Trump tístir sem aldrei fyrr Davíð Stefánsson skrifar 16. október 2019 07:00 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/getty Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, 45. forseti Bandaríkjanna, hefur nú verið í embætti í 1.000 daga. Eitt það sem hefur einkennt forsetatíðina er notkun hans á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar tístir hann ótt og títt þannig að fjölmiðlar og kjósendur geta nánast fylgst með í rauntíma hvað leiðtoganum er efst í huga. Varla verður sagt að öll þau skilaboð séu djúphugsuð og ef til vill ekki í þeim anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valdamesta embætti veraldar. Vefurinn trumptwitterarchive.?com heldur saman margvíslegum upplýsingum um tíst forsetans sem gjarnan er beint að óvinum. 234 tíst eru um „aula“, 183 tíst um „heimskingja“, 156 um „veiklynda“, 115 tíst um „óheiðarlega“, 92 um „óhæfa“, 91 um „leiðinlega“, 52 um „hálfvita“ og 45 tíst eru um „trúða“. „Falsfréttir“ eru Trump mjög ofarlega í huga. Í gær hafði hann tíst 602 sinnum um það hugðarefni.Forsetinn hefur í tístum sínum gjarnan ráðist að fjölmiðlum sem hann segir marga hverja flytja falsfréttir eða vinna gegn honum. Frá árinu 2015 hefur hann tíst tæplega 300 sinnum þar sem hann lítilsvirðir fjölmiðla á borð við CNN, New York Times, Washington Post, Time Magazine og Wall Street Journal. Eins og alkunna er hefur Trump í tístum sínum beint sjónum sínum í æ ríkari mæli að loftslagsmálum sem hann segir ítrekað að sé kostnaðarsöm blekking, fals, byggjast á mýtum eða sé hreinlega kjaftæði. Þetta sé byggt á gölluðum vísindum og gögnum sem átt hefur verið við. Þá hefur hann sagt að hlýnun loftslags sé búið til af Kínverjum og fyrir þá. Þrátt fyrir að október sé einungis hálfnaður hafði Trump forseti tíst 510 sinnum þennan mánuðinn (um miðjan dag í gær) Með því virðist hann ætla að slá eigin met þennan mánuðinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31 Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Einhver virðist hafa átt við kort yfir mögulega braut fellibyljarsins Dorian sem Trump forseti sýndi í dag. Svo virðist sem að það hafi átt að réttlæta rangar upplýsingar sem forsetinn sendi út á Twitter um helgina. 4. september 2019 21:31
Bandaríkjamenn undrandi yfir tísti Trump um geimferðir: „Tunglið er hluti af Mars“ Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi í dag áform bandarísku geimferðastofnunarinnar um að halda aftur til tunglsins. Tíst forsetans um málið hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum í dag en svo virðist, við fyrstu sýn, að forsetinn haldi því fram að Tunglið sé hluti plánetunnar Mar. 7. júní 2019 19:27