Ótrúleg endurkoma Vals í Garðabænum | Annar sigur Hauka í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2019 17:41 Díana Dögg tryggði Val stig gegn Stjörnunni. vísir/daníel Stjarnan fór illa að ráð sínu gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 24-24. Stjörnukonur voru fjórum mörkum yfir, 24-20, þegar þrjár mínútur voru eftir. Valskonur skoruðu hins vegar fjögur síðustu mörk leiksins og tryggðu sér stig. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmarkið. Hún var markahæst Valskvenna með fimm mörk. Vigdís Birna Þorsteinsdóttir skoraði fjögur mörk, þar af tvö á lokakaflanum. Stjarnan var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og náði mest sex marka forskoti í seinni hálfleik. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Garðbæinga með átta mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu fimm mörk hvor. Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem Valur vinnur ekki. Liðið er þó enn á toppi deildarinnar með ellefu stig. Stjarnan er í 3. sæti með níu stig.Þórhildur Braga og stöllur hennar í Haukum eru komnar upp í 6. sæti Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmHaukar unnu sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli, 21-19. Haukar eru í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig en Mosfellingar eru stigalausir í áttunda og neðsta sætinu. Guðrún Erla Bjarnadóttir, Þórhildur Braga Þórðardóttir og Sara Odden skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka. Roberta Ivanauskaite skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Anamaria Gugic fimm. Aðrir leikmenn liðsins skoruðu aðeins samtals sjö mörk.Steinunn skoraði tólf mörk gegn HK.vísir/báraFram vann stórsigur á HK í Kórnum, 28-42. Gestirnir voru átta mörkum yfir í hálfleik, 13-21. Steinunn Björnsdóttir skoraði tólf mörk fyrir Fram og Þórey Rósa Stefánsdóttir sjö. Lena Margrét Valdimarsdóttir og Karen Knútsdóttir gerðu fimm mörk hvor. Karen gaf einnig sjö stoðsendingar. Sigríður Hauksdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir HK. Fram er í 2. sæti deildarinnar með tíu stig, einu stigi á eftir Val. HK er í 5. sætinu með fimm stig.Þá vann KA/Þór ÍBV með tveggja marka mun, 20-18, fyrir norðan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór 20-18 ÍBV | KA/Þór vann sigur í spennuleik. KA/Þór vann tveggja marka sigur á ÍBV norðan heiða í dag í bráðfjörugum handboltaleik. 26. október 2019 18:45 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
Stjarnan fór illa að ráð sínu gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 24-24. Stjörnukonur voru fjórum mörkum yfir, 24-20, þegar þrjár mínútur voru eftir. Valskonur skoruðu hins vegar fjögur síðustu mörk leiksins og tryggðu sér stig. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmarkið. Hún var markahæst Valskvenna með fimm mörk. Vigdís Birna Þorsteinsdóttir skoraði fjögur mörk, þar af tvö á lokakaflanum. Stjarnan var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og náði mest sex marka forskoti í seinni hálfleik. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Garðbæinga með átta mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu fimm mörk hvor. Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem Valur vinnur ekki. Liðið er þó enn á toppi deildarinnar með ellefu stig. Stjarnan er í 3. sæti með níu stig.Þórhildur Braga og stöllur hennar í Haukum eru komnar upp í 6. sæti Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmHaukar unnu sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli, 21-19. Haukar eru í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig en Mosfellingar eru stigalausir í áttunda og neðsta sætinu. Guðrún Erla Bjarnadóttir, Þórhildur Braga Þórðardóttir og Sara Odden skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka. Roberta Ivanauskaite skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Anamaria Gugic fimm. Aðrir leikmenn liðsins skoruðu aðeins samtals sjö mörk.Steinunn skoraði tólf mörk gegn HK.vísir/báraFram vann stórsigur á HK í Kórnum, 28-42. Gestirnir voru átta mörkum yfir í hálfleik, 13-21. Steinunn Björnsdóttir skoraði tólf mörk fyrir Fram og Þórey Rósa Stefánsdóttir sjö. Lena Margrét Valdimarsdóttir og Karen Knútsdóttir gerðu fimm mörk hvor. Karen gaf einnig sjö stoðsendingar. Sigríður Hauksdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir HK. Fram er í 2. sæti deildarinnar með tíu stig, einu stigi á eftir Val. HK er í 5. sætinu með fimm stig.Þá vann KA/Þór ÍBV með tveggja marka mun, 20-18, fyrir norðan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór 20-18 ÍBV | KA/Þór vann sigur í spennuleik. KA/Þór vann tveggja marka sigur á ÍBV norðan heiða í dag í bráðfjörugum handboltaleik. 26. október 2019 18:45 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór 20-18 ÍBV | KA/Þór vann sigur í spennuleik. KA/Þór vann tveggja marka sigur á ÍBV norðan heiða í dag í bráðfjörugum handboltaleik. 26. október 2019 18:45