Eldsvoði Árni Helgi Gunnlaugsson skrifar 28. október 2019 16:05 Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bruni í Mávahlíð Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00 Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Eins og flestir sem mig og drengina mína þekkja vita, þá lentum við feðgar í því að það kviknaði í íbúð okkar í Breiðholtinu fyrir um mánuði síðan og við misstum allar veraldlegar eigur í eldinum.Þegar ég fékk símtalið frá elsta syninum um hvað hefði gerst, var ég staddur við vinnu vestur í bæ og gerði ég mér í sjálfu sér ekki grein fyrir því þarna strax, hvort þetta hefði verið einhver smáræðis eldur, eða hvort það væri hreinlega kviknað í. Ég henti frá mér öllu sem ég var að gera og þeysti af stað upp í Breiðholtið. Á leiðinni var ég að reyna að hringja í strákana allan tímann. Þeir svöruðu ekki símunum. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið voru síðustu slökkviliðsbílarnir og sjúkrabíll að keyra fram úr mér. Það er ekki góð tilfinning að víkja fyrir slökkviliðinu, þegar þú veist að þeir eru að fara heim til þín. Eða þannig. Þegar ég nálgaðist Breiðholtið og kom inn í Fellin og sá reykinn yfir öllu, þá vissi ég að um eldsvoða væri að ræða. Enn svöruðu þeir ekki og þarna var ég orðinn alvarlega hræddur. Þegar ég kom að Jórufellinu sá ég bara bjarmann af bláblikkandi ljósum, mannmergð sem var að fylgjast með og svartan reyk út um glugga og sprungnar rúður. Ég leitaði að strákunum en sá þá hvergi. Talaði við slökkviliðsmann og þeir vissu ekki hvort strákarnir væru ennþá inni, reykkafarar væru að kanna málið. Ég hélt þarna, að ég gæti mögulega verið að missa tvo af þremur strákunum mínum. Það er auðvitað erfitt að lýsa því, hvernig manni líður á svona stundu. Þegar ég lýsti því fyrir starfsmanni Rauða krossins um nóttina, var mér sagt að ég hefði verið á leiðinni inn í lost. Ég veit ekki hve langur tími leið. Tíminn verður svo afstæður í svona aðstæðum. Fyrir mér var þetta heil eilífð. En loksins sá ég drengina mína, á náttfötunum að ræða við lögreglumann. Það er auðvitað ekki heldur hægt að koma orðum að þeirri upplifun, svo vel sé. En hugtakið að „heimta úr helju" fær alla vega dýpri og þrungnari merkingu. Á því augnabliki sem ég sá þá, missti ég eiginlega alveg áhugann á eldsvoðanum og því sem var að brenna, eða hafði brunnið. Fékk það beint í æð, hvað það er, sem skiptir máli í lífinu. Get ennþá upplifað þessa tilfinningu þegar ég hugsa um töfraaugnablikið. En auðvitað, þegar rykið var sest aftur, þá stóðum við uppi bara í því sem var utan á okkur. Allt farið. Og ótryggt. En það væsir ekki um okkur í dag. Við höfum rætt þetta allir fjórir og okkar upplifun á þessu öllu saman. Auðvitað engin upplifunin góð. En lífið er að komast í fastar skorður aftur. Mér er líka hugsað til þeirra sem hafa lent í þessu á eftir okkur. Það virðist hafa verið heil hrina af eldsvoðum undanfarinn mánuð. Sérstaklega er hugurinn hjá fjölskyldunum sem lentu í eldsvoðanum í Mávahlíð viljum þakka allar hlýjar hugsanir og skilaboð, og alla þá hjálp sem við höfum fengið. Við erum bæði snortnir og þakklátir. Íslendingar sýna svo sannarlega sitt rétta hjartalag, þegar einhver í hinni íslensku fjölskyldu lendir í slysum eða hrakningum. Ég vil þar að auki nota tækifærið og þakka þeim sem ég náði ekki að svara skilaboðum og hringingum frá, en sem vildu rétta fram hjálparhönd. Megi guð og allar góðar vættir vera með þeim.
Hrærður yfir viðbrögðunum: „Þegar eitthvað bjátar á standa allir saman“ Árni Gunnlaugsson, einstæður faðir sem missti aleiguna í bruna fyrir rúmri viku, hefur fundið fyrir miklum stuðningi. 8. október 2019 14:00
Einstæður þriggja barna faðir missti allt í bruna Maðurinn er ekki með heimilistryggingu og með báðar hendur tómar. Eitt barn hans var að fikta með eld með þeim afleiðingum að íbúðin varð alelda. Feðgarnir sofa nú á dýnum í tómu lánshúsi. 7. október 2019 18:49
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun