Sky News Politics (@SkyNewsPolitics) October 2, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni. Helen McEntee, evrópumálaráðherra Írlands, segir að yfirvöld Írlands geti ekki samþykkt tillögu Johnson og dregur í efa að honum sé alvara varðandi það að ná samkomulagi.Guardian hefur eftir írskum stjórnmálamönnum að tillagan brjóti þar að auki gegn breskum lögum varðandi bann við byggingu mannvirkja á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Tillaga Johnson verður lögð formlega fyrir forsvarsmenn Evrópusambandsins í dag og Johnson hefur gefið í skyn að þetta sé síðasti séns til að ná samkomulagi um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt tillögunni mun Bretland fara úr sambandinu þann 31. október. Norður-Írland yrði áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. Það fæli í sér tollaeftirlit við landamæri Norður-Írlands og Írlands frá og með 1. janúar 2021. Írar, sitthvoru megin við landamærin vilja hins vegar ekki sjá slíkar aðgerðir.Sjá einnig: Segir tollaeftirlit á Írlandi óhjákvæmilegt á Írlandi eftir BrexitÞing Bretlands samþykkti í síðasta mánuði lög sem segja til um það að ef enginn samningur náist fyrir 31. október, þurfi Johnson að biðja um frest á Brexit. Johnson hélt í morgun ræðu á landsþingi Íhaldsflokksins þar sem hann gagnrýndi meðal annars þingið harðlega og sagði þingmenn ekki koma neinu í verk. Þeir hafi staðið í vegi Brexit. Þar sagði hann einnig að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október, sama hvað."If parliament were a laptop, then the screen would be showing the pizza wheel of doom."@BorisJohnson criticises parliament for 'refusing to do anything constructive' and 'refusing to deliver #Brexit'. Latest from the Tory conference: https://t.co/pmpEh8j3M3 pic.twitter.com/BpI4RyBa93— Sky News Politics (@SkyNewsPolitics) October 2, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira