Mikil vinna í vændum á þingi Ari Brynjólfsson og Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. október 2019 07:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Vísir/vilhelm Ráðist verður í umfangsmestu jarðgangagerð til þessa ef endurskoðun samgönguáætlunar verður að veruleika. Alls ræddi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um níu mismunandi jarðgangakosti á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær. Fram kom á fundinum að til ársins 2034 yrði fé til nýframkvæmda aukið úr 55,7 milljörðum í 68 milljarða króna milli áætlana, sem er hækkun upp á 22,5 prósent. Þá verða einnig aukin framlög til viðhalds og þjónustu. „Verður því hægt að ráðast í framkvæmdir fyrir 214 milljarða á næstu sjö árum, sem eru annars vegar nýjar framkvæmdir eða flýtiframkvæmdir sem eru að koma inn í pakkann,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er titringur innan ríkisstjórnarflokkanna vegna slælegrar kynningar Sigurðar Inga á málinu. Lásu bæði ráðherrar og stjórnarþingmenn um blaðamannafundinn í fjölmiðlum. Er endurskoðun áætlunarinnar nú inni í samráðsgátt stjórnvalda. „Mál fara oft inn í samráðsgátt án þess að hafa verið rædd í ríkisstjórn enda oft um að ræða pólitíska sýn ráðherrans,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mál taki mjög oft miklum breytingum frá því þau fara í samráð á vefnum þar til þau eru lögð fram á Alþingi, bæði á grundvelli athugasemda sem koma fram eftir opið samráð en einnig eftir umræðu í þingflokkum.Þegar samgönguáætlun til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í febrúar síðastliðnum var rætt um að langtímaáætlun í samgöngumálum yrði unnin í samráði. Kom það því flatt upp á stjórnarliða að lesa um fyrirhugaða kynningu ráðherra í fjölmiðlum og sjá svo endurskoðaða samgönguáætlun ráðherrans sem hvorki hefur verið rædd í ríkisstjórn né þingflokkum, í samráðsgáttinni. Þegar kvartað var undan verklagi ráðherra var boðað til fundar með þingmönnum og helstu áherslur í áætluninni stuttlega kynntar. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að skoðanir um samgöngumál séu skiptar,“ segir Katrín aðspurð um ólgu í stjórnarflokkunum vegna málsins. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir þingmenn hafa fengið 45 mínútna kynningu á endurskoðuðu samgönguáætluninni daginn fyrir blaðamannafundinn. Því gæti hann lítið tjáð sig um innihaldið á þessum tímapunkti. „Það gafst lítill tími þar til skoðanaskipta eða pælinga. Kynningin sem við fengum var í raun sú sama og var kynnt á fundinum,“ segir Jón. „Það er við margt að athuga þarna. Við eigum eftir að stilla þetta saman við samgönguáætlunina sem er í gildi og var samþykkt í febrúar.“ Margt þurfi að hafa í huga. „Það sem er nýtt í þessu er höfuðborgarpakkinn og hvernig hann spilar saman við þær gjaldtökuhugmyndir og flýtingu framkvæmda sem við vorum með á samgönguáætluninni úti á landi. Í þeirri áætlun var lagt til að fara hraðar og í meiri uppbyggingu en kemur fram í þessu varðandi uppbyggingu stofnbrauta á borð við Suðurlandsveginn, Reykjanesbrautina og Vesturlandsveginn,“ segir Jón. „Þarna er boðuð ein mesta jarðgangagerð í sögunni, þegar kemur að þessum göngum fyrir austan. Það er eitt sem þarf að skoða hvernig verður útfært. Svo er Sundabrautin eitt sem þarf að mínu mati að klára samhliða þessum höfuðborgarpakka.“ Býst hann við að málið komi fyrir nefndina um mánaðamót nóvember og desember. „Þetta verður mikil vinna í þinginu, að fara ofan í allar forsendur og skiptingu verkefna.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fólk ruglað á Borgarlínunni Um fjórðungur er andvígur og álíka margir eru hvorki hlynntir né andvígir. 16. október 2019 06:30 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Ráðist verður í umfangsmestu jarðgangagerð til þessa ef endurskoðun samgönguáætlunar verður að veruleika. Alls ræddi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um níu mismunandi jarðgangakosti á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær. Fram kom á fundinum að til ársins 2034 yrði fé til nýframkvæmda aukið úr 55,7 milljörðum í 68 milljarða króna milli áætlana, sem er hækkun upp á 22,5 prósent. Þá verða einnig aukin framlög til viðhalds og þjónustu. „Verður því hægt að ráðast í framkvæmdir fyrir 214 milljarða á næstu sjö árum, sem eru annars vegar nýjar framkvæmdir eða flýtiframkvæmdir sem eru að koma inn í pakkann,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er titringur innan ríkisstjórnarflokkanna vegna slælegrar kynningar Sigurðar Inga á málinu. Lásu bæði ráðherrar og stjórnarþingmenn um blaðamannafundinn í fjölmiðlum. Er endurskoðun áætlunarinnar nú inni í samráðsgátt stjórnvalda. „Mál fara oft inn í samráðsgátt án þess að hafa verið rædd í ríkisstjórn enda oft um að ræða pólitíska sýn ráðherrans,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mál taki mjög oft miklum breytingum frá því þau fara í samráð á vefnum þar til þau eru lögð fram á Alþingi, bæði á grundvelli athugasemda sem koma fram eftir opið samráð en einnig eftir umræðu í þingflokkum.Þegar samgönguáætlun til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í febrúar síðastliðnum var rætt um að langtímaáætlun í samgöngumálum yrði unnin í samráði. Kom það því flatt upp á stjórnarliða að lesa um fyrirhugaða kynningu ráðherra í fjölmiðlum og sjá svo endurskoðaða samgönguáætlun ráðherrans sem hvorki hefur verið rædd í ríkisstjórn né þingflokkum, í samráðsgáttinni. Þegar kvartað var undan verklagi ráðherra var boðað til fundar með þingmönnum og helstu áherslur í áætluninni stuttlega kynntar. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að skoðanir um samgöngumál séu skiptar,“ segir Katrín aðspurð um ólgu í stjórnarflokkunum vegna málsins. Jón Gunnarsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir þingmenn hafa fengið 45 mínútna kynningu á endurskoðuðu samgönguáætluninni daginn fyrir blaðamannafundinn. Því gæti hann lítið tjáð sig um innihaldið á þessum tímapunkti. „Það gafst lítill tími þar til skoðanaskipta eða pælinga. Kynningin sem við fengum var í raun sú sama og var kynnt á fundinum,“ segir Jón. „Það er við margt að athuga þarna. Við eigum eftir að stilla þetta saman við samgönguáætlunina sem er í gildi og var samþykkt í febrúar.“ Margt þurfi að hafa í huga. „Það sem er nýtt í þessu er höfuðborgarpakkinn og hvernig hann spilar saman við þær gjaldtökuhugmyndir og flýtingu framkvæmda sem við vorum með á samgönguáætluninni úti á landi. Í þeirri áætlun var lagt til að fara hraðar og í meiri uppbyggingu en kemur fram í þessu varðandi uppbyggingu stofnbrauta á borð við Suðurlandsveginn, Reykjanesbrautina og Vesturlandsveginn,“ segir Jón. „Þarna er boðuð ein mesta jarðgangagerð í sögunni, þegar kemur að þessum göngum fyrir austan. Það er eitt sem þarf að skoða hvernig verður útfært. Svo er Sundabrautin eitt sem þarf að mínu mati að klára samhliða þessum höfuðborgarpakka.“ Býst hann við að málið komi fyrir nefndina um mánaðamót nóvember og desember. „Þetta verður mikil vinna í þinginu, að fara ofan í allar forsendur og skiptingu verkefna.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Fólk ruglað á Borgarlínunni Um fjórðungur er andvígur og álíka margir eru hvorki hlynntir né andvígir. 16. október 2019 06:30 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Fólk ruglað á Borgarlínunni Um fjórðungur er andvígur og álíka margir eru hvorki hlynntir né andvígir. 16. október 2019 06:30
Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55
Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37