Enska knattspyrnusambandið ákærði Arsenal fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum, sem veittust að dómaranum Michael Oliver.
Arsenal gekkst við brotinu og samþykkti sektina áður en málið fór fyrir dómstóla.
Arsenal have been fined £65,000 by the independent regulatory commission after they 'failed to ensure their players did not behave in an improper way' towards Michael Oliver after Myles Lewis-Skelly was sent off at Wolves.
— Charles Watts (@charles_watts) February 17, 2025
"The Commission noted that it is important in this case… pic.twitter.com/Oe8U3E9cjK

Atvikið átti sér stað á 43. mínútu leiksins, Úlfarnir voru þá að bruna upp í skyndisókn sem Lewis-Skelly stöðvaði. Hann fékk beint rautt spjald og ákvörðunin var staðfest af myndbandsdómara.
Arsenal áfrýjaði spjaldinu hins vegar og fékk það fellt niður. Lewis-Skelly þurfti því ekki að sæta leikbanni.
Dómarinn Michael Oliver dæmdi líka leik strax helgina eftir, þrátt fyrir að hafa fengið morðhótanir eftir mistökin.