Bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir afkomuviðvörun Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 12:36 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. arion banki Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu bankans þrátt fyrir afkomuviðvörun í gærkvöldi þar sem eignir bankans sem eru til sölu voru færðar niður um þrjá milljarða króna. Undirliggjandi rekstur bankans sé sterkur þótt afkoma ársins verði eflaust langt frá markmiðum. Í áhættuviðvörun sem Arion banki sendi Kauphöllinni í gærkvöldi segir að neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nemi um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Þrír þættir eru sérstaklega sagðir skýra tapið nú. Lágt sílikonverð á heimsmarkaði leiði til þess að Arion niðurfæri eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélags banks um sílikonverksmiðju í Helguvík um 1,5 milljarða. Þá eru eignir bankans í TravelCo færðar niður um 600 milljónir og vegna taps á starfsemi Valitor sé eign bankans í greiðslumiðlunarfyrirtækinu lækkaðar um 900 milljónir. Benedikt Gíslason bankastjóri Arion segir stöðu bankans sterka þrátt fyrir þetta. „Eins og kemur fram í tilkynningunni hafa ytri þættir þróast með óhagstæðum hætti. Sem veldur því að við þurfum að endurmeta verðmat eignanna. Þetta er hins vegar breyting sem nemur einu og hálfu prósenti af eiginfé bankans og ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Benedikt. Með þessari tilkynningu til Kauphallarinnar sé einungis verið að upplýsa um þennan eina lið í rekstrarreikningi bankans og varði eignir í sölumeðferð. „Við sáum enga ástæðu til að gefa út yfirlýsingar um undirliggjandi rekstur bankans.“Það þekkja allir þá erfiðleika sem sílikonverksmiðjan hefur gengið í gegn um. Sjáið þið fram á að geta selt hana á þessu ári?„Mér finnst það nú ólíklegt. Við erum enn að undirbúa söluferli og því miður er umhverfið mjög óhagstætt. Það er lágt verð á þeirri vöru sem verksmiðjan væri að framleiða,“ segir Benedikt. Þá sé búið að bókfæra annað tap eins og vegna gjaldþrots WOW Air.Þegar þið gerið upp árið, ertu bjartsýnn á að bankinn skili góðri niðurstöðu? „Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur. Þótt árið verði eflaust ekkert sérstakt og kannski langt frá okkar markmiðum þá horfum við björt fram á við. Undirliggjandi rekstur bankans er sterkur,“ segir Benedikt Gíslason.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Arion banki sendir frá sér afkomuviðvörun Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu hjá Arion banka nema um þremur milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Til samanburðar tapaði bankinn 715 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi. 14. október 2019 23:20
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf