Lög og réttlæti lýsir yfir sigri Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 07:37 Jaroslaw Kaczynski er formaður PiS. AP Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgarabandalagið (KO) virðist hafa fengið um fjórðung atkvæða. Ríkisstjórn PiS hefur á síðustu árum átt í útistöðum við Evrópusambandið, meðal annars vegna breytinga á dómskerfi landsins, auk þess að sæta gagnrýni vegna harðrar afstöðu sinnar til hinsegin fólks. Telur PiS að réttindi hinsegin fólks ógni „hefðbundnum“ pólskum fjölskyldum og gildum. „Við höfum sigrað,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, við stuðningsmenn sína í höfuðstöðvum flokksins í höfuðborginni Varsjá. „Fjögurra ára erfiði bíður okkar. Pólland verður að breytast meira og verður að breytast til batnaðar,“ sagði Kaczynski.Grzegorz Schetyna, einn leiðtoga Borgarabandalagsins, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi.APFjölgar í þingflokki PiS Í frétt BBC segir að þegar búið er að birta niðurstöður úr 42 prósent kjördæmanna virðist PiS hafa bætt við sig fylgi, og mun því fjölga í þingflokki hans sem taldi 231 þingmaður í neðri deild þingsins þar sem 460 þingmenn eiga sæti. Reiknað er með að vinstribandalagið Lewica verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi Póllands. Braust út mikill fögnuður þegar tölur voru kunngjörðar, en vinstri flokkar duttu út af þingi í kosningunum 2015 vegna klofnings og sundrungar. Kosningaþátttaka var um 60 prósent samkvæmt útgönguspám. Pólland Tengdar fréttir Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgarabandalagið (KO) virðist hafa fengið um fjórðung atkvæða. Ríkisstjórn PiS hefur á síðustu árum átt í útistöðum við Evrópusambandið, meðal annars vegna breytinga á dómskerfi landsins, auk þess að sæta gagnrýni vegna harðrar afstöðu sinnar til hinsegin fólks. Telur PiS að réttindi hinsegin fólks ógni „hefðbundnum“ pólskum fjölskyldum og gildum. „Við höfum sigrað,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður PiS, við stuðningsmenn sína í höfuðstöðvum flokksins í höfuðborginni Varsjá. „Fjögurra ára erfiði bíður okkar. Pólland verður að breytast meira og verður að breytast til batnaðar,“ sagði Kaczynski.Grzegorz Schetyna, einn leiðtoga Borgarabandalagsins, ávarpar stuðningsmenn í gærkvöldi.APFjölgar í þingflokki PiS Í frétt BBC segir að þegar búið er að birta niðurstöður úr 42 prósent kjördæmanna virðist PiS hafa bætt við sig fylgi, og mun því fjölga í þingflokki hans sem taldi 231 þingmaður í neðri deild þingsins þar sem 460 þingmenn eiga sæti. Reiknað er með að vinstribandalagið Lewica verði þriðji stærsti flokkurinn á þingi Póllands. Braust út mikill fögnuður þegar tölur voru kunngjörðar, en vinstri flokkar duttu út af þingi í kosningunum 2015 vegna klofnings og sundrungar. Kosningaþátttaka var um 60 prósent samkvæmt útgönguspám.
Pólland Tengdar fréttir Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttu stjórnarflokksins þar í landi hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. 13. október 2019 20:00
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35