Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Björn Þorfinnsson skrifar 11. október 2019 08:30 Verkið er loks að klárast og kaupendur geta flutt inn, átján mánuðum of seint. Fréttablaðið/Anton Brink Í Gerplustræti 2-4 eru 32 íbúðir í tveimur stigagöngum. Íbúðirnar voru auglýstar til sölu í byrjun árs 2018 og átti afhendingartími að vera í apríl sama ár. Sú afhending hefur dregist í rúma 18 mánuði. Fyrirtækið sem byggði húsið heitir Gerplustræti 2-4 ehf. og er í eigu fjölmargra aðila í gegnum fyrirtækið Burð Invest. Stærsti eigandinn er Orri Guðmundsson lögmaður með 49 prósenta hlut en síðan er hópur fjárfesta með minni hluti. Þar á meðal knattspyrnukapparnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Gylfi Einarsson. Þá á fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson einnig hlut í fyrirtækinu. Ásgeir tók nýlega sæti í stjórn þess en hann er sem stendur eini stjórnarmaðurinn. „Þetta verkefni var komið í veruleg vandræði og því var skipt um aðila í brúnni til þess að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Ásgeir. Hann segist ánægður með að verkefnið sé þó að klárast miðað við stöðuna sem upp var komin en harmar það tjón sem orðið hefur. „Það hafa margir orðið fyrir tjóni, einstaklingar, fjárfestar og lánardrottnar, og það er auðvitað mjög leiðinlegt. Við leggjum allt kapp á að klára verkefnið sómasamlega og lágmarka tjónið fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir Ásgeir. Stærstu lánardrottnar verkefnisins eru Arion banki með rúmlega 680 milljóna króna lán á 1. veðrétti eignarinnar, Arctic Capital með 150 milljóna króna lán á 2. veðrétti og félagið Leiguafl slhf. sem er í eigu Kristrúnar S. Þorsteinsdóttur, eiginkonu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Ólíklegt verður að teljast að síðari veðhafar fái kröfur sínar greiddar að fullu.Sturla Sighvatsson var í forsvari fyrir verkefnið.Sá sem var í forsvari fyrir verkefnið var athafnamaðurinn Sturla Sighvatsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heimavalla, sem sat í stjórn Burðar Invest ásamt bróður sínum, Kára Sighvatssyni. Sturla segir að verkefnið hafi farið í uppnám þegar verktakafyrirtækið sem stóð að uppbyggingunni hafi orðið gjaldþrota. Þá segir hann að ábyrgð Arion banka sé mikil því lánað hafi verið til verksins í takt við framvindu sem reyndist vera skemur á veg komin en verktakinn gaf upp. „Þegar styttist í verklok boðaði verktakinn til fundar og sagðist þurfa að hækka verðið. Það setti allt verkefnið eðlilega í uppnám enda vorum við búnir að festa söluverð íbúðanna,“ segir Sturla. Að endingu varð verktakinn gjaldþrota. Þá hafi komið í ljós að verkefnið var skemur á veg komið en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Að mínu mati er ábyrgð bankans mikil. Eftirlitsmaður þeirra kvittaði upp á framvindu verksins og síðan var lánað út í samræmi við það,“ segir Sturla sem þó efast um að hægt verði að sækja bankann til saka vegna þessa. „Slíkt hefur verið reynt í sambærilegum málum en ekki gengið,“ segir hann. Þó að bygging fjölbýlishússins sé að klárast er ljóst að mikið verk er fyrir höndum í að sætta deiluaðila. „Við höfum lent í miklum kostnaði og vandræðum vegna þessara vanefnda. Það er sárt að borga fasteignagjöld fyrir eign sem er óíbúðarhæf,“ segir Sveinn Fannar Brynjarsson, einn þeirra sem keyptu íbúð í húsinu. Hann segist ætla að leita réttar síns með aðstoð lögfræðings og hann telur að það sama gildi um flesta aðra kaupendur íbúða í húsinu. „Það var erfitt að fá skýr svör frá Sturlu og maður gat ekki treyst þeim svörum sem bárust,“ segir Sveinn. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að aðrir hluthafar íhugi málsókn gegn Sturlu vegna verkefnisins. Hann hafi lofað þeim gulli og grænum skógum en þeir setið uppi með dúfnaskít. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mosfellsbær Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Í Gerplustræti 2-4 eru 32 íbúðir í tveimur stigagöngum. Íbúðirnar voru auglýstar til sölu í byrjun árs 2018 og átti afhendingartími að vera í apríl sama ár. Sú afhending hefur dregist í rúma 18 mánuði. Fyrirtækið sem byggði húsið heitir Gerplustræti 2-4 ehf. og er í eigu fjölmargra aðila í gegnum fyrirtækið Burð Invest. Stærsti eigandinn er Orri Guðmundsson lögmaður með 49 prósenta hlut en síðan er hópur fjárfesta með minni hluti. Þar á meðal knattspyrnukapparnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Gylfi Einarsson. Þá á fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson einnig hlut í fyrirtækinu. Ásgeir tók nýlega sæti í stjórn þess en hann er sem stendur eini stjórnarmaðurinn. „Þetta verkefni var komið í veruleg vandræði og því var skipt um aðila í brúnni til þess að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Ásgeir. Hann segist ánægður með að verkefnið sé þó að klárast miðað við stöðuna sem upp var komin en harmar það tjón sem orðið hefur. „Það hafa margir orðið fyrir tjóni, einstaklingar, fjárfestar og lánardrottnar, og það er auðvitað mjög leiðinlegt. Við leggjum allt kapp á að klára verkefnið sómasamlega og lágmarka tjónið fyrir alla hlutaðeigandi,“ segir Ásgeir. Stærstu lánardrottnar verkefnisins eru Arion banki með rúmlega 680 milljóna króna lán á 1. veðrétti eignarinnar, Arctic Capital með 150 milljóna króna lán á 2. veðrétti og félagið Leiguafl slhf. sem er í eigu Kristrúnar S. Þorsteinsdóttur, eiginkonu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans. Ólíklegt verður að teljast að síðari veðhafar fái kröfur sínar greiddar að fullu.Sturla Sighvatsson var í forsvari fyrir verkefnið.Sá sem var í forsvari fyrir verkefnið var athafnamaðurinn Sturla Sighvatsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heimavalla, sem sat í stjórn Burðar Invest ásamt bróður sínum, Kára Sighvatssyni. Sturla segir að verkefnið hafi farið í uppnám þegar verktakafyrirtækið sem stóð að uppbyggingunni hafi orðið gjaldþrota. Þá segir hann að ábyrgð Arion banka sé mikil því lánað hafi verið til verksins í takt við framvindu sem reyndist vera skemur á veg komin en verktakinn gaf upp. „Þegar styttist í verklok boðaði verktakinn til fundar og sagðist þurfa að hækka verðið. Það setti allt verkefnið eðlilega í uppnám enda vorum við búnir að festa söluverð íbúðanna,“ segir Sturla. Að endingu varð verktakinn gjaldþrota. Þá hafi komið í ljós að verkefnið var skemur á veg komið en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Að mínu mati er ábyrgð bankans mikil. Eftirlitsmaður þeirra kvittaði upp á framvindu verksins og síðan var lánað út í samræmi við það,“ segir Sturla sem þó efast um að hægt verði að sækja bankann til saka vegna þessa. „Slíkt hefur verið reynt í sambærilegum málum en ekki gengið,“ segir hann. Þó að bygging fjölbýlishússins sé að klárast er ljóst að mikið verk er fyrir höndum í að sætta deiluaðila. „Við höfum lent í miklum kostnaði og vandræðum vegna þessara vanefnda. Það er sárt að borga fasteignagjöld fyrir eign sem er óíbúðarhæf,“ segir Sveinn Fannar Brynjarsson, einn þeirra sem keyptu íbúð í húsinu. Hann segist ætla að leita réttar síns með aðstoð lögfræðings og hann telur að það sama gildi um flesta aðra kaupendur íbúða í húsinu. „Það var erfitt að fá skýr svör frá Sturlu og maður gat ekki treyst þeim svörum sem bárust,“ segir Sveinn. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að aðrir hluthafar íhugi málsókn gegn Sturlu vegna verkefnisins. Hann hafi lofað þeim gulli og grænum skógum en þeir setið uppi með dúfnaskít.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mosfellsbær Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira