Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami Andri Eysteinsson skrifar 17. október 2019 18:08 Forseti Bandaríkjanna á teig við glæsilegan golfskála National Doral Miami þar sem fundur G7 ríkjanna fer fram. Getty/Johnny Louis Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney greindi blaðamönnum frá þessu í dag en BBC greinir frá. Fulltrúar G7 ríkjanna funda á ári hverju um helstu málefni, í ár var fundað í franska bænum Biarritz. Starfsmannastjórinn Mulvaney sagði að fjöldi mögulegra fundarstaða innan Bandaríkjanna hefðu komið til greina. Útsendarar ríkisstjórnarinnar hefðu ferðast til staða í Kaliforníu, Colorado, Hawaii, Flórída, Norður-Karólínu, Michigan, Tennessee og í Utah. Eftir það ferli hafi verið ljóst að enginn hinn mögulegu fundarstaða komst með tærnar þar sem National Doral Miami var með hælana. „Ég spurði þá sem tóku út National Doral Miami hvernig þeim hafi litist á staðinn, þá sögðu þeir að það væri eins og að staðurinn hafi verið sérstaklega hannaður fyrir svona fundarhöld,“ sagði Mulvaney.Ákvörðunin ekki tekin í hagnaðarskyni Þá tók Mulvaney fram að forsetinn muni ekki hagnast á því að fundurinn verði haldinn á golfklúbbi hans. „Vörumerki forsetans þarf ekki frekari auglýsingar. Nafn hans er mögulega það þekktasta í heimi svo að þetta hefur ekkert með slíkt að gera,“ sagði starfsmannastjórinn en bætti við að hann skildi gagnrýnisraddir sem hefðu vaknað við tilkynninguna. „Ég skil gagnrýnina og það gerir Trump líka. Hann yrði gagnrýndur fyrir hvað sem hann myndi gera, en hann mun ekki græða á þessari ákvörðun með nokkrum hætti,“ sagði Mulvaney í Hvíta húsinu í dag. G7 ríkin, sem munu senda fulltrúa sína til National Doral Miami 10. – 12. Júní næstkomandi eru auk Bandaríkjanna, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan og Bretland. Þá hefur Evrópusambandið einnig sent fulltrúa sinn á fundi G7.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira