Ég skil þig ekki! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 15. október 2019 11:30 „Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
„Veistu, ég skil þig ekki,“ sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram: „Fyrir þremur dögum bað ég um ákveðna samantekt, þú ert að vísu ekki minn starfsmaður en ég þarf sömu upplýsingar frá ykkur öllum sem sinnið þessum málum. Við stóðum hér, þú horfðir á mig og ég sá að þú skildir um hvað ég var að biðja. Svo gerist ekkert í þrjá daga.“ Aldrei þessu vant var ég meira og minna á skrifstofunni, með vinnuborð beint fyrir framan yfirmanninn og meðan ég sinnti ýmsu öðru sá ég hann útundan mér ókyrrast með hverjum deginum. Nú stóðum við í sömu sporum, augliti til auglitis: „Ég sá að þú varst að gera ýmislegt annað þessa daga og kominn á fremsta hlunn með að taka þig á eintal. En svo dettur allt í einu í pósthólfið tífalt umfangsmeiri samantekt en um var beðið. Það undarlega er að þetta er nákvæmlega það sem ég þurfti, en hafði ekki áttað mig á flækjustiginu þín megin. Takk. En ég bara skil þig ekki.“ Eflaust færi ég eitthvað í stílinn öllum þessum árum seinna, en kjarni sögunnar stendur og orðaskiptin nokkuð nálægt því að vera orðrétt. Athyglisbresturinn snýst ekkert endilega um að muna ekki - frekar að muna allt en eiga erfitt með að ná í þær upplýsingar þegar þörf er á. Orðaskiptin áttu sér stað 5 árum eftir að ég fékk greiningu og sjálfur kominn vel á veg með að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt daglega líf. Þess vegna var ég í raun pollrólegur yfir stöðu mála. Verkefnið mallaði í kollinum, tók endalaust á sig nýjar myndir og þróaðist, þar til loks rétt fyrir skilafrest að ég skellti þessu saman á örskotsstundu. Einstaklingar með ADHD eiga nefnilega oft auðvelt með að vinna undir pressu. Þetta vissi ég og beið sjálfsagt þar til pressan var nær óbærileg. Það sem ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir þá, var hvaða áhrif mín vinnubrögð höfðu á samstarfsmenn, hann þar með talinn. Rétt eins og í daglegu lífi getur ADHD haft mikil áhrif hverning einstaklingi vegnar í sinni vinnu. Sumt hefur sínar neikvæðu hliðar, en aðrar hliðar ADHD gera okkur kleift að leysa verkefni betur en aðrir, jafnvel á máta sem fáum öðrum væri fært. Ég set þessi orð á blað vegna þess að október er ADHD vitundarmánuður og þetta árið leggja ADHD samtökin áherslu á ADHD og vinnumarkaðinn. Um þá hlið gæti ég haldið langa tölu. En vel þetta dæmi úr eigin fortíð til að benda á tvö lykilatriði. Annars vegar er nauðsynlegt fyrir mig að skilja hvaða áhrif ADHD hefur á mitt framlag á vinnustað, læra jafnframt að forðast aðstæður þar sem ADHD flækist fyrir og skapa mér umhverfi þar sem það nýtist til góðra verka. Hins vegar þarf ég að hjálpa mínu samstarfsfólki að skilja af hverju ég geri hlutina gjarnan svona en ekki hinseginn. Af hverju ég á til að gleyma einföldustu atriðum og hvernig í áranum sami aðili geti leyst hin flóknustu verkefni. Ég verð að vera óhræddur við að viðurkenna mistök, því jafnvel þó ég eigi til að gera fleiri en gengur og gerist þá er þetta eðlilegur partur í lífi allra. Jafnvel nauðsynlegt að gera grín að vitleysunni í sjálfum sér og hlæja dátt. Ekki að ég sé að rausa um allar hliðar ADHD daginn út og inn, en verð að muna að aðrir þekkja minna til áhrifa ADHD á daglegt líf og aukin þekking starfsfélaga skapar skilning. Þekking og skilningur eru enda lykilatriði í að vinna gegn almennum fordómum.Höfundur er varaformaður ADHD samtakanna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun