Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi Iceland Seafood International á ellefu krónur á hlut en gengið á markaði var um tíu krónur á hlut í gær. Verðmatið er um tíu prósentum hærra en markaðsgengið var í gær.
Stjórnendur Iceland Seafood stefna á að auka hagnað fyrirtækisins fyrir skatta í 20 milljónir evra á næstu þremur til fimm árum. Til samanburðar var sá hagnaður rúmlega þrjár milljónir evra árið 2016 og tæplega 11 milljónir í fyrra.
Greinendur Hagfræðideildarinnar segja í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum að markmiðið sé metnaðarfullt en vel raunhæft. Þeir telja að markaðurinn hafi þegar tekið tillit til fyrirhugaðra hagræðingaraðgerða í gengi hlutabréfa fyrirtækisins. Það þýði að markaðurinn hafi trú á fyrirætlunum stjórnendanna.
Fram kemur í verðmatinu að fiskur sé það prótein sem mest sé neytt í heiminum og að Iceland Seafood standi frammi fyrir því tækifæri að leiða sameiningar í sjávarútvegi. Ekki sé vanþörf á. Aftur á móti, í ljósi þess að viðskiptamódelið gangi út á að afla villts sjávarfangs úr náttúrunni, reksturinn kalli á mikla bindingu veltufjármuna og framlegðin sé lítil skapi þessir þættir eðli málsins samkvæmt áhættu.
Metnaðarfullt markmið um aukinn hagnað Iceland Seafood er gerlegt
Helgi Vífill Júlíusson skrifar

Mest lesið

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent


Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent