Húsasmiðjan sektuð um 400 þúsund krónur fyrir „Tax Free“-auglýsingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2019 11:29 Auglýsing Húsasmiðjunnar birtist í Fréttablaðinu í júní síðastliðnum. Visir/Anton Brink Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar. Neytendur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Neytendastofa hefur gert Húsasmiðjunni að greiða 400 þúsund króna sekt fyrir að auglýsa svokallaðan „Tax Free-afslátt“ en tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttarins. Taldi Neytendastofa auglýsinguna villandi gagnvart neytendum, að því er fram kemur í úrskurði stofnunarinnar í málinu. Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu þann 19. júní síðastliðinn. Neytendastofa benti á í erindi til Húsasmiðjunnar vegna málsins að í auglýsingunni væri ekki tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins og þannig gætu lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur, komið til álita á málinu. Í svari Húsasmiðjunnar sagði að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar verið birtar þar sem prósentuhlutfalls afsláttarins var ekki getið. Í úrskurði Neytendastofu í málinu kemur fram að með reglum um útsölur sé lögð skýr skylda á seljendur til að tilgreina prósentuhlutfall afsláttar, auk fyrra verðs þegar veittur er prósentuafsláttur af verði vöru. Ekki sé nóg að segja aðeins frá því að afslátturinn samsvari afnámi viðrisaukaskatts, þ.e. „tax free“. „Þvert á móti telur stofnunin Tax Free tilvísun án tilgreiningu prósentuafsláttar villandi gagnvart neytendum enda bera ekki allar vörur og þjónusta sömu prósentu virðisaukaskatts. Þar að auki geta breytingar orðið á prósentuhlutföllum auk þess sem Neytendastofa telur ekki unnt að gera kröfu um að neytendur veiti sérstaka athygli hver afreikniprósenta virðisaukaskatts er á hverjum tíma fyrir hvert skattþrep,“ segir í úrskurði Neytendastofu. Þannig telji Neytendastofa rétt að leggja 400 þúsund króna stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna. Sektina skuli greiða í ríkissjóð eigi síðar en þremur mánuðum frá dagsetningu ákvörðunar þessarar.
Neytendur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira