Amazon fékk það í gegn að seinka leik Liverpool á öðrum degi jóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 09:30 Mohamed Salah í baráttu við Leicester leikmanninn Caglar Soyuncu. Getty/Clive Brunskill Leikur Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla fer ekki fram fyrr en klukkan 20.00 um kvöldið. Amazon fékk það í gegn að seinka leiknum en fyrirtækið er í fyrsta sinn með samning við ensku úrvalsdeildina og sýnir nú alla tíu leiki jólaumferðarinnar sem fara fram 26. og 27. desember. Bandaríska fyrirtækið vildi seinka leik Leicester og Liverpool fram á kvöld sem er ekki vaninn á þessum degi enda þykir mörgum meira en nóg að það sé verið að spila leikinn á þessum degi. Enska úrvalsdeildin er sú eina sem spilar leiki yfir hátíðirnar. Bandaríkin eru fimm til átta klukkutímum á eftir Bretlandi en leikirnir verða sýndir beint á Amazon Prime Video.Liverpool's #PremierLeague trip to Leicester City on Boxing Day has been moved to an 20:00 GMT kick-off. Thoughts?https://t.co/B5YHDkXUnM#LFC#LCFC#bbcfootballpic.twitter.com/bLhmGt7t5P — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019Liverpool hefur reynt að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim fríar rútuferð á leikinn frá Liverpool en það er vissulega mun meira óhagræði af þessari breytingu fyrir stuðningsmenn Liverpool sem er útiliðið í umræddum leik. Stuðningsmannaklúbbur Liverpool, Spirit of Shankly, var allt annað en ánægður með þessa breytingu og kallaði hana svívirðilega vegna vandræðanna sem hún mun búa til fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þessi breyting þýðir þá að Liverpool fær meiri hvíld milli leikja en Manchester City. Liverpool spilar þennan leik að kvöldi 26. desember og mætir svo Wolves 29. desember klukkan 16.30. Það líða því 68 klukkutímar og 30 mínútur á milli leikja. Manchester City spilar aftur á móti við Wolves klukkan 19.45 27. desember og svo aftur við Sheffield United klukkan 18.00 28. desmber. Það líða því bara 46 klukkutímar og 15 mínútur á milli leikja Manchester City á milli jóla og nýárs. Tveir aðrir leikir á öðrum degi jóla voru líka færðir. Leikur Tottenham og Brighton mun hefjast klukkan 12.30 og leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 17.30. Enski boltinn Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Sjá meira
Leikur Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla fer ekki fram fyrr en klukkan 20.00 um kvöldið. Amazon fékk það í gegn að seinka leiknum en fyrirtækið er í fyrsta sinn með samning við ensku úrvalsdeildina og sýnir nú alla tíu leiki jólaumferðarinnar sem fara fram 26. og 27. desember. Bandaríska fyrirtækið vildi seinka leik Leicester og Liverpool fram á kvöld sem er ekki vaninn á þessum degi enda þykir mörgum meira en nóg að það sé verið að spila leikinn á þessum degi. Enska úrvalsdeildin er sú eina sem spilar leiki yfir hátíðirnar. Bandaríkin eru fimm til átta klukkutímum á eftir Bretlandi en leikirnir verða sýndir beint á Amazon Prime Video.Liverpool's #PremierLeague trip to Leicester City on Boxing Day has been moved to an 20:00 GMT kick-off. Thoughts?https://t.co/B5YHDkXUnM#LFC#LCFC#bbcfootballpic.twitter.com/bLhmGt7t5P — BBC Sport (@BBCSport) October 18, 2019Liverpool hefur reynt að koma til móts við stuðningsmenn sína með því að bjóða þeim fríar rútuferð á leikinn frá Liverpool en það er vissulega mun meira óhagræði af þessari breytingu fyrir stuðningsmenn Liverpool sem er útiliðið í umræddum leik. Stuðningsmannaklúbbur Liverpool, Spirit of Shankly, var allt annað en ánægður með þessa breytingu og kallaði hana svívirðilega vegna vandræðanna sem hún mun búa til fyrir stuðningsmenn Liverpool. Þessi breyting þýðir þá að Liverpool fær meiri hvíld milli leikja en Manchester City. Liverpool spilar þennan leik að kvöldi 26. desember og mætir svo Wolves 29. desember klukkan 16.30. Það líða því 68 klukkutímar og 30 mínútur á milli leikja. Manchester City spilar aftur á móti við Wolves klukkan 19.45 27. desember og svo aftur við Sheffield United klukkan 18.00 28. desmber. Það líða því bara 46 klukkutímar og 15 mínútur á milli leikja Manchester City á milli jóla og nýárs. Tveir aðrir leikir á öðrum degi jóla voru líka færðir. Leikur Tottenham og Brighton mun hefjast klukkan 12.30 og leikur Manchester United og Newcastle hefst klukkan 17.30.
Enski boltinn Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Sjá meira