Segir uppsagnir Birgis og Magnúsar nauðsynlegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 13:51 Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, ræddi við fréttamenn að loknum starfsmannafundi á Reykjalundi í hádeginu. Vísir/arnar Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Boðað var til starfsmannafundar á Reykjalundi í hádeginu, sem leiddi meðal annars til vantraustsyfirlýsingar á stjórn SÍBS. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“ Á fundinum í hádeginu var farið yfir ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra lækningasviðs, en það síðarnefnda er langt komið að sögn Sveins. Hann áætlar að jafnvel verði hægt að greina frá niðurstöðu þess í byrju næstu viku. Sá sem talinn er líklegastur til að hreppa stöðuna fékk „mjög góða umsögn“ frá stöðunefnd heilbrigðisráðuneytisins, að sögn Sveins. Gengið var frá starfslokasamningi við fráfarandi forstjóra, Birgi Gunnarsson, og áréttar Sveinn að hann hafi verið „mjög flottur stjórnandi.“Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLISveinn segir að fleiri uppsagnir séu ekki í kortunum. Aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að segja upp forstjóranum segir Sveinn það vera trúnaðarmál. Framkvæmdastjóra lækningasviðs hafi verið sagt upp vegna aldurs, í samræmi við reglur Reykjalundar, en hann er kominn á áttræðisaldur. Á fundinum hafi starfsfólk jafnframt verið minnt á að það beri skyldur gagnvart sjúklingum sem leita þjónustu á Reykjalundi. Það sé frumskylda fundarmanna, sem Sveinn segir að hafi gert sér fulla grein fyrir því. Sjúklingum verði því sinnt í dag að sögn Sveins, en starfsmennirnir sendu þá til síns heima í morgun í aðdraganda starfsmannafundar hádegisins.Enginn ágreiningur um leigugreiðslur Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Barátta hefur verið á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS. Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira