

Reykjalundur lamaður
Það er rosalegt að stjórn SÍBS leyfi sér að setja einu endurhæfingarstöð landsins í þessa stöðu og hvað þá fólkið sem hefur loksins fengið inngöngu í endurhæfingu. Þetta setur strik í endurhæfingarferli alla sem eru loksins að fá þá hjálp sem þeim nauðsynlega vantar.
Mér voru einungis úthlutaðar tvær vikur og er þetta því rosalegt strik í minn reikning.
En í maí á kynningarfundi fengum við að heyra smjörþef af því sem stjórn SÍBS hafði í huga, s.s. að breyta rekstri Reykjalundar á þann hátt að tekjur ættu að koma beint til SÍBS og þeir myndu stýra hvert fjármagnið færi en ekki eins og rekstur Reykjalundar hefur verið. Ásamt því að stytta endurhæfingartímann niðri tvær vikur eða svo. Ég vil því áætla að þetta ferli hafi ekki gengið nægilega hratt eða verið tekið vel í þessar breytingar að hálfu rekstrarstjóra (forstjóra) Reykjalundar og framkvæmdarstjóra lækninga. Því er sagt upp forstjóra þannig að innan stjórnarmaður SÍBS geti tekið við rekstri og rekið yfirlækni stofnunar. Þannig haft veruleg áhrif á stjórn og rekstur stofnunarinnar.
Hugmyndin er að keyra inn helmingi fleiri einstaklinga í gegnum stofnunina sem áður á kostnað tímans sem fólk hefur. Í stað þess að fólk fái nægilegan tíma til að ná áttum og geta tileinkað sér þá endurhæfingu sem á sér stað til þess að ná vonandi frekari bata í baráttu sinni við bætta heilsu í kjölfar slysa og áfalla.
Þetta er stofnun sem er lofsömuð af þeim sem þangað hafa getað leitað og verið teknir inn í endurhæfingu. Meðferð stofnunarinnar hefur hjálpað óhugnanlega mörgum í gegnum þann árafjölda sem hún hefur starfað. Ég er ómetanlega þakklát með þá þjónustu sem ég hef fengið þennan stutta tíma sem ég hef verið. Á Reykjalundi fæ ég sérhæfða þjónustu sem ég hef ekki fengið annarstaðar þó ég hafi sótt allskonar þjónustu fyrir endurhæfingu á Reykjalundi.
Nú spyr maður sig er í lagi að bola út þeim sem hafa stýrt og stjórnað þessari stofnun með góðum árangri og miklum sóma því rekstur og fjármunir eiga að nýtast annað eða hvað svo sem á að gera við fjármunina sem um ræðir.
Það má líkja þessu við einelti ef við predikum við börnin okkar um að beita ekki einelti og erum dagsdaglega að takast á við allskonar mál og reyna að finna sameiginlega lausn en þetta sé ég bara sem ákveðið einelti. Þar sem stofnun og stjórnun var ekki tilbúin að fara út í svo miklar breytingar þá er bara losað sig við þá sem höfðu eitthvað um málið að segja til að fá sínu framgengt.
Mér finnst SÍBS ganga ansi langt og bitnar það einungis (mestuleyti) á þeim sem vantar nauðsynlega endurhæfingu og sértæk inngrip í sínum vanda.
Ég er ekki einu sinni farin að tjá mig um þá langveiku og fötluðu einstaklinga sem sækja verulega sérhæfð úrræði sem ég tel fyrir víst að féllu líka niður í dag. Komust þeir aftur heim því þau sem þurfa verða að bóka sértæka bifreiða þjónustu í gengum ríkið, já eða höfðu þau einhver önnur úrræði eða gátu þau sótt eitthvað annað í staðinn. Nei bara vangaveltur.
Ég enda þetta með því að segja stjórn SÍBS má skammast sín...
Glaðværðin og jákvæðnin á Reykjalundi dó í dag, allir voru þungt hugsi, mikil depurð og en fremur óvissa um hvað kæmi svo!!!!
Það sorglega við þetta að við vitum ekkert fyrr en seinna í dag ekkert frekar en starfsmenn stofnunarinnar. Þannig mögulega hefst ekki endurhæfing aftur fyrr en eftir helgi eða hver veit hvenær!!!
Kveðja, ein sem á ekki orð.
Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar