Tokarczuk og Handke fá bókmenntaverðlaun Nóbels Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 11:06 Olga Tokarczuk and Peter Handke. Verðlaunahafar bókmenntaverðlauna Nóbels árin 2018 og 2019 eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski rithöfundurinn Peter Handke. Þetta tilkynnti sænska akademían á fréttamannafundi rétt í þessu. Veitt voru tvenn verðlaun að þessu sinni þar sem engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismáls sem skók sænsku akademíuna. Eiginmaður eins nefndarmeðlims reyndist sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Tokarczuk fær verðlaunin fyrir árið 2018. Hún er fædd árið 1962 og er einn fremsti höfundur Póllands. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Bieguni í fyrra. Þá er hún er menntaður sálfræðingur og eftir hana liggja skáldverk af ýmsum toga, bæði ljóð og skáldsögur. Hún hefur einkum vakið athygli fyrir „dularfullan“ ritstíl og ítrekað verið verðlaunuð á Nike-verðlaununum, aðalbókmenntaverðlaunum Póllands. Tokarczuk er fimmtánda konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels en talið var líklegt að kona, eða konur, yrðu fyrir valinu í ár. Peter Handke er fæddur árið 1942 og er verðlaunaður fyrir árið 2019. Hann hefur ritað bæði skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann er afkastamikill þýðandi. Á meðal hans þekktustu verka er skáldsagan Die Angst des Tormanns beim Eldmeter, sem gerð var að samnefndri kvikmynd árið 1972. Hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966 með hinu framúrstefnulega leikverki Publikumsbeschimpfung.Fréttin hefur verið uppfærð.BREAKING NEWS:The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to the Polish author Olga Tokarczuk. The Nobel Prize in Literature for 2019 is awarded to the Austrian author Peter Handke.#NobelPrize pic.twitter.com/CeKNz1oTSB— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2019 Austurríki Bókmenntir Menning Nóbelsverðlaun Pólland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Verðlaunahafar bókmenntaverðlauna Nóbels árin 2018 og 2019 eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski rithöfundurinn Peter Handke. Þetta tilkynnti sænska akademían á fréttamannafundi rétt í þessu. Veitt voru tvenn verðlaun að þessu sinni þar sem engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismáls sem skók sænsku akademíuna. Eiginmaður eins nefndarmeðlims reyndist sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Tokarczuk fær verðlaunin fyrir árið 2018. Hún er fædd árið 1962 og er einn fremsti höfundur Póllands. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Bieguni í fyrra. Þá er hún er menntaður sálfræðingur og eftir hana liggja skáldverk af ýmsum toga, bæði ljóð og skáldsögur. Hún hefur einkum vakið athygli fyrir „dularfullan“ ritstíl og ítrekað verið verðlaunuð á Nike-verðlaununum, aðalbókmenntaverðlaunum Póllands. Tokarczuk er fimmtánda konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels en talið var líklegt að kona, eða konur, yrðu fyrir valinu í ár. Peter Handke er fæddur árið 1942 og er verðlaunaður fyrir árið 2019. Hann hefur ritað bæði skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann er afkastamikill þýðandi. Á meðal hans þekktustu verka er skáldsagan Die Angst des Tormanns beim Eldmeter, sem gerð var að samnefndri kvikmynd árið 1972. Hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966 með hinu framúrstefnulega leikverki Publikumsbeschimpfung.Fréttin hefur verið uppfærð.BREAKING NEWS:The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to the Polish author Olga Tokarczuk. The Nobel Prize in Literature for 2019 is awarded to the Austrian author Peter Handke.#NobelPrize pic.twitter.com/CeKNz1oTSB— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2019
Austurríki Bókmenntir Menning Nóbelsverðlaun Pólland Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira