Guðmundur segir ástandið ekki gott: „Þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2019 07:00 Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, segir að það sé erfitt að segja til um hver staðan sé á íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Rúmlega tveir mánuðir eru þangað til að EM fer af stað í Svíþjóð en þar er íslenska liðið í riðli með Danmörku, Rússlandi og Ungverjalandi. Ísland leikur um helgina tvo æfingarleiki við Svíþjóð ytra og Guðjón Guðmundsson ræddi við landsliðsþjálfarann í Safamýrinni í gær. „Það er erfitt að meta það og sérstaklega núna þegar það eru mörg forföll. Það eru margir sem eru að koma úr meiðslum eða eru meiddir og hafa verið að spila hálf meiddir með sínum félagsliðum,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Lykilmenn á borð við Guðjón Val Sigurðsonar eru ekki með og Arnar Freyr Arnarsson gaf svo ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni. „Það er ekki mjög gott. Síðan kemur landsliðspásan og þá þurfa þeir að taka pásu því þeir geta ekki meir. Það eru fjölmargir leikmenn í þessari stöðu í dag.“ Nokkrir nýliðar eru í hópnum sem fer út um helgina, til að mynda Viggó Kristjánsson, sem hefur verið að minna á sig í Þýskalandi í vetur. „Við ákváðum að nýta tímann eins vel og hægt er og ákváðum því að kalla inn nýja menn í liðið til þess að prófa og vinna með og sjá hvar þeir standa. Það er gert til þess að auka breiddina hjá okkur og líka taka stöðuna á mönnum sem hafa verið að banka á dyrnar.“ Hægri vængurinn hefur ekki verið að gefa íslenska liðinu nægilega mörg mörk í undanförnum leikjum og Guðmundur er sammála því. Hann bendir einnig á aðra þætti. „Við þurfum að fá ákveðin sóknarstyrk þar. Ég er að einbeita mér að vinna með þá leikmenn sem ég hef og ég get ekkert gert neitt annað en það. Ég hef fulla trú á þeim sem eru að koma inn og eru að bæta sig hratt og örugglega.“ „Það er að gerast bæði erlendis og hér heima í íslensku deildinni. Við höfum hins vegar verið í ákveðnum sóknarvandamálum hvað varðar línuna. Það hefur vantað meiri brodd þar. Fleiri fiskuð víti og fleiri mörk.“ „Þess vegna höfum við gert ákveðnar breytingar. Arnar Freyr gaf ekki kost á sér og við kölluðum því inn Svein Jóhannsson og Kára Kristján til þess að sjá hvar þeir standa.“ Einhverjir gagnrýnisraddir voru um tveggja vikna hléið í deildinni hér heima en Guðmundur gefur lítið fyrir þær. „Ég hef sjálfur þjálfað í deildinni hér heima. Mér fannst það oft kærkomið tækifæri til þess að fá tækifæri til að æfa með leikmennina og leggja áherslu á einhverja ákveðna þætti,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti