„Ekki krúttlegur friðarklúbbur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 11:44 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar. Vísir/Egill Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna. Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um aðild Norður-Makedóníu að NATO með 32 atkvæðum en 11 sátu hjá. Þeirra á meðal voru allir þingmenn Vinstri grænna en flokkurinn hefur alla tíð verið andvígur aðild Íslands að NATO. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði að frá stofnun VG hafi bandalagið stækkað í þrígang og nú yrði það gert í fjórða sinn með aðild Norður-Makedóníu. Í öll skiptin hafi þingmenn VG setið hjá og skilað minnihlutaáliti í utanríkismálanefnd. „Sú afstaða í gegnum tíðina er óbreytt hér í dag enda gengur stækkun bandalagsins í berhögg við áherslur VG. NATO er hernaðarbandalag en ekki krúttlegur friðarklúbbur,“ sagði Rósa. „Stækkun Atlantshafsbandalagsins er ekki grundvöllur friðar, stöðugleika og öryggis í heiminum. Það væri heldur gert með styrkingu alþjóðastofnana, alþjóðasamvinnu, samtala og lýðræðislegra lausna,“ bætti Rósa við.Engin stefna um NATO meðal Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði grein fyrir því í pontu Alþingis að Píratar eigi sér enga stefnu um veru Íslands í NATO og að skiptar skoðanir séu um málið innan Pírata. Sjálf sé hún á móti veru Íslands í bandalaginu og því sitji hún hjá. Helgi Hrafn Gunnarsson flokksbróðir hennar studdi hins vegar tillöguna þar sem hann telji öryggis- og varnarhagsmuni Íslands innan NATO skipta máli. Aftur á móti veki nýlegir atburðir í norðanverðu Sýrlandi upp spurningar. „Í ljósi nýliðinna atburða sem varða tvær NATO-þjóðir, Tyrkland og Bandaríkin, velta upp spurningunni hvort að séu raunverulega öryggis- og varnarhagsmunir Íslands að vera í NATO, alveg burt séð frá öllu sem fólki finnist um hegðun NATO af og til. Ef við lítum bara alveg blákalt á öryggis- og varnarhagsmuni Íslands eru það þá okkar hagsmunir að vera inni í þessu bandalagi?“ spurði Helgi Hrafn, sem þó studdi tillöguna.
Alþingi Norður-Makedónía Píratar Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira