Conor snýr aftur í búrið í janúar | Ætlar sér stóra hluti á næsta ári Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2019 10:21 Conor McGregor er farið að leiðast þófið og ætlar að drífa sig aftur í búrið. vísir/getty Bardagakappinn Conor McGregor var með blaðamannafund í Moskvu í morgun þar sem hann staðfesti endurkomu sína í búrið þann 18. janúar á næsta ári. Þá mun Conor berjast í T-Mobile-höllinni í Las Vegas. Conor talaði ekki um hver yrði andstæðingur hans en líklegustu andstæðingarnir eru Donald Cerrone og Justin Gaethje. „Spyrjið UFC hver andstæðingurinn verður því mér er skítsama,“ sagði Conor á fundinum. Conor var klár í að berjast við Frankie Edgar um miðjan desember en það gekk ekki eftir þar sem UFC hafði engan áhuga á þeim bardaga.Here is the video of Conor McGregor announcing his plans for 2020, which begin with his return fight on Jan. 18 in Las Vegas. ( RT Sport) pic.twitter.com/9PiNSaNH7c — Ariel Helwani (@arielhelwani) October 24, 2019 Írinn kjaftfori segist ætla að láta til sín taka á næsta ári og stefnir á þrjá bardaga. Hann vill mæta sigurvegaranum í bardaga Jorge Masvidal og Nate Diaz og einnig vill hann mæta sigurvegaranum í bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Conor er mikill Rocky-aðdáandi og hefur óskað eftir því að berjast við Khabib í Moskvu ef hann fær annað tækifæri gegn Rússanum. Vill feta í fótspor Rocky Balboa sem lamdi Ivan Drago í Moskvu í Rocky IV. Nú bíðum við frétta frá UFC um hver verður andstæðingur Írans í janúar en ljóst er að endurkoma hans mun hrista upp í UFC-heiminum. Conor hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Khabib í október í fyrra. MMA Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað Sjá meira
Bardagakappinn Conor McGregor var með blaðamannafund í Moskvu í morgun þar sem hann staðfesti endurkomu sína í búrið þann 18. janúar á næsta ári. Þá mun Conor berjast í T-Mobile-höllinni í Las Vegas. Conor talaði ekki um hver yrði andstæðingur hans en líklegustu andstæðingarnir eru Donald Cerrone og Justin Gaethje. „Spyrjið UFC hver andstæðingurinn verður því mér er skítsama,“ sagði Conor á fundinum. Conor var klár í að berjast við Frankie Edgar um miðjan desember en það gekk ekki eftir þar sem UFC hafði engan áhuga á þeim bardaga.Here is the video of Conor McGregor announcing his plans for 2020, which begin with his return fight on Jan. 18 in Las Vegas. ( RT Sport) pic.twitter.com/9PiNSaNH7c — Ariel Helwani (@arielhelwani) October 24, 2019 Írinn kjaftfori segist ætla að láta til sín taka á næsta ári og stefnir á þrjá bardaga. Hann vill mæta sigurvegaranum í bardaga Jorge Masvidal og Nate Diaz og einnig vill hann mæta sigurvegaranum í bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Conor er mikill Rocky-aðdáandi og hefur óskað eftir því að berjast við Khabib í Moskvu ef hann fær annað tækifæri gegn Rússanum. Vill feta í fótspor Rocky Balboa sem lamdi Ivan Drago í Moskvu í Rocky IV. Nú bíðum við frétta frá UFC um hver verður andstæðingur Írans í janúar en ljóst er að endurkoma hans mun hrista upp í UFC-heiminum. Conor hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Khabib í október í fyrra.
MMA Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Fleiri fréttir Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Bjarki Már öflugur Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Eygló í þyngri flokki en samt best allra Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað Sjá meira