Væri ekki nær að baka köku? Sóley Tómasdóttir skrifar 25. október 2019 11:34 Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Kynningarstjóri bankans skrifaði stuttan pistil á Vísi til að vekja athygli á þessu í vikunni þar sem hún nefndi nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. Eitt af því var að taka tillit til kynjasjónarmiða við val á miðlum til birtingar á auglýsingum. Vísir gerði frétt upp úr pistlinum, þar sem fullyrt var að Íslandsbanki hefði sett viðskiptabann á karllæga fjölmiðla með millifyrirsögnum um herör gegn karlmönnum og viðskiptaþvinganir. Fréttin varð fljótlega mest lesin. Þingmenn og ráðherrar sem almennt trúa á frelsi markaðarins voru skyndilega harmi slegnir yfir að banki ætlaði að fara að beita áhrifum sínum, ritstjóri Bændablaðsins talaði um viðskiptaþvinganir, blaðamenn ærðust yfir aðför að frjálsri fjölmiðlun og fréttastofur ljósvakamiðlanna endurvörpuðu þessum áhyggjum til almennings sem sparaði ekki stóru orðin í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Þó mörgum þyki þessar áherslur og aðgerðir Íslandsbanka eðlilegar og tímabærar (og m.a.s. helst til borgaralegar) hefur gagnrýnin verið harkaleg. Fjármálaráðherra fullyrðir að þótt það sé gott og blessað að jafnréttismál séu ofarlega á baugi séu takmörk fyrir því hversu langt menn geti seilst. Athugasemdakerfin ganga enn lengra með ásökunum um fasisma, öfgar og ofbeldi.Hvað ef? Hvað ef einhver af jafnréttisriddurum #heforshe hefðu skrifað upphaflega pistilinn? Hvað ef viðurkenndur hvítur karl í viðskiptalífinu hefði skrifað hann? -Eða jafnvel téður fjármálaráðherra? Getur verið að fjölmiðlaumfjöllun hefði verið öðruvísi, kannski með fyrirsögn um ábyrga viðskiptahætti og heimsmarkmið? Staðreyndin er sú að á meðan framlagi karla til jafnréttisumræðunnar er að jafnaði tekið fagnandi mæta konur sem ögra hefðbundnum kynhlutverkum miklum mótbyr. Konur sem komast í stöðu til að breyta og leggja sig fram um að nýta þá stöðu eru ekki mærðar með sama hætti og fjármálaráðherrar sem baka köku eða utanríkisráðherrar sem tala um #heforshe í erlendum hátíðarræðum (og helvítis tíkur á börum). Þvert á móti mæta þær sérstöku og enn harðara mótlæti en almennt gengur og gerist.Fjölmörg dæmi Undanfarnar vikur hafa konur verið úthrópaðar fyrir að krefjast jafnréttis, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Hlutdræg fjölmiðlaumfjöllun, drifin áfram af smellubrellum, kraumandi reiði virkra í athugasemdum og megn fyrirlitning gagnvart konum spinnur saman orðræðu sem getur auðveldlega bugað sterkasta fólk. Orðræðan um Freyju Haraldsdóttur sem brýtur blað um þessar mundir í baráttu fyrir fatlaðar mæður, um Alexöndru Briem sem hefur vakið margt fólk til umhugsunar um kynleiðréttingar með opinskárri umfjöllun sinni um eigið ferli, um Hildi Lilliendahl ef hún tjáir sig almennt og nú síðast um Eddu Hermannsdóttur eru allar af sama meiði. Hatrömm og niðrandi orðræða um konur sem standa í stafni mannréttindabaráttu. Orðræða sem er að stórum hluta spunnin upp af valdastofnunum, af þingmönnum, ráðherrum og fjölmiðlum sem næra ótta og íhaldsemi almennings og ver feðraveldið með ráðum og dáð.Jafnréttisparadísin Ísland Á milli þess sem ráðherrar, þingmenn, ritstjórar, blaðamenn og virkir í athugasemdum fárast yfir konunum sem ögra er þetta sama fólk afar stolt af stöðu Íslands sem jafnréttisfyrirmyndar á alþjóðavettvangi. En það eins og það vanti oggulítinn part í samhengi sögunnar. Árangurinn er nefnilega til kominn vegna hugrekkis og þrautsegju kvenna á borð við þær ofangreindu sem hafa lagt blóð, svita og tár í hvert einasta hænuskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti. Hvert eitt og einasta hænuskref hefur mætt mótbyr, valdið hugarangri þingmanna, ráðherra og ritstjóra og fjaðrafoki í almennri umræðu. Þessi oggulitli partur í samhenginu þarf að verða sýnilegri og viðurkenndari. Sem betur fer er til fólk sem er tilbúið til að leggja mannorð sitt að veði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Ef samfélagið næði stjórn á þessum sjálfkrafa varnarviðbrögðum og tæki hugmyndum þeirra, rökum og tillögum með opnari hug er ég viss um að Ísland gæti orðið að enn betri jafnréttisfyrirmynd á alþjóðavettvangi. Í stað þess að lyppast niður af áhyggjum og vera harmi sleginn þegar baráttufólk kemur með hugmynd mætti taka þeim fagnandi og gleðjast. Jafnvel baka köku? