Verkalýðsforingi sneri baki við mögulegum frama í Hollywood Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 17:56 Framleiðsla myndarinnar, sem fjalla mun um Eurovision söngvakeppnina er nú að hefjast á Húsavík og sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, í dag að allt væri á öðrum endanum. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. Í samtalið við þá Þorgeir, Kristófer og Braga í Reykjavík Síðdegis sagði Aðalsteinn að hann hafi líklegast átt að vera aukaleikari í bakgrunni myndarinnar. Mörgum íbúum Húsavíkur hafi verið boðin slík hlutverk. Framleiðsla myndarinnar, sem fjalla mun um Eurovision söngvakeppnina er nú að hefjast á Húsavík og sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, í dag að allt væri á öðrum endanum. Um 250 manns munu koma til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar og munu tökur standa yfir alla helgina.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann„Ég held að það verði til, upp úr þessu, fjöldinn allur af flottum kvikmyndastjörnum af svæðinu,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði Húsvíkinga ávallt hafa haft mikinn áhuga á Eurovision og margir séu forfallnir aðdáendur söngvakeppninnar.Aðalsteinn er hér fyrir miðju.Vísir/VilhelmÞó mikil leynd hvíli yfir verkefninu segist Aðalsteinn hafa séð bónda smala kindum í einhverjum tengslum við framleiðslu kvikmyndarinnar. Aðalsteinn sagði einnig að vel yrði tekið á móti öllum sem koma að framleiðslu myndarinnar. Hann hefði ekki rekist á einn einasta Húsvíking sem væri ekki jákvæður gagnvart verkefninu. „Það ætlum við að gera. Við tökum öllum svona verkefnum fagnandi því að, ef við sleppum myndinni sjálfri, þá er gríðarlega mikið í kringum þetta. Það er allt gistipláss fullt og rúmlega það og út fyrir Húsavík líka. Þetta eru gjaldeyristekjur og þetta eru þekktir leikarar sem koma þarna.“ Aðalsteinn sagðist sérstaklega vonast til að mæta Pierce Brosnan, Bond sjálfum. Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, hafnaði boði um að leika í Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Þar hefði hann leikið með Ferrell sjálfum og Pierce Brosnan. Í samtalið við þá Þorgeir, Kristófer og Braga í Reykjavík Síðdegis sagði Aðalsteinn að hann hafi líklegast átt að vera aukaleikari í bakgrunni myndarinnar. Mörgum íbúum Húsavíkur hafi verið boðin slík hlutverk. Framleiðsla myndarinnar, sem fjalla mun um Eurovision söngvakeppnina er nú að hefjast á Húsavík og sagði Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, í dag að allt væri á öðrum endanum. Um 250 manns munu koma til Húsavíkur við vinnslu myndarinnar og munu tökur standa yfir alla helgina.Sjá einnig: Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann„Ég held að það verði til, upp úr þessu, fjöldinn allur af flottum kvikmyndastjörnum af svæðinu,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði Húsvíkinga ávallt hafa haft mikinn áhuga á Eurovision og margir séu forfallnir aðdáendur söngvakeppninnar.Aðalsteinn er hér fyrir miðju.Vísir/VilhelmÞó mikil leynd hvíli yfir verkefninu segist Aðalsteinn hafa séð bónda smala kindum í einhverjum tengslum við framleiðslu kvikmyndarinnar. Aðalsteinn sagði einnig að vel yrði tekið á móti öllum sem koma að framleiðslu myndarinnar. Hann hefði ekki rekist á einn einasta Húsvíking sem væri ekki jákvæður gagnvart verkefninu. „Það ætlum við að gera. Við tökum öllum svona verkefnum fagnandi því að, ef við sleppum myndinni sjálfri, þá er gríðarlega mikið í kringum þetta. Það er allt gistipláss fullt og rúmlega það og út fyrir Húsavík líka. Þetta eru gjaldeyristekjur og þetta eru þekktir leikarar sem koma þarna.“ Aðalsteinn sagðist sérstaklega vonast til að mæta Pierce Brosnan, Bond sjálfum.
Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00 Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48 Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28 Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44 Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Síðhærður Will Ferrell í gulum regnfötum við tökur á Eurovision-myndinni Tökur eru hafnar á Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell. Á myndum sem breskir fjölmiðlar birta frá tökustað í Edinborg í Skotlandi má sjá síðhærðan Ferrell í gulum regnfötum. Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. 1. október 2019 14:00
Brosnan á hraðleið til Húsavíkur? Breski leikarinn Pierce Brosnan birti í dag myndskeið á Instagram-reikningi sínum þar sem hann ekur um íslenskar sveitir. 10. október 2019 12:48
Demi Lovato leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Bandaríska söngkonan Demi Lovato mun leika íslenska söngkonu í grínmyndinni Eurovision sem mun skarta Will Ferrell í aðalhlutverki. 21. ágúst 2019 09:28
Hollywood-stjörnur setja Húsavík á annan endann Will Ferrell og 250 manna hópur við tökur fyrir norðan. 10. október 2019 14:44
Halda opnar prufur fyrir Eurovision-myndina á Húsavík Eru allir áhugasamir velkomnir að sækja um og eru bæjarbúar hvattir til að láta orðið berast. 4. september 2019 15:06
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein