Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2019 08:45 Frá flugvellinum í Lleida á Spáni. Þrjár MAX-þotur Icelandair sjást fjær en efst sést í stél þeirrar fjórðu. Mynd/Þórarinn Hjálmarsson. Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. Þar verða þær hafðar í vetrargeymslu í betri veðurskilyrðum, en búast má við á Miðnesheiði, þar til skýrist hvenær kyrrsetningu MAX-véla Boeing til almenns flugs verður aflétt.Icelandair-þoturnar fjórar á Spáni. MAX-þotur þekkjast frá öðrum Boeing 737 einkum á klofnum vængendum. Vélin næst, TF-ICY, ber nafnið Látrabjarg.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Þriðja MAX-vélin flaug frá Íslandi á miðvikudag og sú fjórða á fimmtudag, að sögn Þórarins Hjálmarssonar, flotastjóra MAX-véla Icelandair. Sama flugleið var flogin, með millilendingu í Shannon á Írlandi og með sveig framhjá loftrými Frakklands, eins og þegar tvær fyrstu vélarnar voru ferjaðar á föstudag í síðustu viku. Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair.Mynd/Arnar Halldórsson.Sömu fjórir flugstjórarnir voru undir stjórn. Þeir Kári Kárason og Franz Ploder ferjuðu þotuna, sem fór á miðvikudag, og þeir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson þotuna sem fór á fimmtudag. Þar með eru aðeins tvær Boeing MAX-þotur eftir á Keflavíkurflugvelli, ein MAX-8 og ein MAX-9, en að sögn Þórarins liggur ekki fyrir dagsetning um hvenær þær síðustu fara. Frá vetrardvalarstaðnum. Megintilgangurinn er að hlífa vélunum fyrir vætu og seltu.Mynd/Þórarinn Hjálmarsson.Upphaflega stóð til að ferja MAX-flota Icelandair til Toulouse í Frakklandi, heimaborgar Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing. Frönsk flugmálayfirvöld reyndust hins vegar tregari en önnur til að veita þotunum heimild til yfirflugs og því varð áfangastaðurinn Spánn. Engu að síður sætir ferjuflug MAX-vélanna margvíslegum takmörkunum evrópskra flugmálayfirvalda. Aðeins reyndustu flugstjórar mega fljúga þeim og einungis tveir vera um borð. Þá þurfa vélarnar að fljúga með vængbörð úti, á fyrsta þrepi. Þetta takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund, sem þýðir meiri eldsneytiseyðslu og kallar á millilendingu á Írlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá flugi fyrstu MAX-véla Icelandair í lok síðustu viku með viðtali við flugstjórann:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Spánn Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 13:34
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00
Maxarnir tóku stóran sveig framhjá loftrýmum Bretlands og Frakklands Boeing MAX-þoturnar tvær frá Icelandair, sem ferjaðar voru milli Íslands og Spánar í gær, fóru ekki stystu leið milli áfangastaðanna, heldur tóku stóran sveig út á Atlantshaf. 12. október 2019 16:45