Gísli: Er að æfa á hverjum degi með bestu handboltamönnum í heimi Anton Ingi Leifsson skrifar 24. október 2019 14:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson sem leikur með Kiel í Þýskalandi er loks búinn að ná heilsu eftir erfið meiðsli sem hafa verið að plaga FH-inginn. Gísli Þorgeir hefur verið í leikmannahópi Kiel í flestum leikjum liðsins það sem af er leiktíð en spiltíminn hefur ekki verið margar mínútur. „Ég er að komast aftur í gang og auðvitað langt síðan ég var heill. Þetta er að tínast saman smátt og smátt,“ sagði Gísli í samtali við Guðjón Guðmundsson á æfingu landsliðsins í gær. „Það gengur mjög vel hjá liðinu og ég er mjög sáttur með hvernig það gengur. Þetta kemur allt saman.“ Gísli er eins og áður segir á mála hjá Kiel en liðið hefur að skipa mörgum af frambærilegustu leikmönnum í heimi. „Ég er að æfa á hverjum degi með bestu handboltamönnum í heimi. Við erum að spila mjög mikið þar og ég tel mig vera í mjög góðu standi.“ Gísli er í leikmannahópi Íslands sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Svíum um helgina og það er tilhlökkun í Hafnfirðingnum unga. „Ég er 100% tilbúinn í þetta verkefni. Það eru engin vandamál með öxlina. Það eru ekki neinir verkir og mér líður vel í öxlinni,“ sagði Gísli að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira
Gísli Þorgeir Kristjánsson sem leikur með Kiel í Þýskalandi er loks búinn að ná heilsu eftir erfið meiðsli sem hafa verið að plaga FH-inginn. Gísli Þorgeir hefur verið í leikmannahópi Kiel í flestum leikjum liðsins það sem af er leiktíð en spiltíminn hefur ekki verið margar mínútur. „Ég er að komast aftur í gang og auðvitað langt síðan ég var heill. Þetta er að tínast saman smátt og smátt,“ sagði Gísli í samtali við Guðjón Guðmundsson á æfingu landsliðsins í gær. „Það gengur mjög vel hjá liðinu og ég er mjög sáttur með hvernig það gengur. Þetta kemur allt saman.“ Gísli er eins og áður segir á mála hjá Kiel en liðið hefur að skipa mörgum af frambærilegustu leikmönnum í heimi. „Ég er að æfa á hverjum degi með bestu handboltamönnum í heimi. Við erum að spila mjög mikið þar og ég tel mig vera í mjög góðu standi.“ Gísli er í leikmannahópi Íslands sem leikur tvo vináttulandsleiki gegn Svíum um helgina og það er tilhlökkun í Hafnfirðingnum unga. „Ég er 100% tilbúinn í þetta verkefni. Það eru engin vandamál með öxlina. Það eru ekki neinir verkir og mér líður vel í öxlinni,“ sagði Gísli að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Sjá meira