Vinnur við að leika sér Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 18. október 2019 09:00 Gítarleikarinn Björn Thoroddsen hefur leikið mikið í Bandaríkjunum og Kanada síðustu ár en 2. nóvember næstkomandi kemur hann með Guitarama sýninguna sína í Bæjarbíó í Hafnarfirði. MYND/LÁRUS SIGURÐARSON Gítarhátíð Björns Thoroddsen, Guitarama, verður haldin í Bæjarbíói í Hafnarfirði 2. nóvember næstkomandi. Þar verða gítarleikarar sem Björn hefur sérvalið, ásamt hljómsveit hans, og til stendur að spila uppáhaldslög Björns frá því hann hóf ferilinn, auk þess að segja léttar sögur. Ekki nóg með það, Björn er líka nýbúinn að gefa út lag með hljómsveit sinni og allar hljómplötur hans voru að koma inn á Spotify fyrir stuttu, svo aðdáendur gítarleikarans geta svo sannarlega glaðst. Björn hefur verið gítarleikari næstum allt sitt líf. „Ég er búinn að spila frá því ég var 11 ára og konan mín segir að frá því að hún kynntist mér hafi ég örugglega spilað á gítar í fjórar klukkustundir á hverjum einasta degi,“ segir Björn. „Ég fór í tónlistarnám í Musician’s Institute í Los Angeles og útskrifaðist þaðan 1982, en það vildi svo skemmtilega til að á síðasta ári var mér boðið að koma aftur og flytja fyrirlestur við brautskráningu nemenda þar, sem var rosalega mikill heiður. Eftir námið fór ýmislegt að gerast, ég fór að gera plötur sem gengu vel og síðustu tuttugu árin hef ég spilað mikið í Bandaríkjunum og Kanada.“Gítarveisla sem fer aftur í ræturnar „Guitarama byrjaði upprunalega sem gítarsýning þar sem ég bauð gítarleikurum að koma og spila með mér sín óskalög,“ segir Björn. „Ég hef gert þetta í 12 ár og þetta hefur þróast frá því að vera eingöngu djassgítarleikarar yfir í að vera tónleikar með alls kyns tónlist, en mestmegnis popp og rokk. Ég hef haldið þetta á Íslandi, í mörgum borgum Kanada og Bandaríkjanna og í Noregi og býð alltaf tónlistarmönnum frá staðnum þar sem tónleikarnir fara fram að taka þátt, en ég hef líka einstaka sinnum tekið íslenska gítarleikara með,“ segir Björn. „Ég held að þetta sé skemmtilegt, andinn er léttur og það er gert grín að mér og hinum gítarleikurunum. Ég ætla líka að segja sögur af okkur, helst hrakfallasögur. Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, en þetta er í fyrsta skipti sem Guitarama er haldið þar. Það má eiginlega segja að ég sé að fara aftur í ræturnar,“ segir Björn. „Ég ætla að vera þarna með mínum uppáhalds hafnfirsku gítarleikurum, ásamt hljómsveitinni minni, sem ég er ofsalega stoltur af, og við ætlum að fara yfir óskalögin mín frá því að ég byrjaði, þó það verði reyndar samráð um lagaval.“Hefur enn þá áhuga og gaman af þessu Björn hefur gefið út fjöldann allan af hljómplötum, sem eru nú aðgengilegar á Spotify. En hvað kemur til að hann hefur verið svo afkastamikill? „Ég veit það ekki. Þetta er bara svo rosalega gaman. Enda hef ég aldrei unnið neitt, ég hef bara verið í þessu,“ segir Björn. „Ég gaf út mína fyrstu sólóplötu rétt rúmlega tvítugur og hún gekk rosalega vel. Þá fylltist ég bara eldmóði og hélt áfram. Nú hef ég gert fullt af plötum bæði í Bandaríkjunum og Kanada og er kominn á samning hjá útgáfufyrirtæki hjá einum af toppgítarleikurum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir einhver hliðarspor hefur ferillinn minn eiginlega verið bein braut upp á við.“Það er fjölbreyttur hópur frábærra listamanna sem kemur fram með Birni á Guitarama. MYNDir/LÁRUS KARL INGASONBjörn þakkar gríðarlegum áhuga fyrir þetta góða gengi. „Ég hef enn þá ofboðslega gaman af þessu og gríðarlegan áhuga og spila mikið á hverjum einasta degi, eins og ég sagði áðan,“ segir Björn. „En auðvitað þakka ég mikið fyrir að fá að vinna við þetta, að atvinnan sé að leika sér.“Samstarf með Unni Birnu small Björn er að spila með Hljómsveit Unnar Birnu. Þau koma fram á Guitarama og voru að gefa út lag fyrir skömmu. „Ég og Unnur höfum spilað saman í um tvö ár, en það er tæpt ár síðan við stofnuðum sveit,“ segir Björn. „Unnur er miklu yngri en ég en hún hefur samt verið að hlusta á svipaða tónlist og ég var að hlusta á þegar ég var unglingur. Svo hefur hún verið að spila með Jethro Tull um allan heim, sem er ein af þeim sveitum sem ég var að hlusta á í gamla daga. Það var eiginlega hálfgerð tilviljun að við skyldum spila saman en þó að við hefðum ekkert æft small það ótrúlega vel saman,“ segir Björn. „Hún er ótrúlega hæfileikarík og það er bara tímaspursmál hvenær hún verður stjarna. Við vorum að gefa út fyrsta lagið okkar, en það er ábreiða af laginu Mother Goose eftir Jethro Tull,“ segir Björn. „Þetta er lag sem ég hlustaði á sem smápolli og langaði alltaf að læra. Unnur hefur verið að spila það með Jethro Tull og við fengum leyfi hjá Ian Anderson til að taka það upp, þar sem það er í uppáhaldi hjá okkur báðum. Ég er mjög ánægður með útkomuna. Við förum okkar leiðir en lagið þekkist. Það heyrist örugglega á útvarpsstöðvunum á næstunni.“Spila, ferðast, spila Björn segir að lífið snúist um að spila, ferðast og að undirbúa sig fyrir að spila. „En ég er líka fjölskyldumaður og hangi mikið með börnunum mínum og barnabörnum,“ segir hann. „Líf mitt er hefðbundið en mikið tengt tónlist. Ég bý í Kópavogi en hef mikið verið að ferðast undanfarin 20 ár.“ Björn var staddur á bókamessu í Frankfurt í Þýskalandi þegar blaðamaður náði tali af honum. „Hljómsveit sem ég er í, Guitar Islancio, er að fara að gefa út bók með íslenskum þjóðlögum sem við erum að kynna,“ segir hann. „Við erum hér í góðum félagsskap íslenskra bókaútgefenda og spiluðum í gær og gerum það aftur í dag. Bókin heitir „Íslensk þjóðlög“ og í henni eru þjóðlögin sem við höfum spilað gegnum árin, með nótum og textum á ensku, þýsku og íslensku,“ segir Björn. „Við höfum fengið góðar viðtökur og það verður gaman að sjá hvernig bókinni farnast.“ Miðar á Guitarama Björns Thoroddsen eru fáanlegir á midi.is. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Gítarhátíð Björns Thoroddsen, Guitarama, verður haldin í Bæjarbíói í Hafnarfirði 2. nóvember næstkomandi. Þar verða gítarleikarar sem Björn hefur sérvalið, ásamt hljómsveit hans, og til stendur að spila uppáhaldslög Björns frá því hann hóf ferilinn, auk þess að segja léttar sögur. Ekki nóg með það, Björn er líka nýbúinn að gefa út lag með hljómsveit sinni og allar hljómplötur hans voru að koma inn á Spotify fyrir stuttu, svo aðdáendur gítarleikarans geta svo sannarlega glaðst. Björn hefur verið gítarleikari næstum allt sitt líf. „Ég er búinn að spila frá því ég var 11 ára og konan mín segir að frá því að hún kynntist mér hafi ég örugglega spilað á gítar í fjórar klukkustundir á hverjum einasta degi,“ segir Björn. „Ég fór í tónlistarnám í Musician’s Institute í Los Angeles og útskrifaðist þaðan 1982, en það vildi svo skemmtilega til að á síðasta ári var mér boðið að koma aftur og flytja fyrirlestur við brautskráningu nemenda þar, sem var rosalega mikill heiður. Eftir námið fór ýmislegt að gerast, ég fór að gera plötur sem gengu vel og síðustu tuttugu árin hef ég spilað mikið í Bandaríkjunum og Kanada.“Gítarveisla sem fer aftur í ræturnar „Guitarama byrjaði upprunalega sem gítarsýning þar sem ég bauð gítarleikurum að koma og spila með mér sín óskalög,“ segir Björn. „Ég hef gert þetta í 12 ár og þetta hefur þróast frá því að vera eingöngu djassgítarleikarar yfir í að vera tónleikar með alls kyns tónlist, en mestmegnis popp og rokk. Ég hef haldið þetta á Íslandi, í mörgum borgum Kanada og Bandaríkjanna og í Noregi og býð alltaf tónlistarmönnum frá staðnum þar sem tónleikarnir fara fram að taka þátt, en ég hef líka einstaka sinnum tekið íslenska gítarleikara með,“ segir Björn. „Ég held að þetta sé skemmtilegt, andinn er léttur og það er gert grín að mér og hinum gítarleikurunum. Ég ætla líka að segja sögur af okkur, helst hrakfallasögur. Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, en þetta er í fyrsta skipti sem Guitarama er haldið þar. Það má eiginlega segja að ég sé að fara aftur í ræturnar,“ segir Björn. „Ég ætla að vera þarna með mínum uppáhalds hafnfirsku gítarleikurum, ásamt hljómsveitinni minni, sem ég er ofsalega stoltur af, og við ætlum að fara yfir óskalögin mín frá því að ég byrjaði, þó það verði reyndar samráð um lagaval.“Hefur enn þá áhuga og gaman af þessu Björn hefur gefið út fjöldann allan af hljómplötum, sem eru nú aðgengilegar á Spotify. En hvað kemur til að hann hefur verið svo afkastamikill? „Ég veit það ekki. Þetta er bara svo rosalega gaman. Enda hef ég aldrei unnið neitt, ég hef bara verið í þessu,“ segir Björn. „Ég gaf út mína fyrstu sólóplötu rétt rúmlega tvítugur og hún gekk rosalega vel. Þá fylltist ég bara eldmóði og hélt áfram. Nú hef ég gert fullt af plötum bæði í Bandaríkjunum og Kanada og er kominn á samning hjá útgáfufyrirtæki hjá einum af toppgítarleikurum Bandaríkjanna. Þrátt fyrir einhver hliðarspor hefur ferillinn minn eiginlega verið bein braut upp á við.“Það er fjölbreyttur hópur frábærra listamanna sem kemur fram með Birni á Guitarama. MYNDir/LÁRUS KARL INGASONBjörn þakkar gríðarlegum áhuga fyrir þetta góða gengi. „Ég hef enn þá ofboðslega gaman af þessu og gríðarlegan áhuga og spila mikið á hverjum einasta degi, eins og ég sagði áðan,“ segir Björn. „En auðvitað þakka ég mikið fyrir að fá að vinna við þetta, að atvinnan sé að leika sér.“Samstarf með Unni Birnu small Björn er að spila með Hljómsveit Unnar Birnu. Þau koma fram á Guitarama og voru að gefa út lag fyrir skömmu. „Ég og Unnur höfum spilað saman í um tvö ár, en það er tæpt ár síðan við stofnuðum sveit,“ segir Björn. „Unnur er miklu yngri en ég en hún hefur samt verið að hlusta á svipaða tónlist og ég var að hlusta á þegar ég var unglingur. Svo hefur hún verið að spila með Jethro Tull um allan heim, sem er ein af þeim sveitum sem ég var að hlusta á í gamla daga. Það var eiginlega hálfgerð tilviljun að við skyldum spila saman en þó að við hefðum ekkert æft small það ótrúlega vel saman,“ segir Björn. „Hún er ótrúlega hæfileikarík og það er bara tímaspursmál hvenær hún verður stjarna. Við vorum að gefa út fyrsta lagið okkar, en það er ábreiða af laginu Mother Goose eftir Jethro Tull,“ segir Björn. „Þetta er lag sem ég hlustaði á sem smápolli og langaði alltaf að læra. Unnur hefur verið að spila það með Jethro Tull og við fengum leyfi hjá Ian Anderson til að taka það upp, þar sem það er í uppáhaldi hjá okkur báðum. Ég er mjög ánægður með útkomuna. Við förum okkar leiðir en lagið þekkist. Það heyrist örugglega á útvarpsstöðvunum á næstunni.“Spila, ferðast, spila Björn segir að lífið snúist um að spila, ferðast og að undirbúa sig fyrir að spila. „En ég er líka fjölskyldumaður og hangi mikið með börnunum mínum og barnabörnum,“ segir hann. „Líf mitt er hefðbundið en mikið tengt tónlist. Ég bý í Kópavogi en hef mikið verið að ferðast undanfarin 20 ár.“ Björn var staddur á bókamessu í Frankfurt í Þýskalandi þegar blaðamaður náði tali af honum. „Hljómsveit sem ég er í, Guitar Islancio, er að fara að gefa út bók með íslenskum þjóðlögum sem við erum að kynna,“ segir hann. „Við erum hér í góðum félagsskap íslenskra bókaútgefenda og spiluðum í gær og gerum það aftur í dag. Bókin heitir „Íslensk þjóðlög“ og í henni eru þjóðlögin sem við höfum spilað gegnum árin, með nótum og textum á ensku, þýsku og íslensku,“ segir Björn. „Við höfum fengið góðar viðtökur og það verður gaman að sjá hvernig bókinni farnast.“ Miðar á Guitarama Björns Thoroddsen eru fáanlegir á midi.is.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira