Samverkamenn Giuliani voru gómaðir með flugmiða til Vínar Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 23:46 Mennirnir voru færðir fyrir dómara í dag. AP/Dana Verkouteren Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Tveir samverkamenn Rudy Giuliani, einkalögmanns Donald Trump, sem voru handteknir í gær vegna gruns um að þeir hafi brotið lög um fjármál stjórnmálaframboða, voru handteknir á flugvelli með flugmiða aðra leiðina til Vínar í Austurríki. Skömmu áður en þeir voru handteknir höfðu þeir snætt með Giuliani en lögmaðurinn ætlaði einnig að fljúga til Vínar í dag.Tvímenningarnir, sem heita Igor Fruman og Lev Parnas, aðstoðu Giuliani í tilraunum hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, líklegan mótframbjóðanda Trump forseta og hafa styrkt Repúblikanaflokkinn og Trump fjárhagslega. Eru þeir sakaðir um að hafa notað eigið fé og fé ónefnds rússnesks auðjöfurs. Þeir eru meðal annars sakaðir um að hafa beitt bellibrögðum til að koma fé erlendis frá til bandarískra stjórnmálamanna og frambjóðenda Repúblikanaflokksins á ýmsum stigum yfirvalda þar. Í ákærunni gegn þeim segir að Fruman og Parnas hafi unnið með ónefndum embættismanni frá Úkraínu. Tveir aðrir menn voru einnig handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Tveir samverkamenn Giuliani vegna Úkraínu handteknirDonald Trump ræddi við blaðamenn í kvöld og sagðist ekki hafa hugmynd um hverjir mennirnir væru. Blaðamennirnir þyrftu að spyrja Giuliani út í það. Hann sagði það ekki skipta máli að til væru myndir af þeim með honum, því hann „tæki myndir með öllum“.Bæði Fruman og Parnas, auk eins hinna mannanna sem voru handteknir, borðuðu þó með Trump í Hvíta húsinu í fyrra, samkvæmt frétt Wall Street Journal.Þegar Fruman og Parnas voru færðir fyrir dómara í dag kom í ljós að lögmenn þeirra höfðu einnig varið Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Mennirnir þurfa að leggja fram milljón dala tryggingu, hvor, til að fá að vera í stofufangelsi þar til réttað verður yfir þeim. Lögmaðurinn John Dowd, sem var um tíma lögmaður Trump, starfar fyrir Fruman og Parnas. Bæði Fruman og Parnas hafa verið kallaðir til vitnaleiðslu þingmanna í tengslum við athafnir þeirra í Úkraínu vegna ákæruferlisins gegn Trump fyrir möguleg embættisbrot. Fjölmiðlar ytra segja tvímenningana ekkert hafa komið að bandarískum stjórnmálum fyrir maí í fyrra, þegar þeir gáfu 325 þúsund dali til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) sem styður Trump. Í kjölfarið hafi þeir varið umtalsverðum fjármunum til stjórnmála og samkvæmt ákærunum reyndu þeir að fela uppruna peninganna.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira