„Algjör stjörnuleikur“ Ingibjargar hafi sýnt fram á mikilvægi hins umtalaða samnings Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 23. október 2019 21:00 Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. Vísir/vilhelm Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri sem gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, segir samninginn alls ekki óeðlilegan. Hann telur það hafa verið mikið heillaspor fyrir Seðlabankann að telja Ingibjörgu, sem hafi sýnt af sér „stjörnuleik“ í störfum sínum fyrir bankann, á að starfa þar áfram. Samningurinn sem Seðlabankinn gerði við Ingibjörgu árið 2016 var loksins birtur í gær eftir málaferli við blaðamann Fréttablaðsins. Dómur í málinu féll á föstudag, þar sem bankanum var gert að láta samninginn af hendi.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendiBankinn hafði m.a. borið því fyrir sig fyrir dómi að upplýsingarnar sem væru að finna í samningnum vörðuðu með beinum hætti fjárhagsmálefni Ingibjargar, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt skuli fara. Samningurinn, sem hljóðaði upp á milljónastyrk til MPA-náms Ingibjargar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, hefur þannig lengi verið umtalaður. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, sagði í samtali við RÚV í gær að samningurinn væri „sérstakur gjörningur“ og taldi hann einsdæmi innan bankans. Ekkert óeðlilegt Már segir í samtali við Vísi að samningurinn sé ekki jafnsérstakur og af sé látið í umræðu um hann. Margir samningar af þessum meiði hafi verið gerðir í Seðlabankanum og þar af nokkrir í tíð hans sem seðlabankastjóra. Þá hafi enn fremur verið gerður samningur um námsstyrk við Má sjálfan þegar Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri. Einnig tíðkist gerð slíkra samninga í erlendum seðlabönkum og annars staðar í atvinnulífinu. „Þetta á sér reyndar stað í bönkum og fyrirtækjum eftir því sem ég best veit. Að starfsmenn sem þykja standa sig vel, og komast í gott nám en geta ekki fjármagnað sig, búnir að vinna í ákveðinn tíma, að þeir fái svona samninga, stundum í eitt ár, stundum í tvö ár. Sumir hafa fengið þetta í doktorsnám og þar á meðal ég, þar var það lengri tími, og það hafa verið nokkrir slíkir samningar í sögu bankans,“ segir Már.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.Fréttablaðið/Valli„Það er ekkert óeðlilegt við þetta, þetta er hluti af eðlilegri mannauðsstjórnun og því að tryggja bankanum hæft starfsfólk, þannig að hann sé með nógu hæft og gott lið til að tala við útlendinga og svoleiðis. Þetta er ekkert nýtt.“ Már segir að samningurinn við Ingibjörgu sé þó kannski frábrugðinn öðrum samningum að því leyti að hún hafi verið framkvæmdastjóri þegar samið var við hana og því hafi hann orðið hærri en ella. Yfirleitt séu slíkir námsstuðningssamningar gerðir við starfsfólk á lægri stigum. Í samningnum hafi heldur ekki verið skilyrði um vinnu í bankanum eftir að náminu lauk.Hugsanlegar efasemdir foknar út í veður og vind Í janúar árið 2012 var Ingibjörg óánægð með ákveðin atriði og ræddi um að hætta hjá Seðlabankanum. Már segist hafa talið að það væri sitt hlutverk að koma í veg fyrir það. „Vegna þess að bæði var hún mjög öflug og svo hitt að hún var búin að byggja upp töluverða þekkingu á málaflokknum í gegnum starfið og það hefði verið miklu erfiðara fyrir bankann ef hún hefði farið. Svo geta sumir sagt: Hefði það ekki gengið upp að lokum? Kannski.“ Eftir á að hyggja, miðað við hvernig málin að endingu þróuðust, hafi hann tekið rétta ákvörðun – bankanum í hag. „Þá held ég að sé alveg ótvírætt hægt að segja að Ingibjörg hafi leikið algjöran stjörnuleik. Hafi ég haft efasemdir um þennan gjörning þegar hann var gerður þá hafði ég engar efasemdir um að þetta hafi verið góður gjörningur fyrir bankann og land og þjóð eftir á. Til dæmis má nefna að hún, ásamt Steinari Guðgeirssyni, björguðu milljörðum, og jafnvel tugum milljarða fyrir íslenskt þjóðarbú þegar verið var að ganga frá stöðugleikaframlögunum,“ segir Már. „En þetta var væntanlega illa gert við hana vegna þess að ef hún hefði hætt þarna í janúar 2012 þá hefði hennar líf auðvitað orðið miklu auðveldara. Hún hefði ekki verið í þessum svakalega darraðardansi og ekki þurft að sitja undir þeim rógburði sem hún þurfti að sitja því hún hafði stigið á einhverjar feitar tær. Þannig að það má halda því fram að ég hafi gert henni óleik en bankanum góðan leik að telja hana inn á að vera áfram.“Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins sem óskaði eftir afriti af samningnum á sínum tíma.Vísir/VilhelmLíklega „hæsti“ árssamningurinn Eins og áður hefur komið fram þurfti Ingibjörg að uppfylla starfsskyldu sína fyrir fram, þ.e. áður en hún fékk námsstyrkinn. Þannig þurfti hún að starfa fyrir bankann í a.m.k. tvö ár, sem að endingu urðu fjögur. Árið 2016 var svo komið að því að efna samkomulagið og það ritað niður. Stuðningur Seðlabankans við Ingibjörgu hljóðaði þannig upp á heimild til leyfis frá störfum þar til námi lyki, átta milljóna króna styrk vegna ýmiss kostnaðar og 60 prósenta hlutfall mánaðarlauna hennar í tólf mánuði. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að mánaðarlaun Ingibjargar hafi numið 1,4 milljón krónum. Samanlagt hafi því styrkurinn til hennar numið rétt rúmlega átján milljónum króna. „Þetta er held ég sá samningur sem er hæstur, allavega af eins árs samningunum, en auðvitað voru sumir samningarnir sem höfðu komið áður, fyrr á árum, til lengri tíma en það,“ segir Már. Bankaráð sammæltist um að taka samninginn ekki fyrir Már vísar jafnframt til umræðu um að samningurinn hafi ekki verið lagður fyrir bankaráð Seðlabankans. Hann bendir á að bankaráð komi almennt ekki að einstökum samningum við starfsmenn og samningar á borð við þann sem gerður var við Ingibjörgu hafi aldrei verið lagðir fyrir ráðið. Hins vegar hafi hann fengið upplýsingar um það að meirihluti bankaráðs hafi vitað af samningnum á sínum tíma. „Einn úr hópnum vildi taka þetta upp í bankaráði en saman komust þau að þeirri niðurstöðu að það ætti ekki að gera það því þetta væri ekki mál sem bankaráðið tæki þátt í ákvörðun um og fordæmi væru til staðar í atvinnulífinu.“ Már bendir einnig á að samningurinn við Ingibjörgu hafi ekki verið starfslokasamningur, enda hafi hún ekki látið af störfum þegar náminu lauk. „Það er ekki fyrr en nokkru síðar að Ingibjörgu býðst starf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og henni bauðst líka starf hjá OECD á sama tíma, þannig að hún þurfti að velja á milli Washington og Parísar, sem hún hættir hjá Seðlabankanum.“ Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Már Guðmundsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri sem gerði samninginn umtalaða við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, segir samninginn alls ekki óeðlilegan. Hann telur það hafa verið mikið heillaspor fyrir Seðlabankann að telja Ingibjörgu, sem hafi sýnt af sér „stjörnuleik“ í störfum sínum fyrir bankann, á að starfa þar áfram. Samningurinn sem Seðlabankinn gerði við Ingibjörgu árið 2016 var loksins birtur í gær eftir málaferli við blaðamann Fréttablaðsins. Dómur í málinu féll á föstudag, þar sem bankanum var gert að láta samninginn af hendi.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendiBankinn hafði m.a. borið því fyrir sig fyrir dómi að upplýsingarnar sem væru að finna í samningnum vörðuðu með beinum hætti fjárhagsmálefni Ingibjargar, sem sanngjarnt væri og eðlilegt að leynt skuli fara. Samningurinn, sem hljóðaði upp á milljónastyrk til MPA-náms Ingibjargar við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, hefur þannig lengi verið umtalaður. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, sagði í samtali við RÚV í gær að samningurinn væri „sérstakur gjörningur“ og taldi hann einsdæmi innan bankans. Ekkert óeðlilegt Már segir í samtali við Vísi að samningurinn sé ekki jafnsérstakur og af sé látið í umræðu um hann. Margir samningar af þessum meiði hafi verið gerðir í Seðlabankanum og þar af nokkrir í tíð hans sem seðlabankastjóra. Þá hafi enn fremur verið gerður samningur um námsstyrk við Má sjálfan þegar Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri. Einnig tíðkist gerð slíkra samninga í erlendum seðlabönkum og annars staðar í atvinnulífinu. „Þetta á sér reyndar stað í bönkum og fyrirtækjum eftir því sem ég best veit. Að starfsmenn sem þykja standa sig vel, og komast í gott nám en geta ekki fjármagnað sig, búnir að vinna í ákveðinn tíma, að þeir fái svona samninga, stundum í eitt ár, stundum í tvö ár. Sumir hafa fengið þetta í doktorsnám og þar á meðal ég, þar var það lengri tími, og það hafa verið nokkrir slíkir samningar í sögu bankans,“ segir Már.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.Fréttablaðið/Valli„Það er ekkert óeðlilegt við þetta, þetta er hluti af eðlilegri mannauðsstjórnun og því að tryggja bankanum hæft starfsfólk, þannig að hann sé með nógu hæft og gott lið til að tala við útlendinga og svoleiðis. Þetta er ekkert nýtt.“ Már segir að samningurinn við Ingibjörgu sé þó kannski frábrugðinn öðrum samningum að því leyti að hún hafi verið framkvæmdastjóri þegar samið var við hana og því hafi hann orðið hærri en ella. Yfirleitt séu slíkir námsstuðningssamningar gerðir við starfsfólk á lægri stigum. Í samningnum hafi heldur ekki verið skilyrði um vinnu í bankanum eftir að náminu lauk.Hugsanlegar efasemdir foknar út í veður og vind Í janúar árið 2012 var Ingibjörg óánægð með ákveðin atriði og ræddi um að hætta hjá Seðlabankanum. Már segist hafa talið að það væri sitt hlutverk að koma í veg fyrir það. „Vegna þess að bæði var hún mjög öflug og svo hitt að hún var búin að byggja upp töluverða þekkingu á málaflokknum í gegnum starfið og það hefði verið miklu erfiðara fyrir bankann ef hún hefði farið. Svo geta sumir sagt: Hefði það ekki gengið upp að lokum? Kannski.“ Eftir á að hyggja, miðað við hvernig málin að endingu þróuðust, hafi hann tekið rétta ákvörðun – bankanum í hag. „Þá held ég að sé alveg ótvírætt hægt að segja að Ingibjörg hafi leikið algjöran stjörnuleik. Hafi ég haft efasemdir um þennan gjörning þegar hann var gerður þá hafði ég engar efasemdir um að þetta hafi verið góður gjörningur fyrir bankann og land og þjóð eftir á. Til dæmis má nefna að hún, ásamt Steinari Guðgeirssyni, björguðu milljörðum, og jafnvel tugum milljarða fyrir íslenskt þjóðarbú þegar verið var að ganga frá stöðugleikaframlögunum,“ segir Már. „En þetta var væntanlega illa gert við hana vegna þess að ef hún hefði hætt þarna í janúar 2012 þá hefði hennar líf auðvitað orðið miklu auðveldara. Hún hefði ekki verið í þessum svakalega darraðardansi og ekki þurft að sitja undir þeim rógburði sem hún þurfti að sitja því hún hafði stigið á einhverjar feitar tær. Þannig að það má halda því fram að ég hafi gert henni óleik en bankanum góðan leik að telja hana inn á að vera áfram.“Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins sem óskaði eftir afriti af samningnum á sínum tíma.Vísir/VilhelmLíklega „hæsti“ árssamningurinn Eins og áður hefur komið fram þurfti Ingibjörg að uppfylla starfsskyldu sína fyrir fram, þ.e. áður en hún fékk námsstyrkinn. Þannig þurfti hún að starfa fyrir bankann í a.m.k. tvö ár, sem að endingu urðu fjögur. Árið 2016 var svo komið að því að efna samkomulagið og það ritað niður. Stuðningur Seðlabankans við Ingibjörgu hljóðaði þannig upp á heimild til leyfis frá störfum þar til námi lyki, átta milljóna króna styrk vegna ýmiss kostnaðar og 60 prósenta hlutfall mánaðarlauna hennar í tólf mánuði. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að mánaðarlaun Ingibjargar hafi numið 1,4 milljón krónum. Samanlagt hafi því styrkurinn til hennar numið rétt rúmlega átján milljónum króna. „Þetta er held ég sá samningur sem er hæstur, allavega af eins árs samningunum, en auðvitað voru sumir samningarnir sem höfðu komið áður, fyrr á árum, til lengri tíma en það,“ segir Már. Bankaráð sammæltist um að taka samninginn ekki fyrir Már vísar jafnframt til umræðu um að samningurinn hafi ekki verið lagður fyrir bankaráð Seðlabankans. Hann bendir á að bankaráð komi almennt ekki að einstökum samningum við starfsmenn og samningar á borð við þann sem gerður var við Ingibjörgu hafi aldrei verið lagðir fyrir ráðið. Hins vegar hafi hann fengið upplýsingar um það að meirihluti bankaráðs hafi vitað af samningnum á sínum tíma. „Einn úr hópnum vildi taka þetta upp í bankaráði en saman komust þau að þeirri niðurstöðu að það ætti ekki að gera það því þetta væri ekki mál sem bankaráðið tæki þátt í ákvörðun um og fordæmi væru til staðar í atvinnulífinu.“ Már bendir einnig á að samningurinn við Ingibjörgu hafi ekki verið starfslokasamningur, enda hafi hún ekki látið af störfum þegar náminu lauk. „Það er ekki fyrr en nokkru síðar að Ingibjörgu býðst starf hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og henni bauðst líka starf hjá OECD á sama tíma, þannig að hún þurfti að velja á milli Washington og Parísar, sem hún hættir hjá Seðlabankanum.“
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34