Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. október 2019 10:15 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar