Pepsi Max-deildarlið Gróttu er búið að ráða þjálfara og sá verður kynntur til leiks síðar í dag. Það er Ágúst Gylfason samkvæmt heimildum íþróttadeildar.
Grótta er með blaðamannafund klukkan 15.00 í dag þar sem ráðningin verður staðfest.
Ágúst tekur við starfinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem tók við starfi Ágústar hjá Breiðabliki.
Grótta mun spila í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins næsta sumar en Óskar Hrafn kom liðinu upp úr tveimur deildum á tveimur árum.
Ágúst ráðinn þjálfari Gróttu í dag
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
