Árangur í verki Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 15. október 2019 11:30 Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Ráðherrar okkar í heilbrigðis- og umhverfismálum hafa einnig staðið sig með miklum sóma. Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er viðeigandi að við komum saman aftur, förum yfir farinn veg og lítum björtum augum til framtíðar. Það skapast yfirleitt fjörugar umræður um hin ýmsu mál þegar félagar í VG koma saman og það er sérstaklega gaman að rifja upp hversu mikið af þeim málum sem landsfundur VG 2017 ályktaði um rataði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn skemmtilegra er að rifja upp hversu margt hefur komist til framkvæmdar og verður það ekki allt tíundað hér. Það má nefna eflt og endurbætt strandveiðikerfi, opinberan leigumarkað á makríl fyrir minni útgerðir og afkomutengd veiðigjöld eftir útgerðarflokkum. Allt þetta stuðlar að byggðafestu og jákvæðri byggðaþróun í sjávarbyggðunum sem VG leggur áherslu á í stjórnarsamstarfinu. Þannig má einnig nefna að lækkun greiðsluþátttöku i heilbrigðiskerfinu, efling heilsugæslunnar og fjölgun hjúkrunarrýma um allt land, uppbygging almenningssamgangna og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa á landsbyggðinni voru allt mál sem landsfundur VG 2017 kom sér saman um. Það á einnig við um sjálfbæran landbúnað og viðbrögð við vanda sauðfjárbænda. Búið er að skapa ramma utan um uppbyggingu fiskeldis sem sátt er um og að sú atvinnugrein byggist upp í sátt við náttúru og samfélag. Sú atvinnugrein hefur verið í miklum vexti á Vestfjörðum og blásið lífi í byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast um langa hríð. Það eru mörg verk eftir óunninn og við viljum svo gjarnan fá að heyra það milliliðalaust frá okkar félögum hvar við eigum að beita kröftunum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Uppbygging flutningskerfis raforku, lækkun á dreifingarkostnaði á raforku og að koma í veg fyrir jarðasöfnun auðmanna eru málefni sem mér eru hugleikin og þarf að vinna áfram að svo byggðirnar séu sterkar og ákjósanlegar til búsetu. Við erum að halda áfram að byggja ofan á Lífskjarasamningana með kjarabótum til aldraðra, öryrkja og almennings m.a. í formi framboðs á ódýru húsnæði og þrepaskiptu skattkerfi og aðgengi að menntun og menningu óháð efnahag og búsetu við erum að efla velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn eins og áherslan á umhverfis og loftslagsmál ber með sér og stórátak í innviðauppbyggingu í samgöngu- og heilbrigðismálum eru skýr dæmi um. Það er því deginum ljósara að það skiptir máli að VG komi að því að stjórna landinu.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna er um næstu helgi. Það verður gott að hitta félaga og ræða hvað hefur áunnist í stjórnarsamstarfinu og hvaða áherslumál við eigum að setja á oddinn næstu tvö árin. Þessi vettvangur hreinskilinna skoðanaskipta er okkur þingmönnum ákaflega mikilvægt veganesti inn í þinghaldið og stjórnarsamstarfið fram undan. Hvað hefur tekist vel og hvað má gera betur. Síðast hittumst við haustið 2017, þá var stutt í kosningar og í kjölfarið tóku VG sæti í ríkisstjórn og axlaði ábyrgð í óhefðbundnu stjórnarsamstarfi sem forsætisráðherra okkar leiðir af mikilli röggsemi. Ráðherrar okkar í heilbrigðis- og umhverfismálum hafa einnig staðið sig með miklum sóma. Nú er kjörtímabilið hálfnað og þá er viðeigandi að við komum saman aftur, förum yfir farinn veg og lítum björtum augum til framtíðar. Það skapast yfirleitt fjörugar umræður um hin ýmsu mál þegar félagar í VG koma saman og það er sérstaklega gaman að rifja upp hversu mikið af þeim málum sem landsfundur VG 2017 ályktaði um rataði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn skemmtilegra er að rifja upp hversu margt hefur komist til framkvæmdar og verður það ekki allt tíundað hér. Það má nefna eflt og endurbætt strandveiðikerfi, opinberan leigumarkað á makríl fyrir minni útgerðir og afkomutengd veiðigjöld eftir útgerðarflokkum. Allt þetta stuðlar að byggðafestu og jákvæðri byggðaþróun í sjávarbyggðunum sem VG leggur áherslu á í stjórnarsamstarfinu. Þannig má einnig nefna að lækkun greiðsluþátttöku i heilbrigðiskerfinu, efling heilsugæslunnar og fjölgun hjúkrunarrýma um allt land, uppbygging almenningssamgangna og að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa á landsbyggðinni voru allt mál sem landsfundur VG 2017 kom sér saman um. Það á einnig við um sjálfbæran landbúnað og viðbrögð við vanda sauðfjárbænda. Búið er að skapa ramma utan um uppbyggingu fiskeldis sem sátt er um og að sú atvinnugrein byggist upp í sátt við náttúru og samfélag. Sú atvinnugrein hefur verið í miklum vexti á Vestfjörðum og blásið lífi í byggðarlög sem hafa átt í vök að verjast um langa hríð. Það eru mörg verk eftir óunninn og við viljum svo gjarnan fá að heyra það milliliðalaust frá okkar félögum hvar við eigum að beita kröftunum á seinni helmingi kjörtímabilsins. Uppbygging flutningskerfis raforku, lækkun á dreifingarkostnaði á raforku og að koma í veg fyrir jarðasöfnun auðmanna eru málefni sem mér eru hugleikin og þarf að vinna áfram að svo byggðirnar séu sterkar og ákjósanlegar til búsetu. Við erum að halda áfram að byggja ofan á Lífskjarasamningana með kjarabótum til aldraðra, öryrkja og almennings m.a. í formi framboðs á ódýru húsnæði og þrepaskiptu skattkerfi og aðgengi að menntun og menningu óháð efnahag og búsetu við erum að efla velferðarkerfið. Það skiptir máli hverjir sitja við stjórnvölinn eins og áherslan á umhverfis og loftslagsmál ber með sér og stórátak í innviðauppbyggingu í samgöngu- og heilbrigðismálum eru skýr dæmi um. Það er því deginum ljósara að það skiptir máli að VG komi að því að stjórna landinu.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.