Maðurinn sem vopnaður var skotvopni hafði reynt að kveikja í inngangi moskunnar þegar að mennirnir tveir, 74 og 78 ára að aldri, komu að honum. Báðir mannanna hafa verið fluttir á sjúkrahús alvarlega slasaðir.
Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og gerði í leiðinni tilraun til þess að kveikja í bíl. Franska lögreglan hefur nú greint frá því að 84 ára gamall karlmaður með tengsl til öfga-hægri hópa, hafi verið handtekin grunaður um verknaðinn.
Reuters greinir frá því að maðurinn hafi verið á meðal frambjóðanda frönsku þjóðfylkingarinnar, National Rally, í kosningum árið 2015.
Marine Le Pen, formaður National Rally, hefur fordæmt verknaðinn og segir hann ekki samræmast gildum flokksins.
L’attentat commis contre la mosquée de #Bayonne est un acte inqualifiable absolument contraire à toutes les valeurs portées par notre mouvement. Ces crimes doivent être traités avec la sévérité la plus totale. MLP
— Marine Le Pen (@MLP_officiel) October 28, 2019