Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2019 10:45 Trump heldur því fram að hann njóti friðhelgi fyrir hvers kyns rannsóknum eða ákærum á meðan hann er forseti, jafnvel þó að hann gerðist sekur um morð fyrir allra augum. AP/Carolyn Kaster Hvorki væri hægt að rannsaka né ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu. Þessu hélt persónulegur lögmaður Trump fram við dómara í gær þegar hann færði rök fyrir því af hverju saksóknarar ættu ekki að fá skattskýrslur forsetans afhentar. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að löggæsluyfirvöld og Bandaríkjaþing fái upplýsingar um fjárreiður hans í hendur. Hann hefur farið með málin fyrir dómstóla og meðal annars byggt á því að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsókn. Þegar dómari í máli sem Trump höfðaði til að koma í veg fyrir að saksóknarar í New York fái skattskýrslur hans frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA spurði dómari William S. Consovoy, lögmann forsetans, að því hversu langt þessi lagakenning um friðhelgi forsetans næði vísaði lögmaðurinn til nokkurs sem Trump sagði eftirminnilega í kosningabaráttunni árið 2016. Trump hélt því þá fram að stuðningsmenn hans væru honum svo tryggir að hann gæti skotið manneskju á miðju Fimmtu breiðgötu New York án þess að tapa atkvæðum. „Gætu yfirvöld á staðnum ekki rannsakað? Gætu þau ekki gert neitt í því? Væri ekkert hægt að gera? Er það afstaða þín?“ spurði Denny Chin dómari við áfrýjunardómstól fyrir annan umdæmisdómstól Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Politico. „Það er rétt,“ svaraði Consovoy en lagði áherslu á að það gilti aðeins á meðan forseti væri í embætti. Eftir að hann léti af því gætu hvaða yfirvöld sem er handtekið hann, rannsakað eða ákært. „Þetta er ekki varanleg friðhelgi,“ sagði lögmaðurinn.Tengist þagnarkaupum og Stormy Daniels Saksóknarar í New York krefjast skattskýrslna Trump fyrir átta ára tímabil í tengslum við rannsókn þeirra á þagnargreiðslum til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Alríkisdómari hafnaði áður rökum Trump um að hann nyti algerrar friðhelgi gegn rannsókn og ákæru með þeim orðum að þau væru „furðuleg“ og án lagastoðar. Trump áfrýjaði þá til áfrýjunardómstólsins. Búist er við því að málið endi á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur starfað eftir þeim reglum að alríkissaksóknarar geti ekki ákært sitjandi forseta en svæðissaksóknarinn í New York er ekki bundinn af þeim. Fram að þessu hefur ekki verið talið að sú regla næði einnig til rannsóknar á forsetanum. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við segja að þau rök forsetans, jafnvel þegar um eins alvarlegan glæp og morð ræðir, séu langsótt og að dómstólar ættu ekki að fallast á þau. Ólíkt fyrri forsetanum Bandaríkjanna hefur Trump staðfastlega neitað því að gera skattskýrslur sínar opinberar. Á sama tíma hefur hann ekki slitið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Forsetinn hefur enn beinar tekjur af fyrirtækjum sínum sem synir hans tveir stýra. Trump hefur þannig verið sakaður um að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar sem bannar forseta að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum. Þekkt er að erlend ríki hafa sótt í fyrirtæki forsetans, þar á meðal hótel hans, í tengslum við erendrekstrur gagnvart Bandaríkjastjórn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Hvorki væri hægt að rannsaka né ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta, jafnvel þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu. Þessu hélt persónulegur lögmaður Trump fram við dómara í gær þegar hann færði rök fyrir því af hverju saksóknarar ættu ekki að fá skattskýrslur forsetans afhentar. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að löggæsluyfirvöld og Bandaríkjaþing fái upplýsingar um fjárreiður hans í hendur. Hann hefur farið með málin fyrir dómstóla og meðal annars byggt á því að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsókn. Þegar dómari í máli sem Trump höfðaði til að koma í veg fyrir að saksóknarar í New York fái skattskýrslur hans frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA spurði dómari William S. Consovoy, lögmann forsetans, að því hversu langt þessi lagakenning um friðhelgi forsetans næði vísaði lögmaðurinn til nokkurs sem Trump sagði eftirminnilega í kosningabaráttunni árið 2016. Trump hélt því þá fram að stuðningsmenn hans væru honum svo tryggir að hann gæti skotið manneskju á miðju Fimmtu breiðgötu New York án þess að tapa atkvæðum. „Gætu yfirvöld á staðnum ekki rannsakað? Gætu þau ekki gert neitt í því? Væri ekkert hægt að gera? Er það afstaða þín?“ spurði Denny Chin dómari við áfrýjunardómstól fyrir annan umdæmisdómstól Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Politico. „Það er rétt,“ svaraði Consovoy en lagði áherslu á að það gilti aðeins á meðan forseti væri í embætti. Eftir að hann léti af því gætu hvaða yfirvöld sem er handtekið hann, rannsakað eða ákært. „Þetta er ekki varanleg friðhelgi,“ sagði lögmaðurinn.Tengist þagnarkaupum og Stormy Daniels Saksóknarar í New York krefjast skattskýrslna Trump fyrir átta ára tímabil í tengslum við rannsókn þeirra á þagnargreiðslum til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels sem heldur því fram að hún hafi átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Alríkisdómari hafnaði áður rökum Trump um að hann nyti algerrar friðhelgi gegn rannsókn og ákæru með þeim orðum að þau væru „furðuleg“ og án lagastoðar. Trump áfrýjaði þá til áfrýjunardómstólsins. Búist er við því að málið endi á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur starfað eftir þeim reglum að alríkissaksóknarar geti ekki ákært sitjandi forseta en svæðissaksóknarinn í New York er ekki bundinn af þeim. Fram að þessu hefur ekki verið talið að sú regla næði einnig til rannsóknar á forsetanum. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við segja að þau rök forsetans, jafnvel þegar um eins alvarlegan glæp og morð ræðir, séu langsótt og að dómstólar ættu ekki að fallast á þau. Ólíkt fyrri forsetanum Bandaríkjanna hefur Trump staðfastlega neitað því að gera skattskýrslur sínar opinberar. Á sama tíma hefur hann ekki slitið öll tengsl við viðskiptaveldi sitt. Forsetinn hefur enn beinar tekjur af fyrirtækjum sínum sem synir hans tveir stýra. Trump hefur þannig verið sakaður um að brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar sem bannar forseta að taka við gjöfum frá erlendum leiðtogum. Þekkt er að erlend ríki hafa sótt í fyrirtæki forsetans, þar á meðal hótel hans, í tengslum við erendrekstrur gagnvart Bandaríkjastjórn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Verða að afhenda fjárhagsupplýsingar um Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur skipað endurskoðunarfyrirtækinu Mazars að afhenda stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings skýrslur og upplýsingar um fjárhag Donald Trump, forseta bandaríkjanna, frá því áður en hann tók við embætti. 20. maí 2019 23:15
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31