Umhverfisuppeldi í Hveragerði gengur vel Björn Þorfinnsson skrifar 15. október 2019 07:00 Hveragerði. Mynd/Hveragerðisbær Á dögunum fór fram árlegur samningafundur í Grunnskóla Hveragerðis þar sem gengið var frá samkomulagi milli bekkjarfélags 7. bekkinga skólans og bæjarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins og skuldbatt bæjarfélagið til að greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð bekkjarfélagsins gegn því að nemendurnir tíni upp rusl í bæjarfélaginu í staðinn. Framtakið er þó ekki nýtt af nálinni. Slíka samninga hefur bærinn gert árlega við 7. bekkinga skólans undanfarna áratugi og hefur verkefnið gefið afar góða raun. „Þetta er alltaf mjög ánægjuleg stund sem við reynum að gera svolítið mikið úr í skólanum. Við förum yfir mikilvægi umhverfismála og gildi slíks samnings, sem krefst þess að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Síðan er skrifað undir með viðhöfn,“ segir Aldís.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Að hennar sögn hefur verkefnið gefið afar góða raun og líklega hafi það aldrei átt meira erindi en nú um stundir. „Við lítum á þetta sem eins konar umhverfisuppeldi fyrir börn í bænum. Þau átta sig á að ef einhver hendir rusli á víðavangi þarf einhver annar að þrífa það upp. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir börnin og við verðum vör við að bæjarbúar séu afar ánægðir með þetta framtak. Enda fá þeir hreinan og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís. Þá segir hún það sérstaklega skemmtilegt að þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu fyrstu árin séu núna sjálfir komnir á fullorðinsaldur og eigi kannski börn sem taka þátt í ár. Samningurinn virkar þannig að 7. bekkingarnir samþykkja að skipuleggja einn hreinsunardag í byrjun hvers mánaðar þar sem skilgreind svæði innan bæjarins eru hreinsuð auk þess sem stauraílát á skólalóðum eru tæmd. Umsjónarkennarar sinna síðan eftirliti með því að fylla út sérstök eyðublöð um hverja hreinsun. Á móti fær bekkjarsjóður krakkanna 44 þúsund krónur frá bænum fyrir hverja hreinsun og er upphæðin notuð ár hvert í ferðalag í lok skólaárs. Sérstaklega er tekið fram í samningnum að ef illa er tekið til megi bæjaryfirvöld draga frá upphæðinni í refsingarskyni. „Því ákvæði hefur aldrei verið beitt að því er ég best veit. Ég held að nokkrum sinnum hafi bærinn gert athugasemdir um að hreinsunin mætti vera betri og þá hefur því verið kippt í liðinn. Heilt yfir hafa börnin staðið sig afar vel og allir njóta góðs af,“ segir Aldís. Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sjá meira
Á dögunum fór fram árlegur samningafundur í Grunnskóla Hveragerðis þar sem gengið var frá samkomulagi milli bekkjarfélags 7. bekkinga skólans og bæjarfélagsins. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætti á fundinn fyrir hönd bæjarins og skuldbatt bæjarfélagið til að greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð bekkjarfélagsins gegn því að nemendurnir tíni upp rusl í bæjarfélaginu í staðinn. Framtakið er þó ekki nýtt af nálinni. Slíka samninga hefur bærinn gert árlega við 7. bekkinga skólans undanfarna áratugi og hefur verkefnið gefið afar góða raun. „Þetta er alltaf mjög ánægjuleg stund sem við reynum að gera svolítið mikið úr í skólanum. Við förum yfir mikilvægi umhverfismála og gildi slíks samnings, sem krefst þess að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Síðan er skrifað undir með viðhöfn,“ segir Aldís.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.Að hennar sögn hefur verkefnið gefið afar góða raun og líklega hafi það aldrei átt meira erindi en nú um stundir. „Við lítum á þetta sem eins konar umhverfisuppeldi fyrir börn í bænum. Þau átta sig á að ef einhver hendir rusli á víðavangi þarf einhver annar að þrífa það upp. Þetta er mikilvægur lærdómur fyrir börnin og við verðum vör við að bæjarbúar séu afar ánægðir með þetta framtak. Enda fá þeir hreinan og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís. Þá segir hún það sérstaklega skemmtilegt að þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu fyrstu árin séu núna sjálfir komnir á fullorðinsaldur og eigi kannski börn sem taka þátt í ár. Samningurinn virkar þannig að 7. bekkingarnir samþykkja að skipuleggja einn hreinsunardag í byrjun hvers mánaðar þar sem skilgreind svæði innan bæjarins eru hreinsuð auk þess sem stauraílát á skólalóðum eru tæmd. Umsjónarkennarar sinna síðan eftirliti með því að fylla út sérstök eyðublöð um hverja hreinsun. Á móti fær bekkjarsjóður krakkanna 44 þúsund krónur frá bænum fyrir hverja hreinsun og er upphæðin notuð ár hvert í ferðalag í lok skólaárs. Sérstaklega er tekið fram í samningnum að ef illa er tekið til megi bæjaryfirvöld draga frá upphæðinni í refsingarskyni. „Því ákvæði hefur aldrei verið beitt að því er ég best veit. Ég held að nokkrum sinnum hafi bærinn gert athugasemdir um að hreinsunin mætti vera betri og þá hefur því verið kippt í liðinn. Heilt yfir hafa börnin staðið sig afar vel og allir njóta góðs af,“ segir Aldís.
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Umhverfismál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sjá meira