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sóley Tómasdóttir Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Kynningarstjóri bankans skrifaði stuttan pistil á Vísi til að vekja athygli á þessu í vikunni þar sem hún nefndi nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. Eitt af því var að taka tillit til kynjasjónarmiða við val á miðlum til birtingar á auglýsingum. Vísir gerði frétt upp úr pistlinum, þar sem fullyrt var að Íslandsbanki hefði sett viðskiptabann á karllæga fjölmiðla með millifyrirsögnum um herör gegn karlmönnum og viðskiptaþvinganir. Fréttin varð fljótlega mest lesin. Þingmenn og ráðherrar sem almennt trúa á frelsi markaðarins voru skyndilega harmi slegnir yfir að banki ætlaði að fara að beita áhrifum sínum, ritstjóri Bændablaðsins talaði um viðskiptaþvinganir, blaðamenn ærðust yfir aðför að frjálsri fjölmiðlun og fréttastofur ljósvakamiðlanna endurvörpuðu þessum áhyggjum til almennings sem sparaði ekki stóru orðin í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Þó mörgum þyki þessar áherslur og aðgerðir Íslandsbanka eðlilegar og tímabærar (og m.a.s. helst til borgaralegar) hefur gagnrýnin verið harkaleg. Fjármálaráðherra fullyrðir að þótt það sé gott og blessað að jafnréttismál séu ofarlega á baugi séu takmörk fyrir því hversu langt menn geti seilst. Athugasemdakerfin ganga enn lengra með ásökunum um fasisma, öfgar og ofbeldi.Hvað ef? Hvað ef einhver af jafnréttisriddurum #heforshe hefðu skrifað upphaflega pistilinn? Hvað ef viðurkenndur hvítur karl í viðskiptalífinu hefði skrifað hann? -Eða jafnvel téður fjármálaráðherra? Getur verið að fjölmiðlaumfjöllun hefði verið öðruvísi, kannski með fyrirsögn um ábyrga viðskiptahætti og heimsmarkmið? Staðreyndin er sú að á meðan framlagi karla til jafnréttisumræðunnar er að jafnaði tekið fagnandi mæta konur sem ögra hefðbundnum kynhlutverkum miklum mótbyr. Konur sem komast í stöðu til að breyta og leggja sig fram um að nýta þá stöðu eru ekki mærðar með sama hætti og fjármálaráðherrar sem baka köku eða utanríkisráðherrar sem tala um #heforshe í erlendum hátíðarræðum (og helvítis tíkur á börum). Þvert á móti mæta þær sérstöku og enn harðara mótlæti en almennt gengur og gerist.Fjölmörg dæmi Undanfarnar vikur hafa konur verið úthrópaðar fyrir að krefjast jafnréttis, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Hlutdræg fjölmiðlaumfjöllun, drifin áfram af smellubrellum, kraumandi reiði virkra í athugasemdum og megn fyrirlitning gagnvart konum spinnur saman orðræðu sem getur auðveldlega bugað sterkasta fólk. Orðræðan um Freyju Haraldsdóttur sem brýtur blað um þessar mundir í baráttu fyrir fatlaðar mæður, um Alexöndru Briem sem hefur vakið margt fólk til umhugsunar um kynleiðréttingar með opinskárri umfjöllun sinni um eigið ferli, um Hildi Lilliendahl ef hún tjáir sig almennt og nú síðast um Eddu Hermannsdóttur eru allar af sama meiði. Hatrömm og niðrandi orðræða um konur sem standa í stafni mannréttindabaráttu. Orðræða sem er að stórum hluta spunnin upp af valdastofnunum, af þingmönnum, ráðherrum og fjölmiðlum sem næra ótta og íhaldsemi almennings og ver feðraveldið með ráðum og dáð.Jafnréttisparadísin Ísland Á milli þess sem ráðherrar, þingmenn, ritstjórar, blaðamenn og virkir í athugasemdum fárast yfir konunum sem ögra er þetta sama fólk afar stolt af stöðu Íslands sem jafnréttisfyrirmyndar á alþjóðavettvangi. En það eins og það vanti oggulítinn part í samhengi sögunnar. Árangurinn er nefnilega til kominn vegna hugrekkis og þrautsegju kvenna á borð við þær ofangreindu sem hafa lagt blóð, svita og tár í hvert einasta hænuskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti. Hvert eitt og einasta hænuskref hefur mætt mótbyr, valdið hugarangri þingmanna, ráðherra og ritstjóra og fjaðrafoki í almennri umræðu. Þessi oggulitli partur í samhenginu þarf að verða sýnilegri og viðurkenndari. Sem betur fer er til fólk sem er tilbúið til að leggja mannorð sitt að veði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Ef samfélagið næði stjórn á þessum sjálfkrafa varnarviðbrögðum og tæki hugmyndum þeirra, rökum og tillögum með opnari hug er ég viss um að Ísland gæti orðið að enn betri jafnréttisfyrirmynd á alþjóðavettvangi. Í stað þess að lyppast niður af áhyggjum og vera harmi sleginn þegar baráttufólk kemur með hugmynd mætti taka þeim fagnandi og gleðjast. Jafnvel baka köku?
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun