Vilja samstarf um jarðvarma Kristinn Haukuur Guðnason skrifar 26. október 2019 09:00 Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, segir margt hægt að læra af Íslendingum um endurnýjanlega orku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið. Hollendingar hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um jarðvarmaorku, bæði ráðgjöf og uppbyggingu. Samstarfið er þó enn á umræðustigi og engin fastmótuð verkefni ákveðin. Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum heimsækja nú landið í annað skiptið á þessu ári. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal, segir að á þessum tímapunkti sé verið að ræða þekkingartilfærslu. Annars vegar vegna jarðvarmaveitna til Hollands sem íslensk ráðgjafarfyrirtæki og hugsanlega þjónustufyrirtæki myndu koma að. Hins vegar er verið að ræða samstarf hollenskra fyrirtækja við gróðurhúsabændur á Íslandi en þar eru Hollendingar mjög framarlega á heimsvísu. Í Hollandi er mikill jarðvarmi, allt að 100 gráða heitur, og öll gróðurhúsin þar jarðvarmahituð. Jarðvarmi er þó ekki notaður í stórum hitaveitukerfum. Hollendingar telja sig öfluga hvað varðar endurnýjanlega orku en þá er aðeins verið að tala um raforkuna, sem er 25 prósent af orkuþörf landsins. Hin 75 prósentin, varminn, koma að langstærstum hluta úr varmagjöfum knúnum með gasi. Sveitarfélög þar í landi huga nú að því að nýta jarðvarma til að ná markmiðum í loftslagsmálum. „Við getum lært mikið af Íslendingum því þeir hafa sýnt að hægt er að fá alla raforku og varma úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, en með honum eru Hanneke Kal og Roel Swierenga. „Fyrir okkur er raunhæft að hita 25 prósent heimila með jarðvarmaverum. Við höfum mjög metnaðarfull markmið. Árið 2030 ætlum við að sjöfalda jarðvarmanotkunina og árið 2050 ætlum við að fjörutíufalda hana,“ segir Hanneke. Hollendingar horfa einnig til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, svo sem sólar- og vindorku. Roel segir að verið sé að ræða við fyrirtæki og skoða samvinnugrundvöll, hollenska ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefnum. Hvað varðar gróðurhúsabændur segir Viðar að Hollendingar geti fært Íslendingum gríðarlega mikið. Til dæmis aðstoð við að hanna og smíða risavaxin gróðurhús og allt sem tengist garðyrkju. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í garðyrkju og mörg húsin í niðurníðslu. Íslendingar eiga mikla möguleika á að verða sjálf bærir með matvæli, við getum ræktað hvað sem er því hér er allt til staðar. Koltvísýringur, jarðvarmi og fleira. En einhverra hluta vegna hefur garðyrkjan ekki blómstrað og við önnum ekki eftirspurn eftir til dæmis káli.“ Viðar segir aðeins tvö eða þrjú fyrirtæki hafa einhverja burði hér á Íslandi og nefnir til dæmis Lambhaga í því samhengi, sem þó myndi teljast mjög lítið fyrirtæki á hollenskan mælikvarða. Eigendur þessara fyrirtækja, sem fóru af stað fyrir áratugum, séu nú margir komnir á aldur og erfitt að sjá mikla nýliðun á markaðinum. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum eru nú á Íslandi til að ræða samstarf í jarðvarmamálum. Framkvæmdastjóri Iceland Geothermal segir þá geta fært gróðurhúsabændum mikið. Hollendingar hafa sýnt mikinn áhuga á samstarfi við íslensk fyrirtæki um jarðvarmaorku, bæði ráðgjöf og uppbyggingu. Samstarfið er þó enn á umræðustigi og engin fastmótuð verkefni ákveðin. Fulltrúar hollenska fjármálaráðuneytisins í jarðhitamálum heimsækja nú landið í annað skiptið á þessu ári. Viðar Helgason, framkvæmdastjóri Iceland Geothermal, segir að á þessum tímapunkti sé verið að ræða þekkingartilfærslu. Annars vegar vegna jarðvarmaveitna til Hollands sem íslensk ráðgjafarfyrirtæki og hugsanlega þjónustufyrirtæki myndu koma að. Hins vegar er verið að ræða samstarf hollenskra fyrirtækja við gróðurhúsabændur á Íslandi en þar eru Hollendingar mjög framarlega á heimsvísu. Í Hollandi er mikill jarðvarmi, allt að 100 gráða heitur, og öll gróðurhúsin þar jarðvarmahituð. Jarðvarmi er þó ekki notaður í stórum hitaveitukerfum. Hollendingar telja sig öfluga hvað varðar endurnýjanlega orku en þá er aðeins verið að tala um raforkuna, sem er 25 prósent af orkuþörf landsins. Hin 75 prósentin, varminn, koma að langstærstum hluta úr varmagjöfum knúnum með gasi. Sveitarfélög þar í landi huga nú að því að nýta jarðvarma til að ná markmiðum í loftslagsmálum. „Við getum lært mikið af Íslendingum því þeir hafa sýnt að hægt er að fá alla raforku og varma úr endurnýjanlegum orkugjöfum,“ segir Ruud Cino, sem fer fyrir hollensku sendinefndinni, en með honum eru Hanneke Kal og Roel Swierenga. „Fyrir okkur er raunhæft að hita 25 prósent heimila með jarðvarmaverum. Við höfum mjög metnaðarfull markmið. Árið 2030 ætlum við að sjöfalda jarðvarmanotkunina og árið 2050 ætlum við að fjörutíufalda hana,“ segir Hanneke. Hollendingar horfa einnig til annarra endurnýjanlegra orkugjafa, svo sem sólar- og vindorku. Roel segir að verið sé að ræða við fyrirtæki og skoða samvinnugrundvöll, hollenska ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefnum. Hvað varðar gróðurhúsabændur segir Viðar að Hollendingar geti fært Íslendingum gríðarlega mikið. Til dæmis aðstoð við að hanna og smíða risavaxin gróðurhús og allt sem tengist garðyrkju. „Við erum langt á eftir öðrum þjóðum í garðyrkju og mörg húsin í niðurníðslu. Íslendingar eiga mikla möguleika á að verða sjálf bærir með matvæli, við getum ræktað hvað sem er því hér er allt til staðar. Koltvísýringur, jarðvarmi og fleira. En einhverra hluta vegna hefur garðyrkjan ekki blómstrað og við önnum ekki eftirspurn eftir til dæmis káli.“ Viðar segir aðeins tvö eða þrjú fyrirtæki hafa einhverja burði hér á Íslandi og nefnir til dæmis Lambhaga í því samhengi, sem þó myndi teljast mjög lítið fyrirtæki á hollenskan mælikvarða. Eigendur þessara fyrirtækja, sem fóru af stað fyrir áratugum, séu nú margir komnir á aldur og erfitt að sjá mikla nýliðun á markaðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira